Félög í Premier League, English Football League og Women's Super League munu sniðganga miðlana um næstu helgi.
Frá klukkan 15.00 á föstudag og fram til klukkan 23.59, að breskum tíma á mánudag munu félögin láta miðlana vera.
Mikið hefur verið rætt og ritað um áreitið sem leikmenn verða fyrir á samfélagsmiðlum en reglulega er greint frá því að leikmenn verði fyrir barðinu á netníðingum.
Því hafa félögin ákveðið að standa saman og er þetta liður í bardaga þeirra gegn samfélagsmiðlum.
Félögunum hefur fundist miðlarnir ekki hafa barist nægilega mikið gegn áreitinu sem leikmenn verða fyrir.
In response to the sustained discriminatory abuse received online by players and others connected to the game, English football will unite for a social media boycott from 15:00 BST on Fri 30 April to 23:59 BST on Mon 3 May
— Premier League (@premierleague) April 24, 2021
Full story ➡️ https://t.co/YINlwNb7d0#NoRoomForRacism pic.twitter.com/vp6aVovqIS