Apollo Dukakis, bróðir leikkonunnar, greindi frá andláti hennar á Facebook í gær þar sem hann sagði heilsu systur sinnar hafa farið hrakandi undanfarna mánuði. Olympia Dukakis lést í New York borg í gærmorgun að því er fram kemur í frétt Guardian af andláti leikkonunnar.
Dukakis hlaut óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir kvikmyndina Moonstruck frá árinu 1987, rómantíska gamanmynd þar sem hún fór með hlutverk móður aðalpersónunnar sem leikin var af Cher en Nicolas Cage fór einnig með stórt hlutverk í myndinni. Þá fór Dukakis meðal annars einnig með hlutverk í kvikmyndunum Look Who‘s Talking, Working Girl og Mr. Holland‘s Opus.