Fréttastofa Ansa greinir frá þessu og Reuters hefur fengið staðfest. Berlusconi mun nú vera kominn í lúxusvillu sína í Arcore, norður af Mílanó.
Veikindi hafa hrjáð Berlusconi undanfarin misseri. Hann var lagður inn á sjúkrahús með hjartavandamál í Mónakó í janúar í fyrra. Í september greindist hann með kórónuveiruna. Hann gekkst undir stóran hjartauppskurð árið 2016 og fékk krabbamein í blöðurhálskirtli.
Hann var lagður inn á sjúkrahús í mars en þá var ekki greint frá því hvað plagaði Berlusconi.