Segir plokkdaginn efla umhverfisvitund landsmanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 24. apríl 2021 12:23 Umhverfisráðherra, forseti Íslands og krakkar úr Laugardal hófu plokkdaginn mikla í morgun. Mummi Lú Stóri plokkdagurinn er í dag þar sem fólk um allt land kemur saman og stuðlar að hreinna umhverfi. Dagurinn er sérstaklega vinsæll hjá fjölskyldum. Einar Bárðarson, einn af upphafsmönnum Plokks á Íslandi, líkir plokkkdeginum við einn af vorboðunum. „Stóri plokkdagurinn er núna haldinn í fjórða árið í röð, við byrjuðum á þessu 2018 og var grasrótarhópur sem hefur áhuga á umhverfinu og kannski hreinleika í umhverfinu. Hann verður bara stærri og stærri með hverju árinu og þrátt fyrir veiru og vandamál henni tengd þá er þetta svona einstaklings- og fjölskylduíþrótt ef það mætti kalla það,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Dagurinn byrjaði í Laugardalnum þar sem stjórnmálamenn og börn hófu daginn á plokki. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, plokkar rusl í Laugardalnum.Mummi Lú „Dagurinn byrjaði mjög vel hérna niðri í Laugardal með stúlkum ungum sem stofnuðu náttúruklúbb í Laugardalnum fyrir tveimur vikum hafa verið duglegar að plokka. Okkur þótti tilvalið að leiða saman þessa glaðlyndu og duglegu æsku við forseta landsins, umhverfisráðherra og þá sem standa í stafni umhverfismála í borginni,“ segir Einar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt ungum stúlkum úr náttúruklúbbi Laugardals.Mummi Lú Árangurinn af plokkinu er mikill. „Við erum í samstarfi við mjög mörg sveitarfélög um allt land sem hafa haldið utan um þessar tölur fyrir okkur. Þegar við nálgumst sveitarfélögin þá er ofboðslega mikill áhugi og þetta er talið í tonnum bara í efri byggðum Reykjavíkur.“ „Það sama má segja um Reykjanesbæ og fleiri svæði. Þetta er talið í tonnum í hverju sveitarfélagi,“ segir Einar. „Með hverjum plokkdeginum, ár frá ári, þá finnst mér umhverfisvitund landsmanna eflast. Það er ekki minni þáttur en sjálft plokkið hjá einstaklingunum,“ segir Einar. Plokkið hófst með látum í morgun.Mummi Lú Krakkar í náttúruklúbbnum í Laugardal settu plokkdaginn í morgun.Mummi Lú Ungir og aldnir geta plokkað.Mummi Lú Umhverfismál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Einar Bárðarson, einn af upphafsmönnum Plokks á Íslandi, líkir plokkkdeginum við einn af vorboðunum. „Stóri plokkdagurinn er núna haldinn í fjórða árið í röð, við byrjuðum á þessu 2018 og var grasrótarhópur sem hefur áhuga á umhverfinu og kannski hreinleika í umhverfinu. Hann verður bara stærri og stærri með hverju árinu og þrátt fyrir veiru og vandamál henni tengd þá er þetta svona einstaklings- og fjölskylduíþrótt ef það mætti kalla það,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Dagurinn byrjaði í Laugardalnum þar sem stjórnmálamenn og börn hófu daginn á plokki. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, plokkar rusl í Laugardalnum.Mummi Lú „Dagurinn byrjaði mjög vel hérna niðri í Laugardal með stúlkum ungum sem stofnuðu náttúruklúbb í Laugardalnum fyrir tveimur vikum hafa verið duglegar að plokka. Okkur þótti tilvalið að leiða saman þessa glaðlyndu og duglegu æsku við forseta landsins, umhverfisráðherra og þá sem standa í stafni umhverfismála í borginni,“ segir Einar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt ungum stúlkum úr náttúruklúbbi Laugardals.Mummi Lú Árangurinn af plokkinu er mikill. „Við erum í samstarfi við mjög mörg sveitarfélög um allt land sem hafa haldið utan um þessar tölur fyrir okkur. Þegar við nálgumst sveitarfélögin þá er ofboðslega mikill áhugi og þetta er talið í tonnum bara í efri byggðum Reykjavíkur.“ „Það sama má segja um Reykjanesbæ og fleiri svæði. Þetta er talið í tonnum í hverju sveitarfélagi,“ segir Einar. „Með hverjum plokkdeginum, ár frá ári, þá finnst mér umhverfisvitund landsmanna eflast. Það er ekki minni þáttur en sjálft plokkið hjá einstaklingunum,“ segir Einar. Plokkið hófst með látum í morgun.Mummi Lú Krakkar í náttúruklúbbnum í Laugardal settu plokkdaginn í morgun.Mummi Lú Ungir og aldnir geta plokkað.Mummi Lú
Umhverfismál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira