Markið kom undir lok leiksins en það var ekki bara inni á vellinum sem Maximin sló í gegn því hann sló einnig í gegn á Twitter eftir leikinn.
Stuðningsmaður Liverpool skrifaði færslu og bað Saint-Maximin að koma til Liverpool. Sadio Mane gæti farið í hina áttina, það er að segja til Newcastle, en Saint-Maximin svaraði stuðningsmanninum fullum hálsi.
„Ég veit að þú heldur að þetta séu falleg skilaboð til mín en svona líkar mér ekki,“ skrifaði Saint-Maximin á Twitter síðu sína.
„Berðu virðingu fyrir honum takk, þú ert ekki þakklátur fyrir það sem hann gerði og er að gera fyrir Liverpool. Það er enn langt þangað til ég get náð hans stigi.“
Eftir jafnteflið á Anfield í gær er Newcastle níu stigum frá fallsæti og er því komið langleiðina með að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu á næstu leiktíð.
I know you think it’s a nice message to me but I don’t like this. Be respectful to him please you are ungrateful, he did and he’s doing a lot for Liverpool, there still a long way before I could reach his level
— Allan Saint-Maximin (@asaintmaximin) April 24, 2021