Viðbrögð heilsugæslunnar við svörum Landspítala: Forstjórinn kannast ekki við eigin tölvupóstsamskipti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. maí 2021 13:14 Í bréfi sínu til ráðuneytisins minnist Óskar hvergi á þau svör sem hann fékk frá Landspítala í nóvember sl. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur skilað heilbrigðisráðuneytinu viðbrögðum vegna jákvæðra svara Landspítala um að taka við rannóknum á leghálssýnum vegna skimunar eftir leghálskrabbameinum. Í erindi forstjórans, Óskars Reykdalssonar, eru hafðar uppi efasemdir um getu spítalans til að taka við rannsóknunum, aðallega vegna fjölda frumusýna sem verða til skoðunar. Þá er nokkuð gert úr kostnaðarþættinum. Hins vegar vekur ekki síður athygli að í erindinu er hvergi minnst á tölvupóst hans sjálfs til forsvarsmanna Landspítalans, né þeirra jákvæðu svara sem honum bárust samdægurs. Bréf Óskars má finna í heild sinni neðst í fréttinni. Svörin sem hafa „gleymst“ Í upphafi bréfsins til ráðuneytisins vísar Óskar til svara stjórnenda Landspítalans frá því síðasta sumar, þar sem fram kom að þeir sæju ekki ástæðu til að sækjast eftir verkefninu. Marg oft hefur komið fram að þetta svar var á misskilningi byggt, þar sem spítalamenn töldu verkefnið á forræði Krabbameinsfélags Íslands. „Þessi afstaða leiddi til þess að leitað var eftir samvinnu við erlendar rannsóknarstofur. Þegar Embætti landlæknis gaf út 6. september 2020 að hér á landi skyldu skimunarleiðbeiningar byggjast á dönskum skimunarleiðbeiningum lá beinast við að ræða við Hvidovre-sjúkrahúsið í Kaupmannahöfn, sem er með umfangsmikla rannsóknarstarfsemi og hefur rannsakað leghálssýni í mörg ár,“ segir í bréfinu, sem er undirritað af Óskari. Þar er þess hins vegar hvergi getið að 16. nóvember 2020, áður en viðræður hófust við Hvidovre og þremur mánuðum áður en gengið var frá samningum við sjúkrahúsið, sendi Óskar tölvupóst til Jóns Hilmars Friðrikssonar, framkvæmdastjóra þjónustusviðs: „Sæll. Vegna rannsókna á leghálssýnum þarf ég að fá svar við eftirfarandi. Við erum í tímapressu að taka þessa ákvörðun og því er þetta brátt eins og ég ræddi í símanum við þig í síðustu vikunni. Getið þið tekið við mælingum á HPV veiru um áramót? Getið þið tekið við cytologiunni sem KÍ sinnir um áramót? Hvað kosta þá þessar rannsóknir, hvor um sig?“ Sama dag barst svar frá Jóni, sem var á þá leið að Landspítalinn gæti tekið við HPV rannsóknunum strax um áramótin og frumurannsóknunum, með fyrirvörum. Það vekur athygli að í umræðu um leghálssýnarannsóknirnar er eins og þessi tölvupóstsamskipti hafi gleymst. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur til dæmis ítrekað vísað til svara Landspítalans frá því sumarið 2020 en blaðamanni er ekki kunnugt um að hún hafi nokkurn tímann minnst á svör Jóns Hilmars til Óskars frá því í nóvember. Ljóst er hins vegar að jákvætt svar lá fyrir frá Landspítala áður en viðræður við Hvidovre fóru af stað og löngu áður en samningur var undirritaður. Vísir hefur einnig greint frá því að forsvarsmenn heilsugæslunnar hefðu fengið þær upplýsingar hjá Ríkiskaupum að rannsóknirnar væru útboðsskyldar. Hins vegar virðast þeir ekki talið sig hafa tíma til að huga að því en samkvæmt heimildum Vísis er engin undirbúningur í gangi fyrir fyrirhugað útboð. Þrátt fyrir þetta segir Óskar nú, í erindi sínu til ráðuneytisins, að einn kostur í stöðunni sé að ráðast í útboð þar sem Landspítalinn geti tekið þátt. Heilsugæslunni hafi nýverið borist bréf frá fjármálaráðuneytinu, þar sem vakin sé athygli á útboðsskyldu verkefnisins. Óskýr svör um fýsileika þess að Landspítalinn sinni HPV greiningum Þótt það sé ekki sagt beinum orðum má lesa það úr erindi forstjórans að stjórnendum heilsugæslunnar hugnist ekki að Landspítalinn taki að sér verkefnið. Til dæmis er þess getið að miðað við áætlaðar forsendur þá muni rannsóknarnir verða töluvert dýrari hér heima en í Danmörku og því ljóst að Landspítalinn myndi varla verða ofan á í fyrrnefndu útboði. Þá er það ítrekað að jafnvel þótt Landspítalinn geti uppfyllt þau gæðaviðmið að hver frumugreinandi skoði að lágmarki 3.000 sýni árlega, þá muni sýnum fara fækkandi vegna aukinnar innleiðingar HPV rannsókna. Einnig sé nýliðun sérhæfðra frumugreinenda vaxandi alþjóðlegt vandamál. Óskar gerir líka athugasemd við tillögur Landspítala um innra eftirlit og segir aðferðina byggja á „handahófsendurmati“ og hún hafi verið gagnrýnd „vegna þess að hún getur ekki greint öll falskt-neikvæð sýni“. Af tölfræðilegum ástæðum sé hún ólíkleg til að greina ófullnægjandi árangur frumuskoðara. Um HPV rannsóknirnar segir að sumarið 2020 hafi heilsugæslan átt frumkvæði að því að kanna hvort hægt væri að gera HPV greiningar á Landspítalanum en frumurannsóknir erlendis, en það hafi ekki gengið eftir. Hálfgerðrar mótsagnar gætir í bréfinu hvað varðar HPV rannsóknirnar. Á einum stað segir að Landspítalinn geti vel sinnt verkefninu en á öðrum að mikilvægt sé að HPV rannsóknirnar og frumurannsóknirnar fari fram á sama stað og „njóti þannig góðs af samvirkni starfsfólks sem sinnir báðum þáttum. Það eykur gæði með því að tryggja bein og auðveld samskipti varðandi einstök sýni,“ segir í bréfinu. Þess ber þó að hafa í huga að í nokkur ár var HPV rannsóknum sinnt erlendis og frumugreiningum hjá Krabbameinsfélaginu. Þá hefur Vísir rætt við lækna sem segjast einmitt hafa áhyggjur af samskiptaleysi milli lækna og rannsóknarstofu, þegar rannsóknunum sé sinnt erlendis og verkefnið ef til vill ekki ofarlega á forgangslistanum. Samningurinn við Hvidovre kostar um 90 milljónir á ári Í bréfinu frá Óskari segir að miðað við forsendur Landspítala um fjölda sýna sé heildarkostnaður rannsóknanna metinn á rúmar 157 milljónir. Ef stofnkostnaðurinn er reiknaður frá er kostnaðurinn hins vegar um 99 milljónir, eins og Vísir hefur áður greint frá. Þá kemur fram að samningurinn við Hvidovre sé metinn á um 90 milljónir. Undir lok erindisins fjallar forstjórinn um „þekkingu og traust“. Þar segir að á Hvidovre sé ein sérhæfðasta skimunardeild Evrópu og ef heilbrigðisyfirvöld telji það þjóna hagsmunum kvenna á Íslandi að flytja rannsóknirnar aftur heim þurfi „að beita tiltækum ráðum til að þekking og reynsla viðhaldist“. Í niðurlaginu segir: „HH efast ekki um getu Landspítala til að taka að sér rannsóknir á sýnum vegna skimunar fyrir leghálskrabbameini en leitaði annað þegar fram kom í ágúst 2020 að spítalinn teldi ekki ástæðu til þess að óska eftir því að sinna rannsóknum á frumusýnum vegna skimunar fyrir leghálskrabbameini.“ Hins vegar gæti fyrirhuguð rannsóknareining á Landspítalanum orðið „viðkvæm og óhagkvæm“ vegna fámenns mannafla og erfitt geti orðið að uppfylla gæðastaðla. Miðað við að HPV-frumuskimun verði innan fárra ára skimunaraðferð hjá öllum konum óháð aldri og með vísan til aðlþjóðlegra gæðastaðla séu eftirfarandi möguleikar í boði: Óbreytt fyrirkomulag Óbreytt fyrirkomulag á sýnatökum en samningur gerður við Landspítala Óbreytt fyrirkomulag á sýnatökum en rannsóknirnar settar í útboð „Grundvallarspurningin varðandi rannsóknir á sýnum vegna skimunar á leghálskrabbameini er hvernig best er unnt að tryggja gæði og öryggi þeirra fyrir konur á Íslandi. Miðað við framangreint og öra þróun skimunar fyrir leghálskrabbameini á næstu árum er núverandi fyrirkomulag öruggt og hagkvæmt. Næsta skref þarf því að undirbúa að yfirvegun.“ Tengd skjöl Bref_HH_til_HRNPDF2.7MBSækja skjal Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Skimun fyrir krabbameini Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Sjá meira
Í erindi forstjórans, Óskars Reykdalssonar, eru hafðar uppi efasemdir um getu spítalans til að taka við rannsóknunum, aðallega vegna fjölda frumusýna sem verða til skoðunar. Þá er nokkuð gert úr kostnaðarþættinum. Hins vegar vekur ekki síður athygli að í erindinu er hvergi minnst á tölvupóst hans sjálfs til forsvarsmanna Landspítalans, né þeirra jákvæðu svara sem honum bárust samdægurs. Bréf Óskars má finna í heild sinni neðst í fréttinni. Svörin sem hafa „gleymst“ Í upphafi bréfsins til ráðuneytisins vísar Óskar til svara stjórnenda Landspítalans frá því síðasta sumar, þar sem fram kom að þeir sæju ekki ástæðu til að sækjast eftir verkefninu. Marg oft hefur komið fram að þetta svar var á misskilningi byggt, þar sem spítalamenn töldu verkefnið á forræði Krabbameinsfélags Íslands. „Þessi afstaða leiddi til þess að leitað var eftir samvinnu við erlendar rannsóknarstofur. Þegar Embætti landlæknis gaf út 6. september 2020 að hér á landi skyldu skimunarleiðbeiningar byggjast á dönskum skimunarleiðbeiningum lá beinast við að ræða við Hvidovre-sjúkrahúsið í Kaupmannahöfn, sem er með umfangsmikla rannsóknarstarfsemi og hefur rannsakað leghálssýni í mörg ár,“ segir í bréfinu, sem er undirritað af Óskari. Þar er þess hins vegar hvergi getið að 16. nóvember 2020, áður en viðræður hófust við Hvidovre og þremur mánuðum áður en gengið var frá samningum við sjúkrahúsið, sendi Óskar tölvupóst til Jóns Hilmars Friðrikssonar, framkvæmdastjóra þjónustusviðs: „Sæll. Vegna rannsókna á leghálssýnum þarf ég að fá svar við eftirfarandi. Við erum í tímapressu að taka þessa ákvörðun og því er þetta brátt eins og ég ræddi í símanum við þig í síðustu vikunni. Getið þið tekið við mælingum á HPV veiru um áramót? Getið þið tekið við cytologiunni sem KÍ sinnir um áramót? Hvað kosta þá þessar rannsóknir, hvor um sig?“ Sama dag barst svar frá Jóni, sem var á þá leið að Landspítalinn gæti tekið við HPV rannsóknunum strax um áramótin og frumurannsóknunum, með fyrirvörum. Það vekur athygli að í umræðu um leghálssýnarannsóknirnar er eins og þessi tölvupóstsamskipti hafi gleymst. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur til dæmis ítrekað vísað til svara Landspítalans frá því sumarið 2020 en blaðamanni er ekki kunnugt um að hún hafi nokkurn tímann minnst á svör Jóns Hilmars til Óskars frá því í nóvember. Ljóst er hins vegar að jákvætt svar lá fyrir frá Landspítala áður en viðræður við Hvidovre fóru af stað og löngu áður en samningur var undirritaður. Vísir hefur einnig greint frá því að forsvarsmenn heilsugæslunnar hefðu fengið þær upplýsingar hjá Ríkiskaupum að rannsóknirnar væru útboðsskyldar. Hins vegar virðast þeir ekki talið sig hafa tíma til að huga að því en samkvæmt heimildum Vísis er engin undirbúningur í gangi fyrir fyrirhugað útboð. Þrátt fyrir þetta segir Óskar nú, í erindi sínu til ráðuneytisins, að einn kostur í stöðunni sé að ráðast í útboð þar sem Landspítalinn geti tekið þátt. Heilsugæslunni hafi nýverið borist bréf frá fjármálaráðuneytinu, þar sem vakin sé athygli á útboðsskyldu verkefnisins. Óskýr svör um fýsileika þess að Landspítalinn sinni HPV greiningum Þótt það sé ekki sagt beinum orðum má lesa það úr erindi forstjórans að stjórnendum heilsugæslunnar hugnist ekki að Landspítalinn taki að sér verkefnið. Til dæmis er þess getið að miðað við áætlaðar forsendur þá muni rannsóknarnir verða töluvert dýrari hér heima en í Danmörku og því ljóst að Landspítalinn myndi varla verða ofan á í fyrrnefndu útboði. Þá er það ítrekað að jafnvel þótt Landspítalinn geti uppfyllt þau gæðaviðmið að hver frumugreinandi skoði að lágmarki 3.000 sýni árlega, þá muni sýnum fara fækkandi vegna aukinnar innleiðingar HPV rannsókna. Einnig sé nýliðun sérhæfðra frumugreinenda vaxandi alþjóðlegt vandamál. Óskar gerir líka athugasemd við tillögur Landspítala um innra eftirlit og segir aðferðina byggja á „handahófsendurmati“ og hún hafi verið gagnrýnd „vegna þess að hún getur ekki greint öll falskt-neikvæð sýni“. Af tölfræðilegum ástæðum sé hún ólíkleg til að greina ófullnægjandi árangur frumuskoðara. Um HPV rannsóknirnar segir að sumarið 2020 hafi heilsugæslan átt frumkvæði að því að kanna hvort hægt væri að gera HPV greiningar á Landspítalanum en frumurannsóknir erlendis, en það hafi ekki gengið eftir. Hálfgerðrar mótsagnar gætir í bréfinu hvað varðar HPV rannsóknirnar. Á einum stað segir að Landspítalinn geti vel sinnt verkefninu en á öðrum að mikilvægt sé að HPV rannsóknirnar og frumurannsóknirnar fari fram á sama stað og „njóti þannig góðs af samvirkni starfsfólks sem sinnir báðum þáttum. Það eykur gæði með því að tryggja bein og auðveld samskipti varðandi einstök sýni,“ segir í bréfinu. Þess ber þó að hafa í huga að í nokkur ár var HPV rannsóknum sinnt erlendis og frumugreiningum hjá Krabbameinsfélaginu. Þá hefur Vísir rætt við lækna sem segjast einmitt hafa áhyggjur af samskiptaleysi milli lækna og rannsóknarstofu, þegar rannsóknunum sé sinnt erlendis og verkefnið ef til vill ekki ofarlega á forgangslistanum. Samningurinn við Hvidovre kostar um 90 milljónir á ári Í bréfinu frá Óskari segir að miðað við forsendur Landspítala um fjölda sýna sé heildarkostnaður rannsóknanna metinn á rúmar 157 milljónir. Ef stofnkostnaðurinn er reiknaður frá er kostnaðurinn hins vegar um 99 milljónir, eins og Vísir hefur áður greint frá. Þá kemur fram að samningurinn við Hvidovre sé metinn á um 90 milljónir. Undir lok erindisins fjallar forstjórinn um „þekkingu og traust“. Þar segir að á Hvidovre sé ein sérhæfðasta skimunardeild Evrópu og ef heilbrigðisyfirvöld telji það þjóna hagsmunum kvenna á Íslandi að flytja rannsóknirnar aftur heim þurfi „að beita tiltækum ráðum til að þekking og reynsla viðhaldist“. Í niðurlaginu segir: „HH efast ekki um getu Landspítala til að taka að sér rannsóknir á sýnum vegna skimunar fyrir leghálskrabbameini en leitaði annað þegar fram kom í ágúst 2020 að spítalinn teldi ekki ástæðu til þess að óska eftir því að sinna rannsóknum á frumusýnum vegna skimunar fyrir leghálskrabbameini.“ Hins vegar gæti fyrirhuguð rannsóknareining á Landspítalanum orðið „viðkvæm og óhagkvæm“ vegna fámenns mannafla og erfitt geti orðið að uppfylla gæðastaðla. Miðað við að HPV-frumuskimun verði innan fárra ára skimunaraðferð hjá öllum konum óháð aldri og með vísan til aðlþjóðlegra gæðastaðla séu eftirfarandi möguleikar í boði: Óbreytt fyrirkomulag Óbreytt fyrirkomulag á sýnatökum en samningur gerður við Landspítala Óbreytt fyrirkomulag á sýnatökum en rannsóknirnar settar í útboð „Grundvallarspurningin varðandi rannsóknir á sýnum vegna skimunar á leghálskrabbameini er hvernig best er unnt að tryggja gæði og öryggi þeirra fyrir konur á Íslandi. Miðað við framangreint og öra þróun skimunar fyrir leghálskrabbameini á næstu árum er núverandi fyrirkomulag öruggt og hagkvæmt. Næsta skref þarf því að undirbúa að yfirvegun.“ Tengd skjöl Bref_HH_til_HRNPDF2.7MBSækja skjal
Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Skimun fyrir krabbameini Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Sjá meira