Messi bauð öllu Barcelona liðinu í mat heim til sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2021 11:31 Lionel Messi fagnar öðru marka sinna á móti Valencia með félögum sínum í Barcelona liðinu. AP/Alberto Saiz Barcelona og Atletico Madrid mætast um næstu helgi og Börsungar komast upp fyrir Atletico með sigri á Nývangi. Það er mikilvæg vika framundan fyrir Barcelona því liðið mætir Atletico Madrid um komandi helgi í einum af úrslitaleikjunum um meistaratitilinn í spænska fótboltanum í ár. Lionel Messi bryjaði undirbúninginn á því að bjóða öllum heim til sín í gær. Barcelona tapaði óvænt á móti Granada á fimmtudaginn í síðustu viku en bætti fyrir það með því að vinna 3-2 sigur á Valencia um helgina. Lionel Messi var að sjálfsögðu með tvö mörk í leiknum og er þar með kominn með 28 mörk í deildinni á tímabilinu. Leo Messi has invited the entire squad at his home for dinner. The Argentine's intention is to celebrate victory at Mestalla and prepare for the clash against Atlético Madrid. Via .@sport pic.twitter.com/oE1lZ0zx6G— This Is Blaugrana (@ThisIsBlaugrana) May 3, 2021 Messi hefur farið fyrir endurkomu Barcelona sem hefur minnkað þrettán stiga forskot Atletico Madrid niður í aðeins tvö stig. Liðið verður að vinna Atletico á laugardaginn ætli liðið sér titilinn. Messi ákvað að reyna að þjappa hópnum saman eftir æfingu og bauð öllu Barcelona liðinu í mat heim til sín eftir æfingu í gær en þetta kemur fram á ESPN. Messi býr í Castelldefels sem er borg við sjóinn rétt fyrir utan Barcelona. Messi bauð ekki aðeins leikmönnunum sjálfum heldur máttu þeir koma með konurnar sínar líka. Markmiðið var að efla mannskapinn og auka samheldnina með því að hittast á nýjum stað. Það verður fróðlegt að sjá hverju þetta óvenjulega matarboð skilar. Messi invited every team member for the dinner except Matheus Fernandes. Reason is yet unknown. pic.twitter.com/L1AHM8a1lE— ESPN FC (@ESPN_FC_) May 3, 2021 Það er enginn leikur hjá Barcelona í þessari viku eins og í vikunni á undan og þjálfarinn Ronald Koeman gaf leikmönnum frí frá æfingu í dag. Næst æfing er ekki fyrr en annað kvöld. Barcelona kemst stigi fram úr Atletico Madrid með sigri á laugardaginn en þar með er ekki öll sagan sögð. Barcelona er eins og er með jafnmörg stig og Real Madrid. Real hafði aftur á móti betur í innbyrðis leikjum liðanna á leiktíðinni og verður því alltaf ofar endi liðin jöfn. Real Madrid þarf því líka að tapa stigum ætli Barcelona að vinna spænska meistaratitilinn í ár. Spænski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Sjá meira
Það er mikilvæg vika framundan fyrir Barcelona því liðið mætir Atletico Madrid um komandi helgi í einum af úrslitaleikjunum um meistaratitilinn í spænska fótboltanum í ár. Lionel Messi bryjaði undirbúninginn á því að bjóða öllum heim til sín í gær. Barcelona tapaði óvænt á móti Granada á fimmtudaginn í síðustu viku en bætti fyrir það með því að vinna 3-2 sigur á Valencia um helgina. Lionel Messi var að sjálfsögðu með tvö mörk í leiknum og er þar með kominn með 28 mörk í deildinni á tímabilinu. Leo Messi has invited the entire squad at his home for dinner. The Argentine's intention is to celebrate victory at Mestalla and prepare for the clash against Atlético Madrid. Via .@sport pic.twitter.com/oE1lZ0zx6G— This Is Blaugrana (@ThisIsBlaugrana) May 3, 2021 Messi hefur farið fyrir endurkomu Barcelona sem hefur minnkað þrettán stiga forskot Atletico Madrid niður í aðeins tvö stig. Liðið verður að vinna Atletico á laugardaginn ætli liðið sér titilinn. Messi ákvað að reyna að þjappa hópnum saman eftir æfingu og bauð öllu Barcelona liðinu í mat heim til sín eftir æfingu í gær en þetta kemur fram á ESPN. Messi býr í Castelldefels sem er borg við sjóinn rétt fyrir utan Barcelona. Messi bauð ekki aðeins leikmönnunum sjálfum heldur máttu þeir koma með konurnar sínar líka. Markmiðið var að efla mannskapinn og auka samheldnina með því að hittast á nýjum stað. Það verður fróðlegt að sjá hverju þetta óvenjulega matarboð skilar. Messi invited every team member for the dinner except Matheus Fernandes. Reason is yet unknown. pic.twitter.com/L1AHM8a1lE— ESPN FC (@ESPN_FC_) May 3, 2021 Það er enginn leikur hjá Barcelona í þessari viku eins og í vikunni á undan og þjálfarinn Ronald Koeman gaf leikmönnum frí frá æfingu í dag. Næst æfing er ekki fyrr en annað kvöld. Barcelona kemst stigi fram úr Atletico Madrid með sigri á laugardaginn en þar með er ekki öll sagan sögð. Barcelona er eins og er með jafnmörg stig og Real Madrid. Real hafði aftur á móti betur í innbyrðis leikjum liðanna á leiktíðinni og verður því alltaf ofar endi liðin jöfn. Real Madrid þarf því líka að tapa stigum ætli Barcelona að vinna spænska meistaratitilinn í ár.
Spænski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Sjá meira