Þurfa að brjóta upp rótgróið kerfi mismununar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. apríl 2021 23:30 Asantewa Feaster, formaður BLM Iceland. Vísir/Skjáskot Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn, var sakfelldur fyrir morðið á Bandaríkjamanninum George Floyd í gærkvöldi. Kviðdómurinn ákvað að sakfella Chauvin fyrir alla ákæruliði en hámarksrefsing fyrir brotin er fjörutíu ára fangelsi. Morðið á Floyd síðasta vor varð kveikjan að miklum mótmælum gegn rasisma og lögregluofbeldi bæði innan Bandaríkjanna sem utan. Mikill fjöldi safnaðist saman og krafðist réttlætis og breytinga undir slagorðinu „black lives matter“. Ábyrgð, ekki réttlæti Asantewa Feaster er formaður Black lives matter Iceland og segir niðurstöðuna í máli Chauvins snúast um ábyrgð, réttlæti sé þó ekki tryggt. „Maður er ánægður með þetta að vissu leyti en George Floyd snýr aldrei aftur. Það er þörf á að fólk sé látið axla ábyrgð en þetta er ekki réttlæti af því þú vekur engan upp frá dauðum,“ segir Asantewa. Kynþáttafordómar séu kerfislægir í Bandaríkjunum. „Þetta snýst ekki um fáeina svarta sauði. Þetta er tréið, jarðvegurinn. Kerfið virkar einfaldlega eins og því var ætlað. Það gengur út á að útskúfa fólki sem er ekki hvítt. Þess vegna þurfum við nýtt kerfi,“ segir hún og bætir við: „Daunte Wright var drepinn fyrir viku. Ma‘Khia Bryant í gær. Þannig um leið og verið var að úrskurða morðingja George Floyd sekann var unglingsstúlka skotin til bana. Þetta er ekkert einangrað atvik heldur gerist þetta trekk í trekk. Við höldum áfram að krefjast réttlætis en virðumst vera að hrópa út í tómið.“ Þessi mynd af George Floyd hangir fyrir utan dómshúsið í Minneapolis þar sem réttarhöldin yfir Chauvin fóru fram.AP/Jim Mone Kerfið ekki lagað á einu ári Eftir mótmæli síðasta árs og í aðdraganda kosninga nóvembermánaðar í Bandaríkjunum ræddu Demókratar um að gera umbætur á löggæslu í landinu til að vinna gegn lögregluofbeldi og rasisma. Þær aðgerðir hafa ekki enn borið sjáanlegan árangur en Asantewa segir slíkan sigur ekki unninn á einu ári. „Í fyrsta lagi þarf að hafa í huga hver það er sem skilgreinir hvað nákvæmlega felst í umbótum, í öðru lagi þarf að horfa til hvernig þessum umbótum er komið á. Sumir kalla það umbætur að skella sökinni á sýslurnar eða ríkin þar sem lögregluþjónarnir störfuðu. Aðrir tala um að færa til fjármagn eða taka hin eða þessi verkefnin af fjárlögum,“ segir hún og heldur áfram: „Það er ekki hægt að laga kerfið á einu ári. Það er ekki raunhæft enda var kerfið ekki byggt á einu ári. Þá þurfti fólk að átta sig á réttu aðferðunum. Hvernig væri hægt að halda fólki niðri, koma í veg fyrir að það geti kosið og svo framvegis. Nú þurfum við löggjöf sem vindur ofan af þessu.“ Líður hvergi öruggri Aðspurð um hvort henni líði öruggri í návist bandarískra lögregluþjóna segir Asantewa: „Alls ekki. Nei, það væri fráleitt. Ég hef ekki upplifað mig örugga í þeim ástæðum síðan ég var þrettán ára. Þá stöðvaði lögregla mig þegar ég var á leið í skóla, krafði mig um skilríki og spurði hvort ég væri nokkuð með eiturlyf. Ég var þrettán ára. Þannig nei, mér líður hvergi öruggri í návist lögreglu.“ Black Lives Matter Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Morðið á Floyd síðasta vor varð kveikjan að miklum mótmælum gegn rasisma og lögregluofbeldi bæði innan Bandaríkjanna sem utan. Mikill fjöldi safnaðist saman og krafðist réttlætis og breytinga undir slagorðinu „black lives matter“. Ábyrgð, ekki réttlæti Asantewa Feaster er formaður Black lives matter Iceland og segir niðurstöðuna í máli Chauvins snúast um ábyrgð, réttlæti sé þó ekki tryggt. „Maður er ánægður með þetta að vissu leyti en George Floyd snýr aldrei aftur. Það er þörf á að fólk sé látið axla ábyrgð en þetta er ekki réttlæti af því þú vekur engan upp frá dauðum,“ segir Asantewa. Kynþáttafordómar séu kerfislægir í Bandaríkjunum. „Þetta snýst ekki um fáeina svarta sauði. Þetta er tréið, jarðvegurinn. Kerfið virkar einfaldlega eins og því var ætlað. Það gengur út á að útskúfa fólki sem er ekki hvítt. Þess vegna þurfum við nýtt kerfi,“ segir hún og bætir við: „Daunte Wright var drepinn fyrir viku. Ma‘Khia Bryant í gær. Þannig um leið og verið var að úrskurða morðingja George Floyd sekann var unglingsstúlka skotin til bana. Þetta er ekkert einangrað atvik heldur gerist þetta trekk í trekk. Við höldum áfram að krefjast réttlætis en virðumst vera að hrópa út í tómið.“ Þessi mynd af George Floyd hangir fyrir utan dómshúsið í Minneapolis þar sem réttarhöldin yfir Chauvin fóru fram.AP/Jim Mone Kerfið ekki lagað á einu ári Eftir mótmæli síðasta árs og í aðdraganda kosninga nóvembermánaðar í Bandaríkjunum ræddu Demókratar um að gera umbætur á löggæslu í landinu til að vinna gegn lögregluofbeldi og rasisma. Þær aðgerðir hafa ekki enn borið sjáanlegan árangur en Asantewa segir slíkan sigur ekki unninn á einu ári. „Í fyrsta lagi þarf að hafa í huga hver það er sem skilgreinir hvað nákvæmlega felst í umbótum, í öðru lagi þarf að horfa til hvernig þessum umbótum er komið á. Sumir kalla það umbætur að skella sökinni á sýslurnar eða ríkin þar sem lögregluþjónarnir störfuðu. Aðrir tala um að færa til fjármagn eða taka hin eða þessi verkefnin af fjárlögum,“ segir hún og heldur áfram: „Það er ekki hægt að laga kerfið á einu ári. Það er ekki raunhæft enda var kerfið ekki byggt á einu ári. Þá þurfti fólk að átta sig á réttu aðferðunum. Hvernig væri hægt að halda fólki niðri, koma í veg fyrir að það geti kosið og svo framvegis. Nú þurfum við löggjöf sem vindur ofan af þessu.“ Líður hvergi öruggri Aðspurð um hvort henni líði öruggri í návist bandarískra lögregluþjóna segir Asantewa: „Alls ekki. Nei, það væri fráleitt. Ég hef ekki upplifað mig örugga í þeim ástæðum síðan ég var þrettán ára. Þá stöðvaði lögregla mig þegar ég var á leið í skóla, krafði mig um skilríki og spurði hvort ég væri nokkuð með eiturlyf. Ég var þrettán ára. Þannig nei, mér líður hvergi öruggri í návist lögreglu.“
Black Lives Matter Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira