Jafnóþægilegt í seinni sýnatökunni og þeirri fyrri Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2021 21:01 Hrafnhildur Sunna Atladóttir var ekki sérlega hrifin af sýnatökunni í dag. Vísir/Arnar Um sjötíu manns hafa greinst með kórónuveiruna í tengslum við hópsýkinguna á leikskólanum Jörfa í Reykjavík. Um 150 börn af leikskólanum fóru í seinni skimun á Suðurlandsbraut í dag. Tíu greindust með Covid-19 í gær, þar af voru níu í sóttkví. Hundrað þrjátíu og fjórir eru nú í einangrun á landinu, átta hundruð og tólf í sóttkví og fjórir á sjúkrahúsi. Flest smit síðustu daga tengjast nokkrum afmörkuðum hópsýkingum. Sú stærsta tengist leikskólanum Jörfa í Reykjavík og telur nú um sjötíu manns, þar af eru börn tæplega helmingur. Um 150 krakkar úr Jörfa fóru í seinni skimun í Orkuhúsinu við Suðurlandsbraut í dag. Ingibjörg Rós Kjartansdóttir hjúkrunarfræðingur segir að vel hafi gengið að skima börnin, sem mörg séu þó hrædd við sýnatökuna. „Þau eru það. Umhverfið þarna inni - þetta er ógnvekjandi, eins og maður segir. Það eru einstaklingar í grænum búningum sem taka á móti þeim með grímur og skjöld þannig að aðstæðurnar sjálfar eru pínu skrýtnar.“ Krakkar sem fréttastofa ræddi við eftir sýnatöku í dag voru upplitsdjarfir - en sammála um óþægindin. Hvernig var að fara í sýnatöku? „Ekki gott,“ sagði Anna Margrét Albertsdóttir, sjö ára nemandi í Sæmundarskóla. Var settur pinni langt upp í nef kannski? „Já. Þetta var jafnóþægilegt og seinast.“ Fórstu nokkuð að gráta? „Já.“ Beðið eftir sýnatöku í dag.Vísir/arnar Hrafnhildur Sunna Atladóttir nemandi á Jörfa var heldur ekki hrifin af sýnatökunni. Hún kvaðst ekki hafa farið að gráta og var spennt fyrir heilum þremur íspinnum sem henni hafði verið lofað að lokinni sýnatöku í dag. Viðtölin við Önnu Margréti, Hrafnhildi Sunnu og Ingibjörgu Rós má horfa á í kvöldfrétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Tengdar fréttir Að minnsta kosti 22 börn og nítján starfsmenn með Covid-19 Á miðvikudaginn höfðu 22 börn á leikskólanum Jörfa og nítján starfsmenn greinst með Covid-19. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir ljóst að ekki verði hægt að halda úti hefðbundnu skólastarfi á leikskólanum í næstu viku. 23. apríl 2021 10:09 Þórólfur órólegur vegna stöðunnar Átta af þeim sautján sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir er órólegur vegna stöðunnar og segir ljóst að veiran sé búin að dreifa sér víða. 22. apríl 2021 11:59 Enginn greinst í handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar Bæði smitin sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast þeim hópsýkingum sem hafa verið til umfjöllunar síðustu daga. Um 3.000 manns fóru í sýnatöku í gær og 1.100 í slembiskimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. 21. apríl 2021 11:23 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Tíu greindust með Covid-19 í gær, þar af voru níu í sóttkví. Hundrað þrjátíu og fjórir eru nú í einangrun á landinu, átta hundruð og tólf í sóttkví og fjórir á sjúkrahúsi. Flest smit síðustu daga tengjast nokkrum afmörkuðum hópsýkingum. Sú stærsta tengist leikskólanum Jörfa í Reykjavík og telur nú um sjötíu manns, þar af eru börn tæplega helmingur. Um 150 krakkar úr Jörfa fóru í seinni skimun í Orkuhúsinu við Suðurlandsbraut í dag. Ingibjörg Rós Kjartansdóttir hjúkrunarfræðingur segir að vel hafi gengið að skima börnin, sem mörg séu þó hrædd við sýnatökuna. „Þau eru það. Umhverfið þarna inni - þetta er ógnvekjandi, eins og maður segir. Það eru einstaklingar í grænum búningum sem taka á móti þeim með grímur og skjöld þannig að aðstæðurnar sjálfar eru pínu skrýtnar.“ Krakkar sem fréttastofa ræddi við eftir sýnatöku í dag voru upplitsdjarfir - en sammála um óþægindin. Hvernig var að fara í sýnatöku? „Ekki gott,“ sagði Anna Margrét Albertsdóttir, sjö ára nemandi í Sæmundarskóla. Var settur pinni langt upp í nef kannski? „Já. Þetta var jafnóþægilegt og seinast.“ Fórstu nokkuð að gráta? „Já.“ Beðið eftir sýnatöku í dag.Vísir/arnar Hrafnhildur Sunna Atladóttir nemandi á Jörfa var heldur ekki hrifin af sýnatökunni. Hún kvaðst ekki hafa farið að gráta og var spennt fyrir heilum þremur íspinnum sem henni hafði verið lofað að lokinni sýnatöku í dag. Viðtölin við Önnu Margréti, Hrafnhildi Sunnu og Ingibjörgu Rós má horfa á í kvöldfrétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Tengdar fréttir Að minnsta kosti 22 börn og nítján starfsmenn með Covid-19 Á miðvikudaginn höfðu 22 börn á leikskólanum Jörfa og nítján starfsmenn greinst með Covid-19. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir ljóst að ekki verði hægt að halda úti hefðbundnu skólastarfi á leikskólanum í næstu viku. 23. apríl 2021 10:09 Þórólfur órólegur vegna stöðunnar Átta af þeim sautján sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir er órólegur vegna stöðunnar og segir ljóst að veiran sé búin að dreifa sér víða. 22. apríl 2021 11:59 Enginn greinst í handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar Bæði smitin sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast þeim hópsýkingum sem hafa verið til umfjöllunar síðustu daga. Um 3.000 manns fóru í sýnatöku í gær og 1.100 í slembiskimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. 21. apríl 2021 11:23 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Að minnsta kosti 22 börn og nítján starfsmenn með Covid-19 Á miðvikudaginn höfðu 22 börn á leikskólanum Jörfa og nítján starfsmenn greinst með Covid-19. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir ljóst að ekki verði hægt að halda úti hefðbundnu skólastarfi á leikskólanum í næstu viku. 23. apríl 2021 10:09
Þórólfur órólegur vegna stöðunnar Átta af þeim sautján sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir er órólegur vegna stöðunnar og segir ljóst að veiran sé búin að dreifa sér víða. 22. apríl 2021 11:59
Enginn greinst í handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar Bæði smitin sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast þeim hópsýkingum sem hafa verið til umfjöllunar síðustu daga. Um 3.000 manns fóru í sýnatöku í gær og 1.100 í slembiskimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. 21. apríl 2021 11:23