Um sautján börn á flótta hverfa daglega í Evrópu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. apríl 2021 09:00 Um er að ræða börn sem eru ein á ferð. epa/Valdrin Xhemaj Að minnsta kosti 180 þúsund börn á flótta hafa horfið eftir að hafa komið til Evrópulanda á borð við Grikkland, Ítalíu og Þýskaland. Alls var 18.292 flóttabarna, sem voru ekki í fylgd með fullorðnum, saknað árin 2018 til 2020. Þetta jafngildir sautján börnum á dag. Rannsókn Guardian og blaðamannasamstarfsins Lost in Europe leiddi í ljós að árið 2020 hurfu 5.768 börn í þrettán Evrópuríkjum. Flest þeirra barna sem hafa horfið síðustu þrjú ár komu til Evrópu frá Marokkó, Algeríu, Eritríu, Gíneu og Afganistan. Um 90 prósent þeirra voru drengir og einn af sex yngri en 15 ára. Samkvæmt Guardian er fjöldi horfinna flóttabarna líklega hærri þar sem skráningu er afar ábótavant. Þannig fengust engar upplýsingar um horfin flóttabörn á eigin vegum frá Danmörku, Frakklandi og Bretlandi. Federica Toscano, yfirmaður hjá Missing Children Europe, segir gögnin benda til umfangs þess vanda sem blasir við í Evrópu og fjöldinn endurspegli barnaverndarkerfi sem séu ekki að virka. Rannsóknin leiddi í ljós að í mars 2019 hurfu að minnsta kosti 60 víetnömsk börn úr skýlum í Hollandi en þarlend yfirvöld grunar að þau hafi verið seld mansali til Bretlands og látin vinna á naglasnyrtistofum og við kannabisframleiðslu. Næstum öll ríkin reyndust hafa verklag fyrir það þegar börn á flótta hyrfu en verulega vantaði upp á að það virkaði. Vandamálin fólust meðal annars í því að tilkynningum var ekki fylgt eftir og takmörkuð samvinna á milli lögreglu og innflytjendayfirvalda og barnaverndarnefnda. „Afar lítið er skráð í skýrslu um flóttabarn sem er saknað,“ segir Toscano. „Og of oft er gert ráð fyrir að barnið sé öruggt í öðru ríki, þrátt fyrir að samvinna þvert á landamærin sé nánast engin í þessum málum.“ Umfjöllun Guardian. Flóttamenn Evrópusambandið Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en munu eiga erfitt með að mynda meirihluta Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Þetta jafngildir sautján börnum á dag. Rannsókn Guardian og blaðamannasamstarfsins Lost in Europe leiddi í ljós að árið 2020 hurfu 5.768 börn í þrettán Evrópuríkjum. Flest þeirra barna sem hafa horfið síðustu þrjú ár komu til Evrópu frá Marokkó, Algeríu, Eritríu, Gíneu og Afganistan. Um 90 prósent þeirra voru drengir og einn af sex yngri en 15 ára. Samkvæmt Guardian er fjöldi horfinna flóttabarna líklega hærri þar sem skráningu er afar ábótavant. Þannig fengust engar upplýsingar um horfin flóttabörn á eigin vegum frá Danmörku, Frakklandi og Bretlandi. Federica Toscano, yfirmaður hjá Missing Children Europe, segir gögnin benda til umfangs þess vanda sem blasir við í Evrópu og fjöldinn endurspegli barnaverndarkerfi sem séu ekki að virka. Rannsóknin leiddi í ljós að í mars 2019 hurfu að minnsta kosti 60 víetnömsk börn úr skýlum í Hollandi en þarlend yfirvöld grunar að þau hafi verið seld mansali til Bretlands og látin vinna á naglasnyrtistofum og við kannabisframleiðslu. Næstum öll ríkin reyndust hafa verklag fyrir það þegar börn á flótta hyrfu en verulega vantaði upp á að það virkaði. Vandamálin fólust meðal annars í því að tilkynningum var ekki fylgt eftir og takmörkuð samvinna á milli lögreglu og innflytjendayfirvalda og barnaverndarnefnda. „Afar lítið er skráð í skýrslu um flóttabarn sem er saknað,“ segir Toscano. „Og of oft er gert ráð fyrir að barnið sé öruggt í öðru ríki, þrátt fyrir að samvinna þvert á landamærin sé nánast engin í þessum málum.“ Umfjöllun Guardian.
Flóttamenn Evrópusambandið Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en munu eiga erfitt með að mynda meirihluta Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira