Mun hærri fjárhæðir í boði fyrir Valskonur og Blika Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2021 09:01 Breiðablik fer í Meistaradeild Evrópu sem ríkjandi Íslandsmeistari. vísir/hulda Íslandsmeistarar Breiðabliks og Valskonur verða á meðal þeirra sem freista þess að komast í nýja riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta sem hleypt verður af stokkunum í haust. Þar verða fleiri tugir milljóna króna í boði. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, greindi í gær frá því að stóraukið fé yrði í boði fyrir liðin í Meistaradeild kvenna frá og með næstu leiktíð. Hingað til hafa íslensk félög vissulega fengið greiðslur eftir því sem þau komast lengra í keppninni en þær upphæðir hafa rétt verið til að mæta ferðakostnaði. Í karlaboltanum skilar það íslenskum félögum tugum milljóna króna í kassann að komast í gegnum hvert stig forkeppni og því hafa Evrópusætin í Pepsi Max-deild karla, sem reyndar hefur fækkað úr fjórum í þrjú vegna lélegs árangurs síðustu ár, verið talin gulls ígildi. Fjórfalt hærri upphæð og hin íslensku félögin treysta á hjálp Breiðabliks og Vals Meistaradeild kvenna færist nú í sömu átt en UEFA segir að 24 milljónum evra, jafnvirði 3,6 milljarða króna, verði dreift til aðildarsambanda vegna keppninnar til að efla knattspyrnu kvenna. Það er fjórfalt hærri upphæð en sú sem útdeilt er vegna yfirstandandi leiktíðar. Breiðablik og Valur leika bæði í Meistaradeildinni í sumar vegna góðs árangurs íslenskra félagsliða á síðustu árum.vísir/hulda Af þessum 3,6 milljörðum króna eru 830 milljónir ætlaðar til að efla kvennastarf hjá félögum sem ekki eru með í Meistaradeildinni en spila með liðum úr keppninni í sinni landsdeild. Þetta mun því gagnast hinum átta liðunum í Pepsi Max-deildinni á Íslandi – ekki bara Breiðabliki og Val – en árangur Blika og Valskvenna ræður því hve hátt hlutfall af upphæðinni íslensk félög fá. Fá að lágmarki 60 milljónir fyrir að spila í riðlakeppninni Breiðablik og Valur þurfa að komast í gegnum tvö stig forkeppni, í ágúst og september, til að fá að leika í 16 liða riðlakeppninni sem svo tekur við í haust. Þar verður leikið í fjórum fjögurra liða riðlum, svipað og þekkist í Meistaradeild karla. Tvö efstu lið hvers riðils komast svo í átta liða úrslitakeppni. UEFA segir að lið sem leiki í riðlakeppninni fái að lágmarki 400.000 evrur hvert í sinn vasa, jafnvirði 60 milljóna króna. Sigurvegari keppninnar getur fengið allt að 210 milljónum króna í verðlaun. Þekkja það að vera á meðal 16 efstu í Evrópu Íslensk félagslið hafa á síðustu árum náð góðum árangri í Meistaradeildinni og það er ástæðan fyrir því að Ísland á nú tvö sæti í keppninni í stað eins. Valskonur rétt misstu reyndar af sæti í 32-liða úrslitum í fyrra eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Glasgow City, en kórónuveirufaraldurinn hafði mikil áhrif á keppnina í fyrra sem og á leikform Valskvenna. Valskonur töpuðu með grátlegum hætti gegn Glasgow City í vetur. Þær fengu undanþágu frá samkomutakmörkunum til að spila leikinn.vísir/vilhelm Á síðasta „eðlilega“ tímabili, 2019-20, komust Blikar í 16-liða úrslit sem samkvæmt nýja fyrirkomulaginu myndi jafngilda því að leika í riðlakeppninni í október, nóvember og desember. Stjarnan komst einnig í 16-liða úrslit tímabilið 2017-18. Á árum áður, 2005-2008, komust Valur og Breiðablik ítrekað í 16- og jafnvel 8-liða úrslit en þá var fyrirkomulag keppninnar í raun nokkuð líkt því nýja sem nú tekur við því leikið var í fjórum riðlum í 16-liða úrslitum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, greindi í gær frá því að stóraukið fé yrði í boði fyrir liðin í Meistaradeild kvenna frá og með næstu leiktíð. Hingað til hafa íslensk félög vissulega fengið greiðslur eftir því sem þau komast lengra í keppninni en þær upphæðir hafa rétt verið til að mæta ferðakostnaði. Í karlaboltanum skilar það íslenskum félögum tugum milljóna króna í kassann að komast í gegnum hvert stig forkeppni og því hafa Evrópusætin í Pepsi Max-deild karla, sem reyndar hefur fækkað úr fjórum í þrjú vegna lélegs árangurs síðustu ár, verið talin gulls ígildi. Fjórfalt hærri upphæð og hin íslensku félögin treysta á hjálp Breiðabliks og Vals Meistaradeild kvenna færist nú í sömu átt en UEFA segir að 24 milljónum evra, jafnvirði 3,6 milljarða króna, verði dreift til aðildarsambanda vegna keppninnar til að efla knattspyrnu kvenna. Það er fjórfalt hærri upphæð en sú sem útdeilt er vegna yfirstandandi leiktíðar. Breiðablik og Valur leika bæði í Meistaradeildinni í sumar vegna góðs árangurs íslenskra félagsliða á síðustu árum.vísir/hulda Af þessum 3,6 milljörðum króna eru 830 milljónir ætlaðar til að efla kvennastarf hjá félögum sem ekki eru með í Meistaradeildinni en spila með liðum úr keppninni í sinni landsdeild. Þetta mun því gagnast hinum átta liðunum í Pepsi Max-deildinni á Íslandi – ekki bara Breiðabliki og Val – en árangur Blika og Valskvenna ræður því hve hátt hlutfall af upphæðinni íslensk félög fá. Fá að lágmarki 60 milljónir fyrir að spila í riðlakeppninni Breiðablik og Valur þurfa að komast í gegnum tvö stig forkeppni, í ágúst og september, til að fá að leika í 16 liða riðlakeppninni sem svo tekur við í haust. Þar verður leikið í fjórum fjögurra liða riðlum, svipað og þekkist í Meistaradeild karla. Tvö efstu lið hvers riðils komast svo í átta liða úrslitakeppni. UEFA segir að lið sem leiki í riðlakeppninni fái að lágmarki 400.000 evrur hvert í sinn vasa, jafnvirði 60 milljóna króna. Sigurvegari keppninnar getur fengið allt að 210 milljónum króna í verðlaun. Þekkja það að vera á meðal 16 efstu í Evrópu Íslensk félagslið hafa á síðustu árum náð góðum árangri í Meistaradeildinni og það er ástæðan fyrir því að Ísland á nú tvö sæti í keppninni í stað eins. Valskonur rétt misstu reyndar af sæti í 32-liða úrslitum í fyrra eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Glasgow City, en kórónuveirufaraldurinn hafði mikil áhrif á keppnina í fyrra sem og á leikform Valskvenna. Valskonur töpuðu með grátlegum hætti gegn Glasgow City í vetur. Þær fengu undanþágu frá samkomutakmörkunum til að spila leikinn.vísir/vilhelm Á síðasta „eðlilega“ tímabili, 2019-20, komust Blikar í 16-liða úrslit sem samkvæmt nýja fyrirkomulaginu myndi jafngilda því að leika í riðlakeppninni í október, nóvember og desember. Stjarnan komst einnig í 16-liða úrslit tímabilið 2017-18. Á árum áður, 2005-2008, komust Valur og Breiðablik ítrekað í 16- og jafnvel 8-liða úrslit en þá var fyrirkomulag keppninnar í raun nokkuð líkt því nýja sem nú tekur við því leikið var í fjórum riðlum í 16-liða úrslitum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira