Svartíminn átta vikur á næstunni: Kenna Krabbameinsfélaginu og Covid-19 um langan biðtíma Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. apríl 2021 10:24 „Leghálskrabbamein þróast yfirleitt 10-30 árum eftir að kona smitast af HPV. Því hefur töf á skimun eða svörum við henni um vikur, mánuði eða jafnvel ár þannig sjaldan áhrif á heilsu heilbrigðra einkennalausra kvenna,“ segir í tilkynningu heilsugæslunnar. Getty Svartími vegna leghálssýna verður átta vikur á næstunni, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að vel gangi að koma sýnum út og svör berist innan þriggja vikna frá komu á rannsóknarstofuna. Leghálssýnin eru rannsökuð á Hvidovre-sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Í tilkynningunni segir að átta vikna svartímann megi meðal annars rekja til uppsafnaðra sýna frá fyrri þjónustuaðila, aukins fjölda sýna, Covid-19 og skráningar í skimunarskrá Embættis landslæknis. „Fyrri þjónustuaðili“ er Krabbameinsfélag Íslands en ítrekað hefur verið greint frá því að um 2.000 sýni voru órannsökuð þegar heilsugæslan tók við verkefninu. Þess ber þó að geta að stjórnendur KÍ höfðu gert heilbrigðisráðuneytinu grein fyrir því í október að þessar aðstæður myndu skapast þegar verkefnið skipti um hendur og lagt til lausnir. Heilbrigðisráðuneytið sagðist hins vegar ekki telja þörf á því að fresta því að KÍ hætti að taka sýni (30. nóvember) en þó var ekki gengið frá samningnum við Hvidovre fyrr en í febrúar. Fram að þeim tíma lágu umrædd sýni óhreyfð hjá heilsugæslunni. Í tilkynningunni sem birtist á heimasíðu heilsugæslunnar í gær segir að þegar búið verði að vinna upp töf og launsir á skráningu í skimunarskrá verði komnar til framkvæmda verði hægt að uppfylla alþjóðlega gæðastaðla. Þeir staðlar kveði á um að yfir 80 prósent kvenna fái niðurstöðu innan fjögurra vikna frá því að sýni er tekið og allar konur fái niðurstöðu innan sex vikna. Þessi fyrirheit eru í hróplegu ósamræmi við þau tímamörk sem Kristján Oddson, yfirmaður samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana, talaði um þegar Vísir ræddi við hann í lok janúar, þegar hyllti í samning við Hvidovre. Þá sagði Kristján að konur fengju niðurstöðu innan tíu til fjórtán daga, að hámarki. Hafa ber í huga í þessu samhengi að þegar leghálsskimunin fluttist frá Krabbameinsfélaginu yfir til heilsugæslunnar var jafnframt tekin upp sú breyting að HPV greining, það er að segja skimun fyrir HPV veirunni, er fyrsta rannsókn. Meirihluti sýnanna sem fara til Kaupmannahöfns eru því aðeins HPV greind. Landspítalinn hefur lýst því yfir að hann geti auðveldlega tekið að sér umræddar rannsóknir, ekki síst með tilkomu nýs tækis sem einnig er notað við skimun fyrir Covid-19, og að svartíminn yrði í mesta lagi þrír dagar. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Meta árlegan kostnað við leghálsýnarannsóknir 99 milljónir króna Landspítalinn metur árlegan kostnað við rannsóknir á leghálssýnum um 99 milljónir króna. Þetta kemur fram í kostnaðargreiningu sem spítalinn skilaði heilbrigðisráðuneytinu 15. mars síðastliðinn. 9. apríl 2021 08:12 Rannsóknir á leghálssýnum útboðsskyldar en engin útboðsvinna í gangi Fulltrúar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu funduðu með Ríkiskaupum í júní síðastliðnum vegna rannsókna á leghálssýnum. Á fundinum voru þeir upplýstir um að verkefnið væri útboðsskylt en það var metið á um 140 milljónir króna. 24. mars 2021 07:30 Landspítalinn var búinn að gefa jákvætt svar við að taka við leghálssýnarannsóknum Ákvörðun um að leita til erlendra aðila til að taka við rannsóknum á leghálssýnum var ekki tekinn fyrr en eftir miðjan nóvember síðastliðinn. Þá lá fyrir að Landspítalinn taldi sig geta tekið við rannsóknunum en heilbrigðisráðuneytið mat kostnaðinn of mikinn. 17. mars 2021 11:20 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Leghálssýnin eru rannsökuð á Hvidovre-sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Í tilkynningunni segir að átta vikna svartímann megi meðal annars rekja til uppsafnaðra sýna frá fyrri þjónustuaðila, aukins fjölda sýna, Covid-19 og skráningar í skimunarskrá Embættis landslæknis. „Fyrri þjónustuaðili“ er Krabbameinsfélag Íslands en ítrekað hefur verið greint frá því að um 2.000 sýni voru órannsökuð þegar heilsugæslan tók við verkefninu. Þess ber þó að geta að stjórnendur KÍ höfðu gert heilbrigðisráðuneytinu grein fyrir því í október að þessar aðstæður myndu skapast þegar verkefnið skipti um hendur og lagt til lausnir. Heilbrigðisráðuneytið sagðist hins vegar ekki telja þörf á því að fresta því að KÍ hætti að taka sýni (30. nóvember) en þó var ekki gengið frá samningnum við Hvidovre fyrr en í febrúar. Fram að þeim tíma lágu umrædd sýni óhreyfð hjá heilsugæslunni. Í tilkynningunni sem birtist á heimasíðu heilsugæslunnar í gær segir að þegar búið verði að vinna upp töf og launsir á skráningu í skimunarskrá verði komnar til framkvæmda verði hægt að uppfylla alþjóðlega gæðastaðla. Þeir staðlar kveði á um að yfir 80 prósent kvenna fái niðurstöðu innan fjögurra vikna frá því að sýni er tekið og allar konur fái niðurstöðu innan sex vikna. Þessi fyrirheit eru í hróplegu ósamræmi við þau tímamörk sem Kristján Oddson, yfirmaður samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana, talaði um þegar Vísir ræddi við hann í lok janúar, þegar hyllti í samning við Hvidovre. Þá sagði Kristján að konur fengju niðurstöðu innan tíu til fjórtán daga, að hámarki. Hafa ber í huga í þessu samhengi að þegar leghálsskimunin fluttist frá Krabbameinsfélaginu yfir til heilsugæslunnar var jafnframt tekin upp sú breyting að HPV greining, það er að segja skimun fyrir HPV veirunni, er fyrsta rannsókn. Meirihluti sýnanna sem fara til Kaupmannahöfns eru því aðeins HPV greind. Landspítalinn hefur lýst því yfir að hann geti auðveldlega tekið að sér umræddar rannsóknir, ekki síst með tilkomu nýs tækis sem einnig er notað við skimun fyrir Covid-19, og að svartíminn yrði í mesta lagi þrír dagar.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Meta árlegan kostnað við leghálsýnarannsóknir 99 milljónir króna Landspítalinn metur árlegan kostnað við rannsóknir á leghálssýnum um 99 milljónir króna. Þetta kemur fram í kostnaðargreiningu sem spítalinn skilaði heilbrigðisráðuneytinu 15. mars síðastliðinn. 9. apríl 2021 08:12 Rannsóknir á leghálssýnum útboðsskyldar en engin útboðsvinna í gangi Fulltrúar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu funduðu með Ríkiskaupum í júní síðastliðnum vegna rannsókna á leghálssýnum. Á fundinum voru þeir upplýstir um að verkefnið væri útboðsskylt en það var metið á um 140 milljónir króna. 24. mars 2021 07:30 Landspítalinn var búinn að gefa jákvætt svar við að taka við leghálssýnarannsóknum Ákvörðun um að leita til erlendra aðila til að taka við rannsóknum á leghálssýnum var ekki tekinn fyrr en eftir miðjan nóvember síðastliðinn. Þá lá fyrir að Landspítalinn taldi sig geta tekið við rannsóknunum en heilbrigðisráðuneytið mat kostnaðinn of mikinn. 17. mars 2021 11:20 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Meta árlegan kostnað við leghálsýnarannsóknir 99 milljónir króna Landspítalinn metur árlegan kostnað við rannsóknir á leghálssýnum um 99 milljónir króna. Þetta kemur fram í kostnaðargreiningu sem spítalinn skilaði heilbrigðisráðuneytinu 15. mars síðastliðinn. 9. apríl 2021 08:12
Rannsóknir á leghálssýnum útboðsskyldar en engin útboðsvinna í gangi Fulltrúar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu funduðu með Ríkiskaupum í júní síðastliðnum vegna rannsókna á leghálssýnum. Á fundinum voru þeir upplýstir um að verkefnið væri útboðsskylt en það var metið á um 140 milljónir króna. 24. mars 2021 07:30
Landspítalinn var búinn að gefa jákvætt svar við að taka við leghálssýnarannsóknum Ákvörðun um að leita til erlendra aðila til að taka við rannsóknum á leghálssýnum var ekki tekinn fyrr en eftir miðjan nóvember síðastliðinn. Þá lá fyrir að Landspítalinn taldi sig geta tekið við rannsóknunum en heilbrigðisráðuneytið mat kostnaðinn of mikinn. 17. mars 2021 11:20