Einstaklingar fá að draga góðgerðaframlög upp að 350 þúsund krónum frá skatti Eiður Þór Árnason skrifar 21. apríl 2021 17:09 Einnig voru færðar í lög undanþágur frá greiðslu skatta fyrir félög til almannaheila. Vísir Einstaklingar geta frá og með 1. nóvember dregið allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum utan atvinnurekstrar vegna framlaga til góðgerðastarfsemi. Frumvarp þess efnis voru samþykkt á Alþingi í gær en í þeim er einnig kveðið á um tvöföldun á því hlutfalli sem atvinnurekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna framlaga til slíkrar starfsemi. Fer framlagið úr 0,75% í 1,5% og við það bætist að frádráttarheimild atvinnurekenda vegna framlaga til kolefnisjöfnunar tvöfaldast og hækkar í 1,5%. Alls geta atvinnurekendur því fengið frádrátt sem nemur 3% á ári vegna framlaga sinna. Fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að samkvæmt lögunum beri þeim sem styrkja góðgerðastarfsemi, eða almannaheillastarfsemi eins og það er nefnt í frumvarpinu, að fá móttökukvittun. Þá sendir móttakandi Skattinum upplýsingar um gjafir eða framlög frá einstaklingum sem eru í kjölfarið forskráðar á skattframtal þeirra. Þarf móttakandi að vera skráður í sérstaka almannaheillaskrá Skattsins þegar gjöfin eða framlagið er veitt. Gert er ráð fyrir að lagabreytingin muni minnka skatttekjur ríkissjóðs um tvo milljarða króna á ári. Undanþegin greiðslu tekjuskatts Með samþykkt umrædds frumvarps Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, voru einnig færðar í lög undanþágur frá greiðslu skatta fyrir félög til almannaheila. Til að mynda verða slík félög undanþegin greiðslu tekjuskatts, staðgreiðsluskatts af fjármagnstekjum og stimpilgjalda auk þess að vera undanþegin greiðslu virðisaukaskatts með ákveðnum skilyrðum. Geta félögin sótt um endurgreiðslu allt að 60% greidds virðisaukaskatts af vinnu manna á byggingarstað við byggingu, viðhald eða endurbætur á mannvirkjum sem alfarið eru í eigu þeirra. Í lögunum er þar að auki veitt undanþága frá greiðslu erfðafjárskatts af gjöfum til aðila í almannaheillastarfsemi. Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Frumvarp þess efnis voru samþykkt á Alþingi í gær en í þeim er einnig kveðið á um tvöföldun á því hlutfalli sem atvinnurekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna framlaga til slíkrar starfsemi. Fer framlagið úr 0,75% í 1,5% og við það bætist að frádráttarheimild atvinnurekenda vegna framlaga til kolefnisjöfnunar tvöfaldast og hækkar í 1,5%. Alls geta atvinnurekendur því fengið frádrátt sem nemur 3% á ári vegna framlaga sinna. Fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að samkvæmt lögunum beri þeim sem styrkja góðgerðastarfsemi, eða almannaheillastarfsemi eins og það er nefnt í frumvarpinu, að fá móttökukvittun. Þá sendir móttakandi Skattinum upplýsingar um gjafir eða framlög frá einstaklingum sem eru í kjölfarið forskráðar á skattframtal þeirra. Þarf móttakandi að vera skráður í sérstaka almannaheillaskrá Skattsins þegar gjöfin eða framlagið er veitt. Gert er ráð fyrir að lagabreytingin muni minnka skatttekjur ríkissjóðs um tvo milljarða króna á ári. Undanþegin greiðslu tekjuskatts Með samþykkt umrædds frumvarps Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, voru einnig færðar í lög undanþágur frá greiðslu skatta fyrir félög til almannaheila. Til að mynda verða slík félög undanþegin greiðslu tekjuskatts, staðgreiðsluskatts af fjármagnstekjum og stimpilgjalda auk þess að vera undanþegin greiðslu virðisaukaskatts með ákveðnum skilyrðum. Geta félögin sótt um endurgreiðslu allt að 60% greidds virðisaukaskatts af vinnu manna á byggingarstað við byggingu, viðhald eða endurbætur á mannvirkjum sem alfarið eru í eigu þeirra. Í lögunum er þar að auki veitt undanþága frá greiðslu erfðafjárskatts af gjöfum til aðila í almannaheillastarfsemi.
Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira