Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Snorri Másson skrifar 21. apríl 2021 12:41 Farsóttarhús hafa verið í boði í ýmissi mynd frá upphafi kórónuveirufaraldursins hér á landi. Ekkert innanlandssmit er rakið til þeirra. Vísir/Sigurjón Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. Þessi tölfræði bendir til þess að úrræðið beri verulegan árangur. Fleiri en 100 hafa greinst innanlands með Covid-19 frá því í febrúar og öll eru þau smit rakin til lekra landamæra. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa, hrósar sigri yfir þessum árangri. Hann segir að sóttvarnir á sóttkvíarhótelum séu eins tryggar og mögulegt er. „Ég held að við megum klappa okkur á bakið með þetta. Við göngum auðvitað alltaf skrefinu lengra en þurfa þykir hverju sinni til að vera eins örugg og mögulegt er. Það geta þó alltaf komið upp slys og þetta er ekki búið,“ segir Gylfi. Nýjar reglur gætu haft fælingarmátt á ferðamenn Gylfi býr sig þessa stundina undir að gestum fjölgi á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni þegar ný lög taka gildi, sem skikka farþega frá allra helstu áhættusvæðunum til vistar á hótelinu. „Það eru 90 herbergi laus eins og staðan er núna. Þau herbergi geta fyllst mjög hratt. Við vitum þó ekki nema þetta hafi fælingarmátt á fólk frá því að koma til landsins, þannig að þetta getur fyllst hægar en hraðar. Við þurfum þó að vera undir það búin að taka við töluverðum fjölda af fólki, hvort sem það er að koma eða ekki,“ segir Gylfi. Í byrjun mánaðar stóð til að skikka alla sem komu frá löndum með nýgengi yfir 500 á sóttkvíarhótel en dómstólar mátu það ólögmætt. Leiðin sem kynnt var af ríkisstjórn í gær felur í sér að farþegar frá löndum með yfir 1.000 í nýgengi þurfi að fara á sóttkvíarhótel án kosts á undanþágu. Þetta gildir um fjögur lönd á þessari stundu, Frakkland, Pólland, Ungverjaland og Holland. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eitt sóttkvíarhótel fullt og annað tekið í gagnið Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún er orðið fullt og er nú unnið að því að taka Hótel Baron við Barónsstíg í Reykjavík í notkun sem sóttkvíarhótel. 11. apríl 2021 10:51 „Mjög erfitt að tryggja fólki útivist ef sóttvarnir eiga að halda“ Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands hafa lýst yfir áhyggjum af reglugerð heilbrigðisráðherra og hafa gefið sér tvo sólarhringa til þess að uppfylla hana - án þess að skerða sóttvarnir. Þau hafa nú skilað af sér áliti til sóttvarnalæknis 9. apríl 2021 18:43 „Þetta var leiðindahelgi“ „Þetta var leiðindahelgi. Ég verð að segja það.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 19. apríl 2021 08:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Þessi tölfræði bendir til þess að úrræðið beri verulegan árangur. Fleiri en 100 hafa greinst innanlands með Covid-19 frá því í febrúar og öll eru þau smit rakin til lekra landamæra. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa, hrósar sigri yfir þessum árangri. Hann segir að sóttvarnir á sóttkvíarhótelum séu eins tryggar og mögulegt er. „Ég held að við megum klappa okkur á bakið með þetta. Við göngum auðvitað alltaf skrefinu lengra en þurfa þykir hverju sinni til að vera eins örugg og mögulegt er. Það geta þó alltaf komið upp slys og þetta er ekki búið,“ segir Gylfi. Nýjar reglur gætu haft fælingarmátt á ferðamenn Gylfi býr sig þessa stundina undir að gestum fjölgi á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni þegar ný lög taka gildi, sem skikka farþega frá allra helstu áhættusvæðunum til vistar á hótelinu. „Það eru 90 herbergi laus eins og staðan er núna. Þau herbergi geta fyllst mjög hratt. Við vitum þó ekki nema þetta hafi fælingarmátt á fólk frá því að koma til landsins, þannig að þetta getur fyllst hægar en hraðar. Við þurfum þó að vera undir það búin að taka við töluverðum fjölda af fólki, hvort sem það er að koma eða ekki,“ segir Gylfi. Í byrjun mánaðar stóð til að skikka alla sem komu frá löndum með nýgengi yfir 500 á sóttkvíarhótel en dómstólar mátu það ólögmætt. Leiðin sem kynnt var af ríkisstjórn í gær felur í sér að farþegar frá löndum með yfir 1.000 í nýgengi þurfi að fara á sóttkvíarhótel án kosts á undanþágu. Þetta gildir um fjögur lönd á þessari stundu, Frakkland, Pólland, Ungverjaland og Holland.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eitt sóttkvíarhótel fullt og annað tekið í gagnið Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún er orðið fullt og er nú unnið að því að taka Hótel Baron við Barónsstíg í Reykjavík í notkun sem sóttkvíarhótel. 11. apríl 2021 10:51 „Mjög erfitt að tryggja fólki útivist ef sóttvarnir eiga að halda“ Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands hafa lýst yfir áhyggjum af reglugerð heilbrigðisráðherra og hafa gefið sér tvo sólarhringa til þess að uppfylla hana - án þess að skerða sóttvarnir. Þau hafa nú skilað af sér áliti til sóttvarnalæknis 9. apríl 2021 18:43 „Þetta var leiðindahelgi“ „Þetta var leiðindahelgi. Ég verð að segja það.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 19. apríl 2021 08:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Eitt sóttkvíarhótel fullt og annað tekið í gagnið Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún er orðið fullt og er nú unnið að því að taka Hótel Baron við Barónsstíg í Reykjavík í notkun sem sóttkvíarhótel. 11. apríl 2021 10:51
„Mjög erfitt að tryggja fólki útivist ef sóttvarnir eiga að halda“ Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands hafa lýst yfir áhyggjum af reglugerð heilbrigðisráðherra og hafa gefið sér tvo sólarhringa til þess að uppfylla hana - án þess að skerða sóttvarnir. Þau hafa nú skilað af sér áliti til sóttvarnalæknis 9. apríl 2021 18:43
„Þetta var leiðindahelgi“ „Þetta var leiðindahelgi. Ég verð að segja það.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 19. apríl 2021 08:30