Eigandi Man. United neitaði að biðjast afsökunar á Ofurdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2021 09:01 Ole Gunnar Solskjær með Avram Glazer og bróður hans. Getty/Michael Regan Avram Glazer, eigandi Manchester United, gæti mögulega hafa hent olíu á eldinn í deilum Glazer fjölskyldunnar við stuðningsmenn félagsins. Nóg er nú hittinn í stuðningsfólkinu fyrir. Avram er í Glazer fjölskyldunni sem hefur átt Manchester United í meira en fimmtán ár. Stuðningsmenn hafa gagnrýnt stjórnunarhættina frá nánast fyrsta degi en síðustu daga hefur óánægjan farið í nýjar hæðir. Manchester United var eitt af félögunum sem ætlaði að stofna Ofurdeild Evrópu en ekkert varð að því eftir gríðarlega hörð viðbrögð meðal stuðningsmanna félaganna og annarra eins og sambandanna FIFA og UEFA. Eigendur hinna ensku liðanna eða félögin sjálf hafa beðist afsökunar á þessum afleik sínum sem og því að hlusta ekki á stuðningsmenn sína. Markmið þeirra með að stofna Ofurdeildina var að tryggja sér gríðarlega aukatekjur og stærri hluta af kökunni sem UEFA tekur í dag í gegnum Meistaradeildina. Avram Glazer, part of the family that owns Manchester United, was questioned by Sky News' US correspondent @sallylockwood.Read more here: https://t.co/sCXYMLcDgz pic.twitter.com/qEgheNjWg0— Sky News (@SkyNews) May 4, 2021 Blaðakona frá Sky Sports reyndi að fá viðbrögð frá Avram Glazer í kjölfar mótmæla stuðningsmanna Manchester United. Stuðningsmenn brutust inn á Old Trafford og mótmælin enduðu með því að leik United og Liverpool var frestað. „Þetta er tækifæri fyrir þig, fáum við kannski afsökunarbeiðni,“ spurði blaðamaðurinn Glazer sem leit hana ekki viðlits. Blaðakonan hélt áfram og spurði Avram Glazer hvort fjölskyldan væri að íhuga það að selja félagið eða hvort hann vildi segja eitthvað við stuðningsmenn félagsins. Avram svaraði því ekki heldur. Joel Galzer, varastjórnarformaður Manchester United, sendi frá sér yfirlýsingu 21. apríl síðastliðinn þar sem hann bað stuðningsmenn afsökunar og að eigendur hafi mistekist að sýna rótgrínum hefðum enska fótboltans nægilega virðingu. Eigendurnir virðast hins vegar ekki vera alveg á sömu línu ef marka má þessi samskipti Glazer og blaðakonunnar. Enski boltinn Tengdar fréttir Brutu niður dyr á leið sinni inn á Old Trafford í gær Stórleikur Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni átti að fara fram um helgina en fór aldrei fram. Ósáttir stuðningsmenn Manchester United sáu til þess. 3. maí 2021 09:00 Leik Manchester United og Liverpool frestað Leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað. Leikurinn átti að hefjast klukkan 15.30 en vegna mótmæla stuðningsfólks Man United í kringum Old Trafford, heimavöll liðsins, hefur verið ákveðið að fresta leiknum. 2. maí 2021 16:40 Stuðningsfólk Manchester United ruddist inn á Old Trafford | Myndir og myndskeið Stuðningsfólk enska knattspyrnufélagsins Manchester United er allt annað en ánægt með eigendur félagsins. Fjöldi fólks ruddist inn á Old Trafford, heimavöll liðsins, nú rétt í þessu en liðið mætir Liverpool í stórleik enska boltans klukkan 15.30 í dag. 2. maí 2021 14:00 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
Avram er í Glazer fjölskyldunni sem hefur átt Manchester United í meira en fimmtán ár. Stuðningsmenn hafa gagnrýnt stjórnunarhættina frá nánast fyrsta degi en síðustu daga hefur óánægjan farið í nýjar hæðir. Manchester United var eitt af félögunum sem ætlaði að stofna Ofurdeild Evrópu en ekkert varð að því eftir gríðarlega hörð viðbrögð meðal stuðningsmanna félaganna og annarra eins og sambandanna FIFA og UEFA. Eigendur hinna ensku liðanna eða félögin sjálf hafa beðist afsökunar á þessum afleik sínum sem og því að hlusta ekki á stuðningsmenn sína. Markmið þeirra með að stofna Ofurdeildina var að tryggja sér gríðarlega aukatekjur og stærri hluta af kökunni sem UEFA tekur í dag í gegnum Meistaradeildina. Avram Glazer, part of the family that owns Manchester United, was questioned by Sky News' US correspondent @sallylockwood.Read more here: https://t.co/sCXYMLcDgz pic.twitter.com/qEgheNjWg0— Sky News (@SkyNews) May 4, 2021 Blaðakona frá Sky Sports reyndi að fá viðbrögð frá Avram Glazer í kjölfar mótmæla stuðningsmanna Manchester United. Stuðningsmenn brutust inn á Old Trafford og mótmælin enduðu með því að leik United og Liverpool var frestað. „Þetta er tækifæri fyrir þig, fáum við kannski afsökunarbeiðni,“ spurði blaðamaðurinn Glazer sem leit hana ekki viðlits. Blaðakonan hélt áfram og spurði Avram Glazer hvort fjölskyldan væri að íhuga það að selja félagið eða hvort hann vildi segja eitthvað við stuðningsmenn félagsins. Avram svaraði því ekki heldur. Joel Galzer, varastjórnarformaður Manchester United, sendi frá sér yfirlýsingu 21. apríl síðastliðinn þar sem hann bað stuðningsmenn afsökunar og að eigendur hafi mistekist að sýna rótgrínum hefðum enska fótboltans nægilega virðingu. Eigendurnir virðast hins vegar ekki vera alveg á sömu línu ef marka má þessi samskipti Glazer og blaðakonunnar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Brutu niður dyr á leið sinni inn á Old Trafford í gær Stórleikur Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni átti að fara fram um helgina en fór aldrei fram. Ósáttir stuðningsmenn Manchester United sáu til þess. 3. maí 2021 09:00 Leik Manchester United og Liverpool frestað Leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað. Leikurinn átti að hefjast klukkan 15.30 en vegna mótmæla stuðningsfólks Man United í kringum Old Trafford, heimavöll liðsins, hefur verið ákveðið að fresta leiknum. 2. maí 2021 16:40 Stuðningsfólk Manchester United ruddist inn á Old Trafford | Myndir og myndskeið Stuðningsfólk enska knattspyrnufélagsins Manchester United er allt annað en ánægt með eigendur félagsins. Fjöldi fólks ruddist inn á Old Trafford, heimavöll liðsins, nú rétt í þessu en liðið mætir Liverpool í stórleik enska boltans klukkan 15.30 í dag. 2. maí 2021 14:00 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
Brutu niður dyr á leið sinni inn á Old Trafford í gær Stórleikur Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni átti að fara fram um helgina en fór aldrei fram. Ósáttir stuðningsmenn Manchester United sáu til þess. 3. maí 2021 09:00
Leik Manchester United og Liverpool frestað Leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað. Leikurinn átti að hefjast klukkan 15.30 en vegna mótmæla stuðningsfólks Man United í kringum Old Trafford, heimavöll liðsins, hefur verið ákveðið að fresta leiknum. 2. maí 2021 16:40
Stuðningsfólk Manchester United ruddist inn á Old Trafford | Myndir og myndskeið Stuðningsfólk enska knattspyrnufélagsins Manchester United er allt annað en ánægt með eigendur félagsins. Fjöldi fólks ruddist inn á Old Trafford, heimavöll liðsins, nú rétt í þessu en liðið mætir Liverpool í stórleik enska boltans klukkan 15.30 í dag. 2. maí 2021 14:00