Halldór Karl: Frábært að hafa tryggt okkur sæti í úrslitakeppninni Andri Már Eggertsson skrifar 28. apríl 2021 21:30 Halldór Karl Þórsson var hæst ánægður með leik kvöldsins Vísir/Fjölnir Karfa Fjölnir unnu mikilvægan sigur á Haukum í kvöld. Leikurinn endaði 73 - 65 og geta nú Fjölnir átt sæta skipti við Hauka sem eru í þriðja sæti ef allt fer að óskum. Halldór Karl Þórsson þjálfari Fjölnis var himinlifandi með frammistöðuna sem stelpurnar hans sýndu í kvöld og þá sérstaklega í seinni hálfleik. „Eftir þennan sigur horfum við hýrum augum á þriðja sætið í töflunni sem er orðið góður möguleiki eftir leik kvöldsins. Það er frábært að við séum búnar að tryggja okkur sæti í úrslitakeppninni sem var stóra markmiðið á tímabilinu," sagði Halldór Karl. Haukar áttu góðan kafla í fyrri hálfleik sem þær unnu með 13 stigum og voru gestirnir 5 stigum yfir þegar liðin héldu til hálfleiks. „Í þessum kafla spiluðu Haukarnir frábæra vörn á okkur og ýttu okkur úr aðgerðunum sem við vildum fara í, það var jákvætt að vörnin okkar stóð líka vaktina," sagði Halldór sem var ánægður með að Haukarnir skoruðu bara 34 stig í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn var í algeri eign Fjölnis og varð það til þess að liðið vann þennan leik. „Við fengum gott framlag frá öllu liðinu í kvöld bæði byrjunarliðinu og bekknum sem varð til þess að við unnum leikinn." Ariel Hearn var frábær í liði Fjölnis í kvöld hún gerði 23 stig í kvöld og var þjálfari hennar gríðalega sáttur með hennar spilamennsku. „Hún er ótrúlegur karakter, hún var ósátt með spilamennsku sína í fyrri hálfleik og fór í smá hugleiðslu fyrir seinni hálfleikinn sem skilaði góðu verki. Allir í klúbbnum njóta góðs af því að hafa hana hérna, hún gefur mikið af sér til yngri flokkana og líta allir mjög upp til hennar bæði karla og kvenna," sagði Halldór að lokum. Fjölnir Dominos-deild kvenna Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Halldór Karl Þórsson þjálfari Fjölnis var himinlifandi með frammistöðuna sem stelpurnar hans sýndu í kvöld og þá sérstaklega í seinni hálfleik. „Eftir þennan sigur horfum við hýrum augum á þriðja sætið í töflunni sem er orðið góður möguleiki eftir leik kvöldsins. Það er frábært að við séum búnar að tryggja okkur sæti í úrslitakeppninni sem var stóra markmiðið á tímabilinu," sagði Halldór Karl. Haukar áttu góðan kafla í fyrri hálfleik sem þær unnu með 13 stigum og voru gestirnir 5 stigum yfir þegar liðin héldu til hálfleiks. „Í þessum kafla spiluðu Haukarnir frábæra vörn á okkur og ýttu okkur úr aðgerðunum sem við vildum fara í, það var jákvætt að vörnin okkar stóð líka vaktina," sagði Halldór sem var ánægður með að Haukarnir skoruðu bara 34 stig í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn var í algeri eign Fjölnis og varð það til þess að liðið vann þennan leik. „Við fengum gott framlag frá öllu liðinu í kvöld bæði byrjunarliðinu og bekknum sem varð til þess að við unnum leikinn." Ariel Hearn var frábær í liði Fjölnis í kvöld hún gerði 23 stig í kvöld og var þjálfari hennar gríðalega sáttur með hennar spilamennsku. „Hún er ótrúlegur karakter, hún var ósátt með spilamennsku sína í fyrri hálfleik og fór í smá hugleiðslu fyrir seinni hálfleikinn sem skilaði góðu verki. Allir í klúbbnum njóta góðs af því að hafa hana hérna, hún gefur mikið af sér til yngri flokkana og líta allir mjög upp til hennar bæði karla og kvenna," sagði Halldór að lokum.
Fjölnir Dominos-deild kvenna Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira