Ferðamenn dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða lögregluþjón á Ítalíu Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2021 23:47 Finnegan Lee Elder hlustar á dómara kveða upp dóm sinni. Hægra megin við hann, með ljósa grímu, er Gabriel Natale-Hjorth. AP/Gregorio Borgia Tveir bandarískir ferðamenn voru í dag dæmdir fyrir að myrða ítalskan lögregluþjón nærri hóteli þeirra í Róm árið 2019. Mennirnir voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morðið en þeir héldu því fram að um sjálfsvörn hefði verið að ræða. Þeir voru einnig fundnir sekir um tilraun til fjárkúgunar, mótþróa gegn valdstjórn og að bera stóran hníf án tilefnis. Í júlí 2019 voru þeir Finnegan Lee Elder (19) og Gabriel Christian Natale-Hjorth (18) staddir í Róm í fríi. Eftir deilur við fíkniefnasala stakk Elder lögregluþjóninn Mario Cerciello Rega ellefu sinnum. Elder viðurkenndi að hafa stungið Rega, samkvæmt frétt Reuters, en Bandaríkjamennirnir sögðust hafa talið Rega og starfsfélaga hans vera þrjóta sem hafi ætlað að ræna þá. Skömmu áður höfðu þeir reynt að kaupa fíkniefni af fíkniefnasala en sá mun hafa reynt að stinga af. Elder og Natale-Hjorth náðu að grípa tösku úr höndunum á manni sem var með fíkniefnasalanum og komust seinna að samkomulagi um að hitta þá og láta þá fá töskuna aftur í skiptum fyrir peningana þeirra. Frá dómsuppkvaðningunni í dag. Í stað fíkniefnasala mættu Rega og lögregluþjónninn Andra Varriale. Báðir voru óeinkennisklæddir og sagði Elder fyrir dómi að lögregluþjónarnir hefðu ráðist á sig og Natale-Hjorth. Því neitaði Varriale. Hann sagði þá hafa greinilega tilkynnt að þeir væru lögregluþjónar. Í ryskingum þeirra stakk Elder Rega ellefu sinnum með 18 sentímetra löngum hníf sem hann hafði flutt með sér frá Bandaríkjunum. Natale-Hjorth hélt því fram að hann hefði ekki vitað af því að Rega hefði tekið hníf með sér en fingrafar hans fannst þó á felustað hnífsins á hótelherbergi þeirra. Reuters segir fjölmiðla á Ítalíu hafa sagt frá því að fíkniefnasalinn hafi verið uppljóstrari lögreglunnar og hann hafi beðið um hjálp við að ná töskunni aftur. Dómarar höfnuðu málflutningi Bandaríkjamannanna alfarið og var þeim veitt þyngsta refsing sem mögulegt var. Með góðri hegðun gæti þeim verið sleppt á skilorð eftir 21 ár. Þeir geta þó áfrýjað dómnum. Francesco Petrelli, lögmaður Natale-Hjorth, segir dóminn vera rangan og sláandi. Ítalía Bandaríkin Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
Þeir voru einnig fundnir sekir um tilraun til fjárkúgunar, mótþróa gegn valdstjórn og að bera stóran hníf án tilefnis. Í júlí 2019 voru þeir Finnegan Lee Elder (19) og Gabriel Christian Natale-Hjorth (18) staddir í Róm í fríi. Eftir deilur við fíkniefnasala stakk Elder lögregluþjóninn Mario Cerciello Rega ellefu sinnum. Elder viðurkenndi að hafa stungið Rega, samkvæmt frétt Reuters, en Bandaríkjamennirnir sögðust hafa talið Rega og starfsfélaga hans vera þrjóta sem hafi ætlað að ræna þá. Skömmu áður höfðu þeir reynt að kaupa fíkniefni af fíkniefnasala en sá mun hafa reynt að stinga af. Elder og Natale-Hjorth náðu að grípa tösku úr höndunum á manni sem var með fíkniefnasalanum og komust seinna að samkomulagi um að hitta þá og láta þá fá töskuna aftur í skiptum fyrir peningana þeirra. Frá dómsuppkvaðningunni í dag. Í stað fíkniefnasala mættu Rega og lögregluþjónninn Andra Varriale. Báðir voru óeinkennisklæddir og sagði Elder fyrir dómi að lögregluþjónarnir hefðu ráðist á sig og Natale-Hjorth. Því neitaði Varriale. Hann sagði þá hafa greinilega tilkynnt að þeir væru lögregluþjónar. Í ryskingum þeirra stakk Elder Rega ellefu sinnum með 18 sentímetra löngum hníf sem hann hafði flutt með sér frá Bandaríkjunum. Natale-Hjorth hélt því fram að hann hefði ekki vitað af því að Rega hefði tekið hníf með sér en fingrafar hans fannst þó á felustað hnífsins á hótelherbergi þeirra. Reuters segir fjölmiðla á Ítalíu hafa sagt frá því að fíkniefnasalinn hafi verið uppljóstrari lögreglunnar og hann hafi beðið um hjálp við að ná töskunni aftur. Dómarar höfnuðu málflutningi Bandaríkjamannanna alfarið og var þeim veitt þyngsta refsing sem mögulegt var. Með góðri hegðun gæti þeim verið sleppt á skilorð eftir 21 ár. Þeir geta þó áfrýjað dómnum. Francesco Petrelli, lögmaður Natale-Hjorth, segir dóminn vera rangan og sláandi.
Ítalía Bandaríkin Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira