Tugir þúsunda strangtrúaðra gyðinga komu þar saman og var um langstærsta viðburð í Ísrael að ræða síðan kórónuveirufaraldurinn hófst.
Benjamín Netanjahú lýsir atvikinu sem þungbærum harmleik og segist biðja fyrir fórnarlömbunum.
Slysið var um klukkan tíu í gærkvöldi að íslenskum tíma og svo virðist sem fólk hafi runnið til í tröppum þar sem það var á göngu í fjallshlíðinni, sem hafi orsakað gríðarlegan troðning hjá þeim sem komu á eftir.
Vel hefur gengið í baráttunni við veiruna í Ísrael og því hafði ýmsum samkomutakmörkunum verið aflétt. Læknar höfðu þó varað við því að hátíðin fengi að fara fram.