Klárum leikinn - fyrir fjölskyldur Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 30. apríl 2021 17:00 Fjölskyldan skipar stóran sess í íslensku samfélagi. Fjölskyldur eru jafn mismunandi eins og þær eru margar. Til þess að skapa gott samfélag er lykilatriði að hlúa vel að fjölskyldum landsins. Það hefur ávallt verið stefna Framsóknarflokksins að styðja við fjölskyldur. Góð fjölskyldueining er undirstaða að framtíð barna. Tekjur heimilisins geta haft áhrif á heilsu og líðan og dregið úr samveru og gæðastundum. Síðasta ár hefur verið erfitt fyrir margar fjölskyldur en nú sér vonandi fyrir endann á þessum faraldri. Bólusetningar ganga vel og áður en við vitum af verða hjól atvinnulífsins aftur kominn í gang, og vonandi öflugri en aldrei fyrr. Þangað til að samfélagið og fjölskyldur landsins hafa komist í gegnum brimskaflinn er stjórnvöldum ljúft og skylt að styðja við fólkið í landinu. Barnabótaauki Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðir til þess að styðja við fjölskyldur og atvinnulíf. Hér er um að ræða fjölþættar aðgerðir til þess að styðja bæði við heimili og fyrirtæki á lokametrum baráttunnar við heimsfaraldurinn. Einn liður í aðgerðum til þess að mæta efnahagslegum áhrifum Covid-19 er sérstakur barnabótaauki. Allir þeir sem fá greiddar tekjutengdar barnabætur fá greiddan sérstakan 30 þúsund króna barnabótaauka með hverju barni við álagningu opinberra gjalda einstaklinga í lok maí 2021. Ferðagjöf Ferðagjöfin er endurvakin, hún styrkir bæði fjölskyldur til ferðalaga innanlands sem og innlend ferðaþjónustufyrirtæki. Ferðagjöfin verður með sama sniði og í fyrra úrræði, þar sem landsmenn fá fjárhagslegan hvata til að njóta íslenskrar ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan á Íslandi hefur orðið fyrir miklum búsifjum síðastliðið ár og því er stuðningur sem þessi mikilvægur. Ef við náum að koma fyrirtækjum í ferðaþjónustu í gegnum brimið þá verður viðspyrnan hraðari. Í góðu árferði skapar ferðaþjónustan fjölda starfa og miklar gjaldeyristekjur. Ég hvet landsmenn til að nýta ferðagjöfina í að gera eitthvað saman með fjölskyldunni, hvort sem það er stórt eða lítið. Það sem eftir stendur eru vonandi góðar minningar fyrir börn og fullorðna og öflugri ferðaþjónustufyrirtæki í landinu. Geðheilbrigði þjóðar Eftir erfiðleika síðasta árs er einnig mikilvægt að huga að geðheilbrigðismálum. Ákveðið hefur verið að leggja 600 m. kr. viðbótarframlag til geðheilbrigðismála fyrir börn og ungmenni ásamt 200 m. kr. vegna aðgerða í aðgerðaráætlun félagsmálaráðuneytisins um viðspyrnu gegn neikvæðum áhrifum Covid-19 á börn, eldri borgara, öryrkja, fólk af erlendum uppruna og öðrum félagslega viðkvæmum hópum. Margir hafa átt erfitt á síðustu misserum og útlit er fyrir að erfiðleikar síðustu mánaða geti valdið eftirköstum. Félagslegt og líkamlegt heilbrigði jafnt sem andlegt og tilfinningalegt jafnvægi er samofið velgengni í einkalífi og starfi. Með því að hlúa að geðheilbrigði hlúum við að fjölskyldum landsins. Hér hef ég stiklað á stóru, en fleiri aðgerðir eru í pakkanum. Það mikilvægasta af öllu er að standa saman á lokametrum baráttunnar við veiruna. Það sést til lands, við erum að koma í mark. Klárum þetta saman, klárum leikinn! Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Fjölskyldan skipar stóran sess í íslensku samfélagi. Fjölskyldur eru jafn mismunandi eins og þær eru margar. Til þess að skapa gott samfélag er lykilatriði að hlúa vel að fjölskyldum landsins. Það hefur ávallt verið stefna Framsóknarflokksins að styðja við fjölskyldur. Góð fjölskyldueining er undirstaða að framtíð barna. Tekjur heimilisins geta haft áhrif á heilsu og líðan og dregið úr samveru og gæðastundum. Síðasta ár hefur verið erfitt fyrir margar fjölskyldur en nú sér vonandi fyrir endann á þessum faraldri. Bólusetningar ganga vel og áður en við vitum af verða hjól atvinnulífsins aftur kominn í gang, og vonandi öflugri en aldrei fyrr. Þangað til að samfélagið og fjölskyldur landsins hafa komist í gegnum brimskaflinn er stjórnvöldum ljúft og skylt að styðja við fólkið í landinu. Barnabótaauki Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðir til þess að styðja við fjölskyldur og atvinnulíf. Hér er um að ræða fjölþættar aðgerðir til þess að styðja bæði við heimili og fyrirtæki á lokametrum baráttunnar við heimsfaraldurinn. Einn liður í aðgerðum til þess að mæta efnahagslegum áhrifum Covid-19 er sérstakur barnabótaauki. Allir þeir sem fá greiddar tekjutengdar barnabætur fá greiddan sérstakan 30 þúsund króna barnabótaauka með hverju barni við álagningu opinberra gjalda einstaklinga í lok maí 2021. Ferðagjöf Ferðagjöfin er endurvakin, hún styrkir bæði fjölskyldur til ferðalaga innanlands sem og innlend ferðaþjónustufyrirtæki. Ferðagjöfin verður með sama sniði og í fyrra úrræði, þar sem landsmenn fá fjárhagslegan hvata til að njóta íslenskrar ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan á Íslandi hefur orðið fyrir miklum búsifjum síðastliðið ár og því er stuðningur sem þessi mikilvægur. Ef við náum að koma fyrirtækjum í ferðaþjónustu í gegnum brimið þá verður viðspyrnan hraðari. Í góðu árferði skapar ferðaþjónustan fjölda starfa og miklar gjaldeyristekjur. Ég hvet landsmenn til að nýta ferðagjöfina í að gera eitthvað saman með fjölskyldunni, hvort sem það er stórt eða lítið. Það sem eftir stendur eru vonandi góðar minningar fyrir börn og fullorðna og öflugri ferðaþjónustufyrirtæki í landinu. Geðheilbrigði þjóðar Eftir erfiðleika síðasta árs er einnig mikilvægt að huga að geðheilbrigðismálum. Ákveðið hefur verið að leggja 600 m. kr. viðbótarframlag til geðheilbrigðismála fyrir börn og ungmenni ásamt 200 m. kr. vegna aðgerða í aðgerðaráætlun félagsmálaráðuneytisins um viðspyrnu gegn neikvæðum áhrifum Covid-19 á börn, eldri borgara, öryrkja, fólk af erlendum uppruna og öðrum félagslega viðkvæmum hópum. Margir hafa átt erfitt á síðustu misserum og útlit er fyrir að erfiðleikar síðustu mánaða geti valdið eftirköstum. Félagslegt og líkamlegt heilbrigði jafnt sem andlegt og tilfinningalegt jafnvægi er samofið velgengni í einkalífi og starfi. Með því að hlúa að geðheilbrigði hlúum við að fjölskyldum landsins. Hér hef ég stiklað á stóru, en fleiri aðgerðir eru í pakkanum. Það mikilvægasta af öllu er að standa saman á lokametrum baráttunnar við veiruna. Það sést til lands, við erum að koma í mark. Klárum þetta saman, klárum leikinn! Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar