Borce: Við vorum komnir með miklar áhyggjur Árni Jóhannsson skrifar 3. maí 2021 21:24 Borce Ilievski gat verið ánægður með sína menn í kvöld. Vísir/Andri Marinó Þjálfari ÍR Borce Ilievski gat verið ánægður með sína menn. Spilamennskan var kannski ekki upp á marga fiska framan af en það jafnvel skiptir ekki máli þegar sigurinn lendir þínum megin. Í þessu tilfelli þá unnu ÍR-ingar 97-95 sigur á Stjörnumönnum eftir að hafa verið mest 17 stigum undir í seinni háfleik. Borce var spurður að því hvað hafi gerst í leiknum sem orsakaði það að hans menn lönduðu sigrinum. „Við höfum margoft lent undir og þurft að berjast til baka og ekki tekist það en allavega í þetta sinn höfðum við styrkinn til að klára þetta á jákvæðu nótunum fyrir okkur. Ég ber virðingu fyrir því að eldri leikmennirnir hafi reynt að taka forystuna í leiknum og allir ætluðu að vinna leikinn á eigin spýtur og endurspeglast það í því að við vorum ekki að spila sem lið og þess vegna vorum við undir. Það voru hinsvegar ungu gæjarnir sem komu með jákvæða orku og liðsspil inn í leikinn okkar. Í seinni hálfleik þá byrjuðum við aftur illa en komum til baka og voru það Sæþór og Sigvaldi sem leiddu áhlaupið til baka með mörgum þristum. Þegar þeir voru að hitta skotunum sínum þá jók það trúna hjá hinum að við gætum komið til baka og unnið leikinn.“ „Í lokinn þá var það vörnin sem skipti mestu máli fyrir okkur og bjó það til nokkrar auðveldar körfur fyrir okkur. Það var lykil atriði en ég held að allir leikmenn mínir hafi skilið hjartað sitt eftir á gólfinu í kvöld því við vissum hversu mikilvægt þessi leikur var því á fimmtudaginn þá er næsti leikur á móti Njarðvík hérna heima og vonast ég til að reglunum verði breytt þannig að það verði fleiri áhorfendur í salnum. Stuðningurinn hérna skiptir sköpum og ef við vinnum á fimmtudaginn þá er möguleiki á að ná í sæti í úrslitakeppninni.“ Borce var spurður að því hvort hann og hans lið hafi verið komið með áhyggjur af stöðunni en það blasti við þeim að sogast af alvöru niður í fallbaráttuna sem er í algleymingi þessa stundina. „Algjörlega. Við vorum komnir með miklar áhyggjur og ég var kominn á fullt í að reyna að greina það sem var að hjá okkur. Við hinsvegar komumst í takt í dag til að vinna þennan leik. Stjarnan spilaði hrikalega vel jafnvel þó að þeim vantaði Mirza og að Alexander væri kominn. Ég vissi ekki hverju var að búast við af honum. Þeir voru stærri en við í kvöld og leiddu með að ég held 15 fráköstum í fyrri hálfleik en það er okkar helsti veikleiki þetta árið. Ef við komum með sömu orku inn í leikinn og við gerðum í dag þá er allt mögulegt.“ Dominos-deild karla ÍR Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Stjarnan 97-95 | Óvæntur sigur heimamanna Eftir fimm töp í röð vann ÍR loks leik er þeir höfðu betur gegn Stjörnunni í Hellinum í kvöld. 3. maí 2021 20:55 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira
Borce var spurður að því hvað hafi gerst í leiknum sem orsakaði það að hans menn lönduðu sigrinum. „Við höfum margoft lent undir og þurft að berjast til baka og ekki tekist það en allavega í þetta sinn höfðum við styrkinn til að klára þetta á jákvæðu nótunum fyrir okkur. Ég ber virðingu fyrir því að eldri leikmennirnir hafi reynt að taka forystuna í leiknum og allir ætluðu að vinna leikinn á eigin spýtur og endurspeglast það í því að við vorum ekki að spila sem lið og þess vegna vorum við undir. Það voru hinsvegar ungu gæjarnir sem komu með jákvæða orku og liðsspil inn í leikinn okkar. Í seinni hálfleik þá byrjuðum við aftur illa en komum til baka og voru það Sæþór og Sigvaldi sem leiddu áhlaupið til baka með mörgum þristum. Þegar þeir voru að hitta skotunum sínum þá jók það trúna hjá hinum að við gætum komið til baka og unnið leikinn.“ „Í lokinn þá var það vörnin sem skipti mestu máli fyrir okkur og bjó það til nokkrar auðveldar körfur fyrir okkur. Það var lykil atriði en ég held að allir leikmenn mínir hafi skilið hjartað sitt eftir á gólfinu í kvöld því við vissum hversu mikilvægt þessi leikur var því á fimmtudaginn þá er næsti leikur á móti Njarðvík hérna heima og vonast ég til að reglunum verði breytt þannig að það verði fleiri áhorfendur í salnum. Stuðningurinn hérna skiptir sköpum og ef við vinnum á fimmtudaginn þá er möguleiki á að ná í sæti í úrslitakeppninni.“ Borce var spurður að því hvort hann og hans lið hafi verið komið með áhyggjur af stöðunni en það blasti við þeim að sogast af alvöru niður í fallbaráttuna sem er í algleymingi þessa stundina. „Algjörlega. Við vorum komnir með miklar áhyggjur og ég var kominn á fullt í að reyna að greina það sem var að hjá okkur. Við hinsvegar komumst í takt í dag til að vinna þennan leik. Stjarnan spilaði hrikalega vel jafnvel þó að þeim vantaði Mirza og að Alexander væri kominn. Ég vissi ekki hverju var að búast við af honum. Þeir voru stærri en við í kvöld og leiddu með að ég held 15 fráköstum í fyrri hálfleik en það er okkar helsti veikleiki þetta árið. Ef við komum með sömu orku inn í leikinn og við gerðum í dag þá er allt mögulegt.“
Dominos-deild karla ÍR Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Stjarnan 97-95 | Óvæntur sigur heimamanna Eftir fimm töp í röð vann ÍR loks leik er þeir höfðu betur gegn Stjörnunni í Hellinum í kvöld. 3. maí 2021 20:55 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Stjarnan 97-95 | Óvæntur sigur heimamanna Eftir fimm töp í röð vann ÍR loks leik er þeir höfðu betur gegn Stjörnunni í Hellinum í kvöld. 3. maí 2021 20:55