Tiemoue Bakayoko skoraði fyrra mark Napoli á 11. mínútu en tveimur mínútum síðar tvöfaldaði Victor Osimhen forystuna.
Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 2-0 sigur Napoli sem var ansi mikilvægur í Meistaradeildarbaráttunni.
Napoli er nú í fjórða sætinu með 66 stig eftir 33 leiki, með jafn mörg stig og AC Milan (3. sæti með 66 stig eftir 32 leiki) og Juventus (5. sæti með 66 stig eftir 33 leiki).
AC Milan leikur síðar í kvöld en það er ansi ljóst að það verður ansi hörð barátta um Meistaradeildarsætin á Ítalíu. Atalanta er svo í öðru sætinu með 68 stig eftir 33 leiki.

Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.