„Þetta er margs konar klúður“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. maí 2021 18:26 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar. vísir/Vilhelm Sérfræðingar sem komu fyrir velferðarnefnd í morgun lýstu yfir áhyggjum af stöðu skimana fyrir leghálskrabbameini, að sögn nefndarformanns. Hún segir breytingar á þjónustunni klúður sem stefni heilsu kvenna í hættu. Þingmenn ráku í dag á eftir skýrslu heilbrigðisráðherra um efnið. Alþingi samþykkti í byrjun mars skýrslubeiðni til heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir að greint verði frá öllum forsendum að baki þeirri ákvörðun að flytja greiningar á sýnum til Danmerkur. Í dag steig hver þingmaðurinn á fætur öðrum í pontu og bað forseta Alþingis um kanna hvernig vinnu miðar. „Ég hefði haldið að þessa skýrslu hefði bara verið hægt að prenta út. Vegna þess að þessar upplýsingar hefðu legið fyrir til grundvallar þessari vegferð. Það var aldeilis ekki svo,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar í dag. Ráðherra hefur lögum samkvæmt tíu vikna frest en þingmenn eru óþreyjufullir nú þegar níu vikur eru liðnar þar sem óskað var eftir samráði við þingflokka um að óháður aðili yrði fenginn til skýrslugerðar. Það hafi ekki gerst. „Maður upplifir að það er óöryggi meðal kvenna með algjöra grundvallar heilbrigðisþjónustu. Okkur fannst mikilvægt að það yrði fenginn óháður aðili til að rýna forsendurnar og gögnin til þess að vinnan væri líkleg til þess að skapa traust aftur,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm „Við þekkjum öll aðdraganda þessara breytinga; algjör skortur á kynningu og svo þessi sterku viðbrögð frá læknum og konum, sem kallar á að það þurfi að skoða hvað bjó þarna að baki.“ Að sögn heilbrigðisráðherra stendur vinna við skýrsluna yfir innan ráðuneytisins. Fjallað var um breytingar á fyrirkomulagi skimana í velferðarnefnd í morgun og nefndarformaður segir fjölmarga gesti sem komu fyrir nefndina hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni. „Allir gestir sem komu fyrir nefndina gerðu það. Bæði inni á Landspítala og sjálfstætt starfandi. Allt sérfræðingar úr heilbrigðiskerfinu sem voru að lýsa yfir áhyggjum,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Þeir hafi kvartað undan lélegu upplýsingaflæði fra Danmörku og seinagangi. „Í dag held ég að við séum komin með vandann það mikið í fangið að það er ekki hægt að bíða eftir niðurstöðu skýrslu með aðgerðir. Ég held að heilbrigðisráðherra verði bara að taka ákvörðun um að þetta var ekki góð hugmynd og að við skulum framkvæma þessar rannsóknir hér á Íslandi,“ segir Helga Vala. „Öryggi kvenna er í hættu. Þeirra heilsa og öryggi er í hættu út af þessu klúðri.“ Er það eitthvað sem sérfræðingar eru að segja ? „Já, alveg klárlega. Vegna þess að eftir því sem biðin er lengri eftir niðurstöðu þeim mun meiri hætta er á að krabbamein nái að þróast. Svo auka þessar tilfærslur hættuna á að það verði klúður í skráningunni og það sé ekki hægt að rekja hver eigi hvaða sýni. Að það séu rangar upplýsingar sem berist jafnvel til kvenna. Þetta er margs konar klúður,“ segir Helga Vala. Skimun fyrir krabbameini Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Alþingi samþykkti í byrjun mars skýrslubeiðni til heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir að greint verði frá öllum forsendum að baki þeirri ákvörðun að flytja greiningar á sýnum til Danmerkur. Í dag steig hver þingmaðurinn á fætur öðrum í pontu og bað forseta Alþingis um kanna hvernig vinnu miðar. „Ég hefði haldið að þessa skýrslu hefði bara verið hægt að prenta út. Vegna þess að þessar upplýsingar hefðu legið fyrir til grundvallar þessari vegferð. Það var aldeilis ekki svo,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar í dag. Ráðherra hefur lögum samkvæmt tíu vikna frest en þingmenn eru óþreyjufullir nú þegar níu vikur eru liðnar þar sem óskað var eftir samráði við þingflokka um að óháður aðili yrði fenginn til skýrslugerðar. Það hafi ekki gerst. „Maður upplifir að það er óöryggi meðal kvenna með algjöra grundvallar heilbrigðisþjónustu. Okkur fannst mikilvægt að það yrði fenginn óháður aðili til að rýna forsendurnar og gögnin til þess að vinnan væri líkleg til þess að skapa traust aftur,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm „Við þekkjum öll aðdraganda þessara breytinga; algjör skortur á kynningu og svo þessi sterku viðbrögð frá læknum og konum, sem kallar á að það þurfi að skoða hvað bjó þarna að baki.“ Að sögn heilbrigðisráðherra stendur vinna við skýrsluna yfir innan ráðuneytisins. Fjallað var um breytingar á fyrirkomulagi skimana í velferðarnefnd í morgun og nefndarformaður segir fjölmarga gesti sem komu fyrir nefndina hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni. „Allir gestir sem komu fyrir nefndina gerðu það. Bæði inni á Landspítala og sjálfstætt starfandi. Allt sérfræðingar úr heilbrigðiskerfinu sem voru að lýsa yfir áhyggjum,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Þeir hafi kvartað undan lélegu upplýsingaflæði fra Danmörku og seinagangi. „Í dag held ég að við séum komin með vandann það mikið í fangið að það er ekki hægt að bíða eftir niðurstöðu skýrslu með aðgerðir. Ég held að heilbrigðisráðherra verði bara að taka ákvörðun um að þetta var ekki góð hugmynd og að við skulum framkvæma þessar rannsóknir hér á Íslandi,“ segir Helga Vala. „Öryggi kvenna er í hættu. Þeirra heilsa og öryggi er í hættu út af þessu klúðri.“ Er það eitthvað sem sérfræðingar eru að segja ? „Já, alveg klárlega. Vegna þess að eftir því sem biðin er lengri eftir niðurstöðu þeim mun meiri hætta er á að krabbamein nái að þróast. Svo auka þessar tilfærslur hættuna á að það verði klúður í skráningunni og það sé ekki hægt að rekja hver eigi hvaða sýni. Að það séu rangar upplýsingar sem berist jafnvel til kvenna. Þetta er margs konar klúður,“ segir Helga Vala.
Skimun fyrir krabbameini Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira