Skiptar skoðanir meðal lögreglumanna um handtöku í Hafnarfirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. apríl 2021 13:00 Fjölnir Sæmundsson, tilvonandi formaður Landssambands lögreglumanna, segir skiptar skoðanir meðal félagsmanna um mál lögreglumanns sem sakaður er um að hafa beitt ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði í vetur. Vísir Skiptar skoðanir eru meðal lögreglumanna vegna máls lögreglumanns sem sakaður var um ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði. Mál lögreglumannsins var látið niður falla hjá héraðssaksóknara en verður kært til ríkissaksóknara. „Auðvitað vilja sumir að við stöndum alltaf með okkar fólki en við getum auðvitað ekki farið að standa með lögreglumönnum sem brjóta af sér í starfi eða fara út fyrir sitt valdssvið. Ég get samt ekki tekið afstöðu til þess hvort það hafi átt sér stað í þessu máli,“ segir Fjölnir Sæmundsson, tilvonandi formaður Landssambands lögreglumanna, í samtali við fréttastofu. Lögreglumanninum sem um ræðir var tímabundið vikið frá störfum vegna handtökunnar í Hafnarfirði í nóvember í fyrra. Héraðssaksóknari hóf þá rannsókn á meintu ofbeldi lögreglumannsins við handtöku en málið var látið niður falla í síðustu viku þar sem sakfelling þótti ekki líkleg. Lögreglumaðurinn mætti aftur til starfa í byrjun þessarar viku. Þrír lögreglumenn sem fréttastofa hefur rætt við hafa lýst yfir óánægju vegna endurkomu lögreglumannsins til starfa. Fékk mikla áverka við handtökuna Í tilkynningu héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins, sem fréttastofa hefur undir höndum, eru samskipti mannsins sem var handtekinn og lögreglumanna rakin í smáatriðum. Er þar meðal annars byggt á myndbandsupptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna sem komu að handtökunni. Maðurinn var stöðvaður af lögreglu í Hafnarfirði vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá var einnig uppi grunur um að maðurinn væri smitaður af Covid. Beðið var eftir sérstakri Covid-bifreið en á meðan tók maðurinn niður vitgrímu sína til að reykja sígarettu. Lögreglumenn báðu hann um að slökkva í sígarettunni og setja grímuna aftur upp sem hann gerði ekki. Eftir það sprautaði lögreglumaðurinn á hann varnarúða og skipaði honum að fara út úr bílnum. Lögreglumaðurinn sem var til rannsóknar sló til mannsins með kylfu þar sem hann sat í bílnum. Maðurinn steig þá út úr bifreiðinni og kýldi lögreglumanninn. Í kjölfarið kom til stympinga milli mannsins og lögreglu sem endaði á því að lögreglumaðurinn sló manninn í höfuð og nokkrum sinnum í búk. Að lokum ýtti lögreglumaðurinn enda kylfu sinnar í bak mannsins sem þá lá í jörðinni. Í myndbandsupptökum sést blóðpollur í götunni við höfuð mannsins. Myndir af áverkum mannsins sýna stóra skurði á höfði hans og rispur á handleggjum. Hægt er að lesa nánar um málið hér: „Þetta lítur mjög illa út í fréttum“ Fjölnir segir erfitt að taka afstöðu til málsins. Landssambandið geti ekki ályktað um málið. „Þetta lítur auðvitað mjög illa út í fréttunum. Ég hef sagt áður að allar handtökur líta illa út og öll valdbeiting,“ segir Fjölnir. Hann segist ekki vilja tjá sig um það hvort lögreglumaðurinn hafi farið út fyrir sitt valdsvið eða ekki. „Héraðssaksóknari tekur afstöðu í þessu máli, ekki lögreglan sjálf. Lögreglan sjálf er ekki að fá hann aftur til starfa, hann var auðvitað settur í leyfi á meðan hann var að skoða málið, svo er hann kominn aftur til starfa fyrst að málið var látið niður falla. Ég veit enn ekki hvernig þetta mál mun enda,“ segir Fjölnir. „Auðvitað er það litið alvarlegum augum þegar eitthvað svona kemur upp á en Landssambandið sem slíkt getur ekki tekið afstöðu í einstökum málum eða handtökum.“ Lögreglan Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
„Auðvitað vilja sumir að við stöndum alltaf með okkar fólki en við getum auðvitað ekki farið að standa með lögreglumönnum sem brjóta af sér í starfi eða fara út fyrir sitt valdssvið. Ég get samt ekki tekið afstöðu til þess hvort það hafi átt sér stað í þessu máli,“ segir Fjölnir Sæmundsson, tilvonandi formaður Landssambands lögreglumanna, í samtali við fréttastofu. Lögreglumanninum sem um ræðir var tímabundið vikið frá störfum vegna handtökunnar í Hafnarfirði í nóvember í fyrra. Héraðssaksóknari hóf þá rannsókn á meintu ofbeldi lögreglumannsins við handtöku en málið var látið niður falla í síðustu viku þar sem sakfelling þótti ekki líkleg. Lögreglumaðurinn mætti aftur til starfa í byrjun þessarar viku. Þrír lögreglumenn sem fréttastofa hefur rætt við hafa lýst yfir óánægju vegna endurkomu lögreglumannsins til starfa. Fékk mikla áverka við handtökuna Í tilkynningu héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins, sem fréttastofa hefur undir höndum, eru samskipti mannsins sem var handtekinn og lögreglumanna rakin í smáatriðum. Er þar meðal annars byggt á myndbandsupptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna sem komu að handtökunni. Maðurinn var stöðvaður af lögreglu í Hafnarfirði vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá var einnig uppi grunur um að maðurinn væri smitaður af Covid. Beðið var eftir sérstakri Covid-bifreið en á meðan tók maðurinn niður vitgrímu sína til að reykja sígarettu. Lögreglumenn báðu hann um að slökkva í sígarettunni og setja grímuna aftur upp sem hann gerði ekki. Eftir það sprautaði lögreglumaðurinn á hann varnarúða og skipaði honum að fara út úr bílnum. Lögreglumaðurinn sem var til rannsóknar sló til mannsins með kylfu þar sem hann sat í bílnum. Maðurinn steig þá út úr bifreiðinni og kýldi lögreglumanninn. Í kjölfarið kom til stympinga milli mannsins og lögreglu sem endaði á því að lögreglumaðurinn sló manninn í höfuð og nokkrum sinnum í búk. Að lokum ýtti lögreglumaðurinn enda kylfu sinnar í bak mannsins sem þá lá í jörðinni. Í myndbandsupptökum sést blóðpollur í götunni við höfuð mannsins. Myndir af áverkum mannsins sýna stóra skurði á höfði hans og rispur á handleggjum. Hægt er að lesa nánar um málið hér: „Þetta lítur mjög illa út í fréttum“ Fjölnir segir erfitt að taka afstöðu til málsins. Landssambandið geti ekki ályktað um málið. „Þetta lítur auðvitað mjög illa út í fréttunum. Ég hef sagt áður að allar handtökur líta illa út og öll valdbeiting,“ segir Fjölnir. Hann segist ekki vilja tjá sig um það hvort lögreglumaðurinn hafi farið út fyrir sitt valdsvið eða ekki. „Héraðssaksóknari tekur afstöðu í þessu máli, ekki lögreglan sjálf. Lögreglan sjálf er ekki að fá hann aftur til starfa, hann var auðvitað settur í leyfi á meðan hann var að skoða málið, svo er hann kominn aftur til starfa fyrst að málið var látið niður falla. Ég veit enn ekki hvernig þetta mál mun enda,“ segir Fjölnir. „Auðvitað er það litið alvarlegum augum þegar eitthvað svona kemur upp á en Landssambandið sem slíkt getur ekki tekið afstöðu í einstökum málum eða handtökum.“
Lögreglan Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira