Eyjamenn tóku á móti liði Reynis frá Sandgerði í Eyjum. 2-0 stóð fyrir heimamenn í hléi en Reynismenn minnkuðu muninn snemma í síðari hálfleik. Undir lok leiks gulltryggðu tvö mörk Eyjamanna á stuttum kafla svo 4-1 sigur þeirra og sæti í næstu umferð.
Lið Stokkseyrar vann þá öruggan 5-0 sigur á liði KFB á Bessastaðavelli og Vestri vann, fyrr í dag, 3-0 sigur á Hamri í Hveragerði. Vesturlandsslag Snæfells og Skallagríms er einnig lokið en úrslit leiksins liggja ekki fyrir.