PSG komst yfir í leiknum með marki Marquinhos eftir hornspyrnu en hægt og rólega tóku gestirnir yfir leikinn.
Kevin De Bruyne jafnaði metin í byrjun síðari hálfleiks fyrir City og sigurmarkið skoraði svo Riyad Mahrez.
Yfirburðir City voru miklir í síðari hálfleiknum og það sést á tölfræðinni úr leiknum.
PSG átti nefnilega ekki skot á mark City frá 28. mínútu og út allan leikinn.
PSG did not have a single shot on target after the 28th minute against Man City.
— Squawka Football (@Squawka) April 28, 2021
They had just one shot in total in the second half. 😳 pic.twitter.com/0DNOC24mwH
Þeir áttu eitt skot í síðari hálfleik en það hitti ekki markið.
Kylian Mbappe hefur einnig átt betri leik í búningi PSG en hann náði sér ekki á strik í kvöld.
Hann spilaði allan leikinn og átti ekki skot í átt að marki en þetta er í fyrsta skipti í Meistaradeildinni sem Mbappe spilar heilan leik án þess að skjóta í átt að markinu.
0 - Tonight was the first time Kylian Mbappé completed 90 minutes in a UEFA Champions League match and failed to attempt a single shot. Subdued. #UCL
— OptaJoe (@OptaJoe) April 28, 2021