Arnar Helgi ætlar að hjóla 400 kílómetra með höndunum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. apríl 2021 20:04 Arnar Helgi er með frábæra æfingastöðu á heimili sínu í Innri Njarðvík í Reykjanesbæ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er fátt eða ekkert, sem stoppar Arnar Helga Lárusson í Reykjanesbæ því hann ætlar sér að hjóla fjögur hundruð kílómetra með höndunum á sólarhring á Suðurlandi í sumar. Arnar er lamaður frá brjósti eftir mótorhjólaslys. Arnar Helgi býr í Innri Njarðvík í Reykjanesbæ með fjölskyldu sinni. Hann lamaðist eftir mótorhjólaslys árið 2002. Hann er algjör nagli og lætur ekkert stoppa sig í lífinu. Nú er hann að æfa sig að hjóla undir yfirskriftinni „Sem fuglinn fljúgandi. Hann klæðir sig í íþróttapeysuna inn í bílskúr áður en farið er upp á aðra hæð með lyftu þar sem hann er með hjólið sitt. Fyrir framan hann á hjólinu er stórt sjónvarp þar sem hann sér sig hjóla upp holt og hæðir. Arnar fær sér næringarefni fyrir hverja æfingu. „Það besta sem þú færð er náttúrulega bara góður matur, það er númer eitt, tvö og þrjú í svona miklum æfingum, það er að næra sig vel, þú getur ekki gert þetta án góðrar næringar. Síðustu sjö vikur hef ég aldrei hjólað undir 400 kílómetrum. Eins og í fyrradag hjólaði ég 200 kílómetra. Þá tek ég náttúrulega daginn eftir frí, það er ekkert annað hægt, það eru að detta af þér hendurnar, þú getur varla lokað lófunum,“ segir Arnar Helgi. Sóley Bára Garðarsdóttir, eiginkona Arnar Helga og Arnar eru mjög dugleg að fara út að hjóla saman. Arnar Helgi ætlar að hjóla í sumar 400 kílómetra á innan við sólarhring á Suðurlandi og vekja þannig athygli á hreyfingu fyrir hreyfihamlaða og safna í leiðinni fyrir fjórum rafmagns fjallahjólum fyrir hreyfihamlaða en Arnar er formaður Sem samtakanna, sem eru samtök endurhæfðra mænuskaddaðra. Samtökin myndu hafa umsjón með hjólunum en hvert þeirra kostar tvær og hálfa milljón króna. Verkefnið er unnið í samstarfi við Íþróttafélag fatlaðra. Margir myndu segja að Arnar Helgi væri ofvirkur í veikri merkingu þess orðs. „Nei, nei, er bara duglegur,“ segir hann hlægjandi. En tekur Arnar æfingarnar í einni beit eða hvílir hann sig á milli? Börn Sóleyjar og Arnars eru líka mjög dugleg að fara út með foreldrum sínum að hjóla en þau heita Jón Garðar, Helgi Rafn og Íris Brynja.Aðsend „Ég stoppa aldrei, eins og þegar ég hjólaði 200 kílómetra í fyrradag stoppaði ég aldrei. En stundum stoppa ég ef ég þarf að pissa en það er þó mjög misjafnt.“ Arnar Helgi segir að lífið sé langt frá því að vera búið þó maður sé lamaður, það séu svo margt skemmtilegt hægt að gera en þar skipti þó jákvætt hugarfar öllu máli, það sé sterkasti hlekkurinn í keðjunni. Hann segist aldrei hugsa um það að hann sé lamaður, mottóið hans sé að vera betri maður í dag en í gær og að vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín þrjú og aðra, sem hann umgengst. Arnar er alveg handviss um að hann fari létt með að hjóla á höndunum þessa 400 kílómetra á sólarhring í sumar, hann verði jafnvel bara tæplegan sólarhring að rusla þessu af. Hér má sjá hvernig styrkja má verkefnið hjá Arnari Helga.Aðsend Reykjanesbær Hjólreiðar Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Arnar Helgi býr í Innri Njarðvík í Reykjanesbæ með fjölskyldu sinni. Hann lamaðist eftir mótorhjólaslys árið 2002. Hann er algjör nagli og lætur ekkert stoppa sig í lífinu. Nú er hann að æfa sig að hjóla undir yfirskriftinni „Sem fuglinn fljúgandi. Hann klæðir sig í íþróttapeysuna inn í bílskúr áður en farið er upp á aðra hæð með lyftu þar sem hann er með hjólið sitt. Fyrir framan hann á hjólinu er stórt sjónvarp þar sem hann sér sig hjóla upp holt og hæðir. Arnar fær sér næringarefni fyrir hverja æfingu. „Það besta sem þú færð er náttúrulega bara góður matur, það er númer eitt, tvö og þrjú í svona miklum æfingum, það er að næra sig vel, þú getur ekki gert þetta án góðrar næringar. Síðustu sjö vikur hef ég aldrei hjólað undir 400 kílómetrum. Eins og í fyrradag hjólaði ég 200 kílómetra. Þá tek ég náttúrulega daginn eftir frí, það er ekkert annað hægt, það eru að detta af þér hendurnar, þú getur varla lokað lófunum,“ segir Arnar Helgi. Sóley Bára Garðarsdóttir, eiginkona Arnar Helga og Arnar eru mjög dugleg að fara út að hjóla saman. Arnar Helgi ætlar að hjóla í sumar 400 kílómetra á innan við sólarhring á Suðurlandi og vekja þannig athygli á hreyfingu fyrir hreyfihamlaða og safna í leiðinni fyrir fjórum rafmagns fjallahjólum fyrir hreyfihamlaða en Arnar er formaður Sem samtakanna, sem eru samtök endurhæfðra mænuskaddaðra. Samtökin myndu hafa umsjón með hjólunum en hvert þeirra kostar tvær og hálfa milljón króna. Verkefnið er unnið í samstarfi við Íþróttafélag fatlaðra. Margir myndu segja að Arnar Helgi væri ofvirkur í veikri merkingu þess orðs. „Nei, nei, er bara duglegur,“ segir hann hlægjandi. En tekur Arnar æfingarnar í einni beit eða hvílir hann sig á milli? Börn Sóleyjar og Arnars eru líka mjög dugleg að fara út með foreldrum sínum að hjóla en þau heita Jón Garðar, Helgi Rafn og Íris Brynja.Aðsend „Ég stoppa aldrei, eins og þegar ég hjólaði 200 kílómetra í fyrradag stoppaði ég aldrei. En stundum stoppa ég ef ég þarf að pissa en það er þó mjög misjafnt.“ Arnar Helgi segir að lífið sé langt frá því að vera búið þó maður sé lamaður, það séu svo margt skemmtilegt hægt að gera en þar skipti þó jákvætt hugarfar öllu máli, það sé sterkasti hlekkurinn í keðjunni. Hann segist aldrei hugsa um það að hann sé lamaður, mottóið hans sé að vera betri maður í dag en í gær og að vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín þrjú og aðra, sem hann umgengst. Arnar er alveg handviss um að hann fari létt með að hjóla á höndunum þessa 400 kílómetra á sólarhring í sumar, hann verði jafnvel bara tæplegan sólarhring að rusla þessu af. Hér má sjá hvernig styrkja má verkefnið hjá Arnari Helga.Aðsend
Reykjanesbær Hjólreiðar Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira