Stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft á morgun Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2021 11:38 Fyrsta hluta geimstöðvarinnar verður skotið á loft með Long March 5B eldflaug. AP/Guo Wenbin Starfsmenn Geimvísindastofnunar Kína stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar þeirra á loft á morgun. Þetta verður fyrsta af ellefu geimskotum sem tengjast byggingu geimstöðvarinnar, sem taka á í gagnið undir lok næsta árs. Geimstöðin ber heitið Tianhe eða Himneskt samlyndi. Fyrsta hluta hennar verður skotið á loft frá eyjunni Hainan á Long March 5B eldflaug, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Seinna meir stendur til að senda upp tvo hluta geimstöðvarinnar til viðbótar, auk fjögurra birgðaskipa og fjögurra mannaðra geimferða, þar sem geimfarar munu vinna að því að ljúka gerð geimstöðvarinnar. Þá er verið að þjálfa tólf geimfara sem senda á til geimstöðvarinnar og munu búa þar. Þrír geimfarar munu geta búið þar í um hálft ár í senn. Fullkláruð á geimstöðin að vera um 66 tonn að þyngd, sem er töluvert minna en Alþjóðlega geimstöðin sem er um 450 tonn. Mögulegt verður þó að stækja Tianhe í framtíðinni. Undirbúningur Kínverja hófst á tíunda áratug síðustu aldar en Kína var meinuð aðkoma að alþjóðlegu geimstöðinni, að hluta til vegna tengsla Geimvísindastofnunar Kína við her landsins og þeirrar leyndar sem hvílir yfir störfum hennar. Á síðustu árum hefur tveimur frumgerðum að geimstöð verið skotið á braut um jörðu frá Kína. Tiangong-1 var skotið á loft árið 2011 en árið 2016 misstu Kínverjar stjórn á henni og hún brann upp í gufuhvolfinu. Tiangong-2 var látið brenna upp árið 2018. Þegar Tianhe verður tilbúin verða tvær geimstöðvar á braut um jörðu. Þá segjast Rússar ætla að gera sína eigin geimstöð á næstu árum. Á tiltölulega skömmum tíma hafa Kínverjar byggt upp töluverða reynslu í geimferðum. Kína varð þriðja ríkið til að senda menn út í geim sjálfstætt árið 2003, á eftir Sovétríkjunum og Bandaríkjunum. Þá hafa Kínverjar sent geimför til tunglsins og stendur til að lenda vélmenni á Mars á næstu vikum. Þá hafa ráðmenn í Kína sagt að til standi að reyna að koma upp geimstöð á tunglinu. Kína Geimurinn Tækni Tunglið Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Geimstöðin ber heitið Tianhe eða Himneskt samlyndi. Fyrsta hluta hennar verður skotið á loft frá eyjunni Hainan á Long March 5B eldflaug, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Seinna meir stendur til að senda upp tvo hluta geimstöðvarinnar til viðbótar, auk fjögurra birgðaskipa og fjögurra mannaðra geimferða, þar sem geimfarar munu vinna að því að ljúka gerð geimstöðvarinnar. Þá er verið að þjálfa tólf geimfara sem senda á til geimstöðvarinnar og munu búa þar. Þrír geimfarar munu geta búið þar í um hálft ár í senn. Fullkláruð á geimstöðin að vera um 66 tonn að þyngd, sem er töluvert minna en Alþjóðlega geimstöðin sem er um 450 tonn. Mögulegt verður þó að stækja Tianhe í framtíðinni. Undirbúningur Kínverja hófst á tíunda áratug síðustu aldar en Kína var meinuð aðkoma að alþjóðlegu geimstöðinni, að hluta til vegna tengsla Geimvísindastofnunar Kína við her landsins og þeirrar leyndar sem hvílir yfir störfum hennar. Á síðustu árum hefur tveimur frumgerðum að geimstöð verið skotið á braut um jörðu frá Kína. Tiangong-1 var skotið á loft árið 2011 en árið 2016 misstu Kínverjar stjórn á henni og hún brann upp í gufuhvolfinu. Tiangong-2 var látið brenna upp árið 2018. Þegar Tianhe verður tilbúin verða tvær geimstöðvar á braut um jörðu. Þá segjast Rússar ætla að gera sína eigin geimstöð á næstu árum. Á tiltölulega skömmum tíma hafa Kínverjar byggt upp töluverða reynslu í geimferðum. Kína varð þriðja ríkið til að senda menn út í geim sjálfstætt árið 2003, á eftir Sovétríkjunum og Bandaríkjunum. Þá hafa Kínverjar sent geimför til tunglsins og stendur til að lenda vélmenni á Mars á næstu vikum. Þá hafa ráðmenn í Kína sagt að til standi að reyna að koma upp geimstöð á tunglinu.
Kína Geimurinn Tækni Tunglið Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira