Trump áfram í banni á Facebook Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. maí 2021 15:00 Donald Trump hefur ekki mátt nota Facebook, Instagram, Twitter né YouTube síðan í janúar. Getty Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. Trump fékk rauða spjaldið í janúar eftir árás stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið. Forsetinn þáverandi var sagður brjóta reglur miðlanna með því að upphefja ofbeldi en hann aðgangi hans á Twitter og YouTube var lokað sömuleiðis. Eftirlitsnefndin, sem hefur það hlutverk að skera úr um réttmæti umdeildra ákvarðana er tengjast Facebook, gagnrýndi þó að forsetinn hafi verið settur í ævilangt bann. Það hafi verið gert án nægrar umhugsunar eða tillits til nokkurra reglna. Stjórnendum Facebook var því gert að endurskoða refsinguna innan sex mánaða. The Board has upheld Facebook s decision on January 7 to suspend then-President Trump from Facebook and Instagram. Trump s posts during the Capitol riot severely violated Facebook s rules and encouraged and legitimized violence. https://t.co/veRvWpeyCi— Oversight Board (@OversightBoard) May 5, 2021 „Facebook getur annað hvort bannað aðganginn tímabundið eða eytt honum,“ sagði í Twitter-færslu nefndarinnar. Mikilvægt sé að samfélagsmiðillinn setji skýrar reglur sem gildi jafnt um alla notendur. Helle Thorning-Schmidt, formaður nefndarinnar og fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, sagðist viss um að Facebook hefði skilning á þessari afstöðu eftirlitsnefndarinnar. „Við erum að segja Facebook að leggjast aftur yfir málið og sýna meira gagnsæi. Það þarf að koma fram við alla notendur á sama hátt og ekki beita gerræðislegum refsingum,“ sagði Thorning-Schmidt. Trump, sem sagður er íhuga að bjóða sig aftur fram til forseta árið 2024, deyr þó ekki ráðalaus þótt hann megi ekki lengur skrifa á Twitter og Facebook. Hann opnaði nýtt vefsvæði í gær, eins konar persónulega Twitter-síðu, þar sem hann deilir skoðunum sínum. Bandaríkin Facebook Donald Trump Samfélagsmiðlar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Trump fékk rauða spjaldið í janúar eftir árás stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið. Forsetinn þáverandi var sagður brjóta reglur miðlanna með því að upphefja ofbeldi en hann aðgangi hans á Twitter og YouTube var lokað sömuleiðis. Eftirlitsnefndin, sem hefur það hlutverk að skera úr um réttmæti umdeildra ákvarðana er tengjast Facebook, gagnrýndi þó að forsetinn hafi verið settur í ævilangt bann. Það hafi verið gert án nægrar umhugsunar eða tillits til nokkurra reglna. Stjórnendum Facebook var því gert að endurskoða refsinguna innan sex mánaða. The Board has upheld Facebook s decision on January 7 to suspend then-President Trump from Facebook and Instagram. Trump s posts during the Capitol riot severely violated Facebook s rules and encouraged and legitimized violence. https://t.co/veRvWpeyCi— Oversight Board (@OversightBoard) May 5, 2021 „Facebook getur annað hvort bannað aðganginn tímabundið eða eytt honum,“ sagði í Twitter-færslu nefndarinnar. Mikilvægt sé að samfélagsmiðillinn setji skýrar reglur sem gildi jafnt um alla notendur. Helle Thorning-Schmidt, formaður nefndarinnar og fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, sagðist viss um að Facebook hefði skilning á þessari afstöðu eftirlitsnefndarinnar. „Við erum að segja Facebook að leggjast aftur yfir málið og sýna meira gagnsæi. Það þarf að koma fram við alla notendur á sama hátt og ekki beita gerræðislegum refsingum,“ sagði Thorning-Schmidt. Trump, sem sagður er íhuga að bjóða sig aftur fram til forseta árið 2024, deyr þó ekki ráðalaus þótt hann megi ekki lengur skrifa á Twitter og Facebook. Hann opnaði nýtt vefsvæði í gær, eins konar persónulega Twitter-síðu, þar sem hann deilir skoðunum sínum.
Bandaríkin Facebook Donald Trump Samfélagsmiðlar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira