Hann segir að dregið hafi úr vindi um miðnættið, sem hafi hjálpað til í baráttunni en slökkviliðið barðist við eldana stóran hluta gærdagsins og er ljóst að mikið gróðurlendi er brunnið.
Þegar mest lét voru um sextíu menn frá slökkviliðinu auk björgunarsveitarfólks og lögreglu að berjast við að hefta útbreiðslu eldanna. Þyrla Landhelgisgæslunnar nýttist einnig í baráttunni um nokkurn tíma, eða uns slökkvibúnaður hennar bilaði þannig að hún þurfti frá að hverfa.
Talið er að brunnið hafi á rúmum tveimur ferkílómetrum, en flatarmál Heiðmerkur er alls um þrjátíu ferkílómetrar.