Fótbolti

Koeman veltir sér ekki upp úr sögu­sögnum um Messi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Koeman vonast til þess að vinna áfram með Messi á næstu leiktíð.
Koeman vonast til þess að vinna áfram með Messi á næstu leiktíð. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images

Ronald Koeman, stjóri Barcelona, vonast til þess að Argentínumaðurinn Lionel Messi klári feril sinn hjá Barcelona en samningur hans rennur út í sumar.

Lionel Messi er að renna út af samningi í sumar og eftir allt fjaðrafokið síðasta sumar hefur hann reglulega verið orðaður burt frá spænska risanum.

Í gær birtist svo enn ein fréttin um framtíð Messi þar sem sagt var frá því að Messi biði þriggja ára samningur hjá frönsku meisturunum í PSG.

Þetta truflar ekki stjóra Barcelona.

„Þetta vekur ekki áhuga minn, ef ég á að vera hreinskilinn, því ég veit ekki hvort að þetta sé satt,“ sagði Koeman.

„Ég vona að Leo verði áfram hjá okkur og ég hef sagt það oft. Í mínum augum ætti hann að klára ferilinn hér en það er hans að ákveða.“

„Ég er bara með áhyggjur af leiknum á morgun og svo sjáum við hvað gerist eftir tímabilið,“ bætti Koeman við.

Barcelona mætir Granada á heimavelli á morgun og getur skotist á topp La Liga með sigri.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×