Fótbolti

Evrópubaráttan harðnar eftir tap AC Milan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mario Mandzukic svekkir sig í Lazio í kvöld.
Mario Mandzukic svekkir sig í Lazio í kvöld. Paolo Bruno/Getty Images

AC Milan tapaði mikilvægum stigum í Evrópubaráttunni er þeir töpuðu 3-0 fyrir Lazio á útivelli í kvöld.

Leikurinn var síðasti leikur helgarinnar í Seriu A en rosaleg Evrópubarátta er framundan.

Joaquin Correa kom Lazio yfir strax á 2. mínútu og hann tvöfaldaði forystuna á sjöttu mínútu síðari hálfleiks.

Eitt mark var dæmt af Lazio en Ciro Immobile bætti við þriðja marki Lazio á 87. mínútu. Lokatölur 3-0.

Atalanta er nú í öðru sætinu með 68 stig, Napoli er í þriðja sætinu með 66 stig (+36 mörk), Juventus er í fjórða sætinu með 66 stig (+35 mörk) og AC er í í fimmta sætinu, einnig með 66 stig (+19 mörk).

Það er því ansi fjörugar lokaumferðir framundan á Ítalíu en fimm umferðir eru eftir af mótinu. Lazio kemur þar skammt á eftir en þeir eru í sjötta sætinu með 61 stig.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×