Eigandi Man. United neitaði að biðjast afsökunar á Ofurdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2021 09:01 Ole Gunnar Solskjær með Avram Glazer og bróður hans. Getty/Michael Regan Avram Glazer, eigandi Manchester United, gæti mögulega hafa hent olíu á eldinn í deilum Glazer fjölskyldunnar við stuðningsmenn félagsins. Nóg er nú hittinn í stuðningsfólkinu fyrir. Avram er í Glazer fjölskyldunni sem hefur átt Manchester United í meira en fimmtán ár. Stuðningsmenn hafa gagnrýnt stjórnunarhættina frá nánast fyrsta degi en síðustu daga hefur óánægjan farið í nýjar hæðir. Manchester United var eitt af félögunum sem ætlaði að stofna Ofurdeild Evrópu en ekkert varð að því eftir gríðarlega hörð viðbrögð meðal stuðningsmanna félaganna og annarra eins og sambandanna FIFA og UEFA. Eigendur hinna ensku liðanna eða félögin sjálf hafa beðist afsökunar á þessum afleik sínum sem og því að hlusta ekki á stuðningsmenn sína. Markmið þeirra með að stofna Ofurdeildina var að tryggja sér gríðarlega aukatekjur og stærri hluta af kökunni sem UEFA tekur í dag í gegnum Meistaradeildina. Avram Glazer, part of the family that owns Manchester United, was questioned by Sky News' US correspondent @sallylockwood.Read more here: https://t.co/sCXYMLcDgz pic.twitter.com/qEgheNjWg0— Sky News (@SkyNews) May 4, 2021 Blaðakona frá Sky Sports reyndi að fá viðbrögð frá Avram Glazer í kjölfar mótmæla stuðningsmanna Manchester United. Stuðningsmenn brutust inn á Old Trafford og mótmælin enduðu með því að leik United og Liverpool var frestað. „Þetta er tækifæri fyrir þig, fáum við kannski afsökunarbeiðni,“ spurði blaðamaðurinn Glazer sem leit hana ekki viðlits. Blaðakonan hélt áfram og spurði Avram Glazer hvort fjölskyldan væri að íhuga það að selja félagið eða hvort hann vildi segja eitthvað við stuðningsmenn félagsins. Avram svaraði því ekki heldur. Joel Galzer, varastjórnarformaður Manchester United, sendi frá sér yfirlýsingu 21. apríl síðastliðinn þar sem hann bað stuðningsmenn afsökunar og að eigendur hafi mistekist að sýna rótgrínum hefðum enska fótboltans nægilega virðingu. Eigendurnir virðast hins vegar ekki vera alveg á sömu línu ef marka má þessi samskipti Glazer og blaðakonunnar. Enski boltinn Tengdar fréttir Brutu niður dyr á leið sinni inn á Old Trafford í gær Stórleikur Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni átti að fara fram um helgina en fór aldrei fram. Ósáttir stuðningsmenn Manchester United sáu til þess. 3. maí 2021 09:00 Leik Manchester United og Liverpool frestað Leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað. Leikurinn átti að hefjast klukkan 15.30 en vegna mótmæla stuðningsfólks Man United í kringum Old Trafford, heimavöll liðsins, hefur verið ákveðið að fresta leiknum. 2. maí 2021 16:40 Stuðningsfólk Manchester United ruddist inn á Old Trafford | Myndir og myndskeið Stuðningsfólk enska knattspyrnufélagsins Manchester United er allt annað en ánægt með eigendur félagsins. Fjöldi fólks ruddist inn á Old Trafford, heimavöll liðsins, nú rétt í þessu en liðið mætir Liverpool í stórleik enska boltans klukkan 15.30 í dag. 2. maí 2021 14:00 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Avram er í Glazer fjölskyldunni sem hefur átt Manchester United í meira en fimmtán ár. Stuðningsmenn hafa gagnrýnt stjórnunarhættina frá nánast fyrsta degi en síðustu daga hefur óánægjan farið í nýjar hæðir. Manchester United var eitt af félögunum sem ætlaði að stofna Ofurdeild Evrópu en ekkert varð að því eftir gríðarlega hörð viðbrögð meðal stuðningsmanna félaganna og annarra eins og sambandanna FIFA og UEFA. Eigendur hinna ensku liðanna eða félögin sjálf hafa beðist afsökunar á þessum afleik sínum sem og því að hlusta ekki á stuðningsmenn sína. Markmið þeirra með að stofna Ofurdeildina var að tryggja sér gríðarlega aukatekjur og stærri hluta af kökunni sem UEFA tekur í dag í gegnum Meistaradeildina. Avram Glazer, part of the family that owns Manchester United, was questioned by Sky News' US correspondent @sallylockwood.Read more here: https://t.co/sCXYMLcDgz pic.twitter.com/qEgheNjWg0— Sky News (@SkyNews) May 4, 2021 Blaðakona frá Sky Sports reyndi að fá viðbrögð frá Avram Glazer í kjölfar mótmæla stuðningsmanna Manchester United. Stuðningsmenn brutust inn á Old Trafford og mótmælin enduðu með því að leik United og Liverpool var frestað. „Þetta er tækifæri fyrir þig, fáum við kannski afsökunarbeiðni,“ spurði blaðamaðurinn Glazer sem leit hana ekki viðlits. Blaðakonan hélt áfram og spurði Avram Glazer hvort fjölskyldan væri að íhuga það að selja félagið eða hvort hann vildi segja eitthvað við stuðningsmenn félagsins. Avram svaraði því ekki heldur. Joel Galzer, varastjórnarformaður Manchester United, sendi frá sér yfirlýsingu 21. apríl síðastliðinn þar sem hann bað stuðningsmenn afsökunar og að eigendur hafi mistekist að sýna rótgrínum hefðum enska fótboltans nægilega virðingu. Eigendurnir virðast hins vegar ekki vera alveg á sömu línu ef marka má þessi samskipti Glazer og blaðakonunnar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Brutu niður dyr á leið sinni inn á Old Trafford í gær Stórleikur Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni átti að fara fram um helgina en fór aldrei fram. Ósáttir stuðningsmenn Manchester United sáu til þess. 3. maí 2021 09:00 Leik Manchester United og Liverpool frestað Leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað. Leikurinn átti að hefjast klukkan 15.30 en vegna mótmæla stuðningsfólks Man United í kringum Old Trafford, heimavöll liðsins, hefur verið ákveðið að fresta leiknum. 2. maí 2021 16:40 Stuðningsfólk Manchester United ruddist inn á Old Trafford | Myndir og myndskeið Stuðningsfólk enska knattspyrnufélagsins Manchester United er allt annað en ánægt með eigendur félagsins. Fjöldi fólks ruddist inn á Old Trafford, heimavöll liðsins, nú rétt í þessu en liðið mætir Liverpool í stórleik enska boltans klukkan 15.30 í dag. 2. maí 2021 14:00 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Brutu niður dyr á leið sinni inn á Old Trafford í gær Stórleikur Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni átti að fara fram um helgina en fór aldrei fram. Ósáttir stuðningsmenn Manchester United sáu til þess. 3. maí 2021 09:00
Leik Manchester United og Liverpool frestað Leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað. Leikurinn átti að hefjast klukkan 15.30 en vegna mótmæla stuðningsfólks Man United í kringum Old Trafford, heimavöll liðsins, hefur verið ákveðið að fresta leiknum. 2. maí 2021 16:40
Stuðningsfólk Manchester United ruddist inn á Old Trafford | Myndir og myndskeið Stuðningsfólk enska knattspyrnufélagsins Manchester United er allt annað en ánægt með eigendur félagsins. Fjöldi fólks ruddist inn á Old Trafford, heimavöll liðsins, nú rétt í þessu en liðið mætir Liverpool í stórleik enska boltans klukkan 15.30 í dag. 2. maí 2021 14:00