Fólkið færist til suðurs og vesturs og þingsætin fylgja Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2021 12:30 Þungamiðjan í íbúafjölda Bandaríkjanna hefur færst mikið til á undanförnum áratugum. AP/Matt Rourke Nýjasta manntal Bandaríkjanna sýnir að Bandaríkjamönnum fjölgaði um einungis 7,4 prósent milli 2010 og 2020 og teljast þeir nú 331 milljón. Það sýnir einnig að sú þróun að íbúar færist til suðurs og vesturs heldur áfram. 435 þingsætum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er dreift á fimmtíu ríki Bandaríkjanna eftir mannfjölda. AP fréttaveitan segir að fólksflutningar Bandaríkjamanna til suðurs og vesturs hafi staðið yfir í 80 ár. Bandaríkjamenn séu að flytja frá norðausturhluta Bandaríkjanna á höttunum eftir nýjum störfum, ódýrara húsnæði og nýjum borgum. Alls færðust sjö þingsæti til vegna fólksflutninga að þessu sinni. Flutningarnir þykja líklegir til að hagnast Repúblikönum vel í næstu þingkosningum en þeir stjórna flestum ríkisþingum og munu geta teiknað upp ný kjördæmi víða og tryggt þannig áframhaldandi yfirburði sína. Niðurstaðan er þó jákvæðari fyrir Demókrata en búist var við. Heilt yfir færðust sjö þingsæti á milli ríkja. Texas bætti við tveimur og Colorado, Flórída, Montana, Norður-Karólína og Oregon bættu hvert við einu. Kalifornía, Illinois, Michigan, New York, Ohio, Pennsylvanía og Vestur-Virginía töpuðu öll einu þingsæti. Í aðdraganda birtingar gagnanna í gær var búist við því að Flórída og Texas myndu fá fleiri þingsæti, á kostnað ríkja þar sem Demókratar eru líklegri til að hljóta atkvæði kjósenda. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Kaliforníu sem ríkið missir þingsæti en fólksfjölgun í þessu fjölmennasta ríki Bandaríkjanna dróst saman á síðasta áratug. Það hefur sömuleiðis vakið athygli að einungis 89 íbúum munaði upp á það að New York myndi ekki tapa þingsæti sínu til Minnesota. New York hefur tapað þingsætum samfleytt frá fimmta áratug síðustu aldar, úr 45 í 26 í dag. Samhliða því hefur þingmönnum Flórída fjölgað úr átta í 28. New York hefur tapað þingsætum samfellt í áratugi.AP/Mark Lennihan Kalifornía er með 52 þingsæti, Texas með 38 og Flórída með 28. New York er með 26. Nú stendur yfir vinna við að teikna upp nýja kjördæmaskipan í ríkjum Bandaríkjanna. Sú vinna fer á fullt í ágúst, þegar birt verður nákvæmt yfirlit yfir hvar fólk býr og búist er við því að henni undir lok þessa árs. Repúblikanar eru í mun betri stöðu til að teikna kjördæmi sér í hag, samkvæmt greiningu Washington Post. Á það sérstaklega við ríki þar sem Repúblikanar stjórna ferlinu alfarið eins og Texas, Flórída, Georgíu og Norður-Karólínu. Nú eru Demókratar með eingöngu fimm manna meirihluta í fulltrúadeildinni og samkvæmt Politico munu breytingarnar nýtast Repúblikönum í að tryggja sér meirihluta þar í kosningum næsta árs. Það að flokkar teikni kjördæmi upp sér í hag kallast Gerrymandering vestanhafs. Hér má sjá útskýringu Washington Post á því hvernig það virkar. Demókratar hafa á undanförnum áratug höfðað mál vegna mjög umdeildra kjördæma og hefur það reynst þeim tiltölulega vel. Þeir koma því að þessari baráttu með þó nokkur dómafordæmi sér í hag. Manntalið hefur einnig áhrif á uppröðun kjörmanna fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum og þar hefur Repúblikönum einnig vaxið ásmegin, sé tekið mið af því hvaða ríki kusu Joe Biden og hvaða ríki kusu Donald Trump í kosningunum í fyrra. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
435 þingsætum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er dreift á fimmtíu ríki Bandaríkjanna eftir mannfjölda. AP fréttaveitan segir að fólksflutningar Bandaríkjamanna til suðurs og vesturs hafi staðið yfir í 80 ár. Bandaríkjamenn séu að flytja frá norðausturhluta Bandaríkjanna á höttunum eftir nýjum störfum, ódýrara húsnæði og nýjum borgum. Alls færðust sjö þingsæti til vegna fólksflutninga að þessu sinni. Flutningarnir þykja líklegir til að hagnast Repúblikönum vel í næstu þingkosningum en þeir stjórna flestum ríkisþingum og munu geta teiknað upp ný kjördæmi víða og tryggt þannig áframhaldandi yfirburði sína. Niðurstaðan er þó jákvæðari fyrir Demókrata en búist var við. Heilt yfir færðust sjö þingsæti á milli ríkja. Texas bætti við tveimur og Colorado, Flórída, Montana, Norður-Karólína og Oregon bættu hvert við einu. Kalifornía, Illinois, Michigan, New York, Ohio, Pennsylvanía og Vestur-Virginía töpuðu öll einu þingsæti. Í aðdraganda birtingar gagnanna í gær var búist við því að Flórída og Texas myndu fá fleiri þingsæti, á kostnað ríkja þar sem Demókratar eru líklegri til að hljóta atkvæði kjósenda. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Kaliforníu sem ríkið missir þingsæti en fólksfjölgun í þessu fjölmennasta ríki Bandaríkjanna dróst saman á síðasta áratug. Það hefur sömuleiðis vakið athygli að einungis 89 íbúum munaði upp á það að New York myndi ekki tapa þingsæti sínu til Minnesota. New York hefur tapað þingsætum samfleytt frá fimmta áratug síðustu aldar, úr 45 í 26 í dag. Samhliða því hefur þingmönnum Flórída fjölgað úr átta í 28. New York hefur tapað þingsætum samfellt í áratugi.AP/Mark Lennihan Kalifornía er með 52 þingsæti, Texas með 38 og Flórída með 28. New York er með 26. Nú stendur yfir vinna við að teikna upp nýja kjördæmaskipan í ríkjum Bandaríkjanna. Sú vinna fer á fullt í ágúst, þegar birt verður nákvæmt yfirlit yfir hvar fólk býr og búist er við því að henni undir lok þessa árs. Repúblikanar eru í mun betri stöðu til að teikna kjördæmi sér í hag, samkvæmt greiningu Washington Post. Á það sérstaklega við ríki þar sem Repúblikanar stjórna ferlinu alfarið eins og Texas, Flórída, Georgíu og Norður-Karólínu. Nú eru Demókratar með eingöngu fimm manna meirihluta í fulltrúadeildinni og samkvæmt Politico munu breytingarnar nýtast Repúblikönum í að tryggja sér meirihluta þar í kosningum næsta árs. Það að flokkar teikni kjördæmi upp sér í hag kallast Gerrymandering vestanhafs. Hér má sjá útskýringu Washington Post á því hvernig það virkar. Demókratar hafa á undanförnum áratug höfðað mál vegna mjög umdeildra kjördæma og hefur það reynst þeim tiltölulega vel. Þeir koma því að þessari baráttu með þó nokkur dómafordæmi sér í hag. Manntalið hefur einnig áhrif á uppröðun kjörmanna fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum og þar hefur Repúblikönum einnig vaxið ásmegin, sé tekið mið af því hvaða ríki kusu Joe Biden og hvaða ríki kusu Donald Trump í kosningunum í fyrra.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira