Sebastian: Get ekki verið reiður því ég er svo sorgmæddur Smári Jökull Jónsson skrifar 25. apríl 2021 17:57 Sebastian var niðurbrotinn eftir tap Framara gegn ÍBV í dag. Vísir / Hulda Margrét Sebastian Alexandersson þjálfari Fram var hálf niðurbrotinn eftir tap hans manna gegn ÍBV í Safamýri í dag en Eyjamenn skoruðu sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir. „Í fyrsta lagi er höndin ekki einu sinni komin upp og þetta er bara slæm ákvarðanataka. Við erum að henda frá okkur sigri í dag, 10 sekúndur eftir og við erum búnir að tala um að láta þá ekki fá boltann aftur,“ sagði Sebastian en Fram var með boltann undir lokin en tapaður bolti færði ÍBV sigurmark á silfurfati. „Síðasta sóknin í fyrri hálfleik er líka svona. Miðað við hvernig við erum búnir að spila í vetur þá er þetta mér gjörsamlega óskiljanlegt hvað er að gerast í hausnum á leikmönnum. Við erum búnir að vera frekar agaðir í þessum stöðum og tökum núna tvo leiki í röð þar sem við missum boltann rétt fyrir hálfleik eða lok leiks þegar engin pressa er eða þörf á að flýta sér.“ „Ég því miður bara ekki svör við því af hverju þetta er að gerast.“ Fram tapaði mörgum boltum í dag, sextán boltum alls, og flestir þeirra komu á fyrstu 40 mínútum leiksins. „Flestir þeirra eru ekki undir pressu. Við þurfum að líta í eigin barm með þetta. Við erum búnir að halda takti í öllu þessu rugli í vetur en við virðumst ekki vera að gera það núna.“ ÍBV leiddi með tveimur mörkum í hálfleik en Fram mætti af krafti í síðari hálfleik og komust mest þremur mörkum yfir. „Við erum að skora nærri 30 mörk en auðvitað er vörnin okkar ekki þar sem hún hefur verið í vetur, smá ryð í okkur þar. Þetta snýst um smáatriði og við vorum að henda frá okkur smáatriðum í dag sem kosta okkur dýrmæt stig fyrir úrslitakeppnina.“ „Við töpuðum unnum leik í jafntefli gegn Stjörnunni. Heilt yfir höfum við spilað vel á síðustu mínútum leikja í vetur og í dag erum við að kasta frá okkur allavega einu stigi. Ég er hræddur um að þetta muni telja þegar upp er staðið, ég vona svo sannarlega ekki. Ég get ekki einu sinni verið reiður því ég er svo sorgmæddur,“ sagði Sebastian. Hann bætti við að Fram myndi ekki óska eftir frestun leikja þó Vilhelm Poulsen og Rógvi Christiansen hafi verið kallaðir í færeyska landsliðshópinn sem á leiki framundan. „Við ætlum bara að spila, við græðum ekkert á því að fresta.“ ÍBV Fram Íslenski handboltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
„Í fyrsta lagi er höndin ekki einu sinni komin upp og þetta er bara slæm ákvarðanataka. Við erum að henda frá okkur sigri í dag, 10 sekúndur eftir og við erum búnir að tala um að láta þá ekki fá boltann aftur,“ sagði Sebastian en Fram var með boltann undir lokin en tapaður bolti færði ÍBV sigurmark á silfurfati. „Síðasta sóknin í fyrri hálfleik er líka svona. Miðað við hvernig við erum búnir að spila í vetur þá er þetta mér gjörsamlega óskiljanlegt hvað er að gerast í hausnum á leikmönnum. Við erum búnir að vera frekar agaðir í þessum stöðum og tökum núna tvo leiki í röð þar sem við missum boltann rétt fyrir hálfleik eða lok leiks þegar engin pressa er eða þörf á að flýta sér.“ „Ég því miður bara ekki svör við því af hverju þetta er að gerast.“ Fram tapaði mörgum boltum í dag, sextán boltum alls, og flestir þeirra komu á fyrstu 40 mínútum leiksins. „Flestir þeirra eru ekki undir pressu. Við þurfum að líta í eigin barm með þetta. Við erum búnir að halda takti í öllu þessu rugli í vetur en við virðumst ekki vera að gera það núna.“ ÍBV leiddi með tveimur mörkum í hálfleik en Fram mætti af krafti í síðari hálfleik og komust mest þremur mörkum yfir. „Við erum að skora nærri 30 mörk en auðvitað er vörnin okkar ekki þar sem hún hefur verið í vetur, smá ryð í okkur þar. Þetta snýst um smáatriði og við vorum að henda frá okkur smáatriðum í dag sem kosta okkur dýrmæt stig fyrir úrslitakeppnina.“ „Við töpuðum unnum leik í jafntefli gegn Stjörnunni. Heilt yfir höfum við spilað vel á síðustu mínútum leikja í vetur og í dag erum við að kasta frá okkur allavega einu stigi. Ég er hræddur um að þetta muni telja þegar upp er staðið, ég vona svo sannarlega ekki. Ég get ekki einu sinni verið reiður því ég er svo sorgmæddur,“ sagði Sebastian. Hann bætti við að Fram myndi ekki óska eftir frestun leikja þó Vilhelm Poulsen og Rógvi Christiansen hafi verið kallaðir í færeyska landsliðshópinn sem á leiki framundan. „Við ætlum bara að spila, við græðum ekkert á því að fresta.“
ÍBV Fram Íslenski handboltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða