Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni á vef landlæknisembættisins.
Þar segir að ekki sér ráðlegt að bólusetja á fyrsta þriðjungi, þegar líffæramyndun sé í hámarki.
Í tilkynningunni segir að hér á landi hafi barnshafandi konur ekki verið tilgreindar í áhættuhópi vegna Covid-19. Erlendis sé þessu farið á ýmsan máta; sums staðar sé þunguðum konum forgangsraðað en í einstaka löndum séu þær ekki bólusettar.
„Mesta reynsla og góð er af notkun mRNA bóluefnanna fyrir barnshafandi konur þar sem þau voru fyrst á markað. Þar til frekari upplýsingar liggja fyrir um notkun Janssen bóluefnis hjá barnshafandi konum verða mRNA bóluefnin notuð fyrir þær hér á landi,“ segir í tilkynningunni.