Sextán andlát og 55 alvarleg atvik tilkynnt í kjölfar bólusetninga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. maí 2021 06:47 Hafa ber í huga að þær tölur sem birtar eru á vef Lyfjastofnunar snúa að tilkynningum um grun um aukaverkun. Heildarfjöldi tilkynninga telja nú 873. Vísir/Vilhelm Sextán tilkynningar um andlát í kjölfar bólusetninga hafa borist Lyfjastofnun það sem af er ári. Í heildina hafa borist 55 tilkynningar um alvarleg atvik í kjölfar bólusetningar með bóluefnum frá Pfizer, Moderna og AstraZeneca. Þetta kemur fram í svörum Lyfjastofnunar við fyrirspurn Vísis. Átta andlát voru tilkynnt í kjölfar bólusetninga í janúar, tvö í febrúar, fimm í mars og eitt í apríl. Líkt og áður hefur verið greint frá var sérstök rannsókn framkvæmd af embætti landlæknis í kjölfar fimm fyrstu alvarlegu tilkynningana vegna gruns um aukaverkun og voru niðurstöður birtar 20. janúar. Niðurstaðan var sú að í fjórum tilvikanna væri ekki eða ólíklega um orsakatengsl að ræða en í einu tilviki var ekki hægt að útiloka tengsl með vissu, þó líklega hefði andlátið verið af völdum undirliggjandi ástands. „Tíðni andláta er ekki hærri en búast mætti við í þeim hópi sem bólusettur hefur verið. Að svo komnu er ekkert bendir til orsakasamhengis milli tilkynntra andláta og bólusetninga gegn COVID-19,“ segir í svörum Lyfjastofnunar við fyrirspurn Vísis. Þrír í lífshættulegu ástandi eftir bólusetningu Þrjátíu alvarlegar tilkynningar hafa borist í kjölfar bólusetningar með bóluefninu frá Pfizer. Fimmtán varða andlát og fjórtán af þeim andlát einstaklinga 75 ára og eldri. Tólf af þessum fjórtán voru með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma. Eitt andlátið varðaði eldri einstakling, það er að segja á aldrinum 65 til 74 ára, sem var með marga undirliggjandi sjúkdóma. Af hinum fimmtán voru tíu lagðir inn á sjúkrahús og þar af voru tveir í lífshættulegu ástandi. Fimm tilkynningar töldust klínískt mikilvægar og voru þar af leiðandi flokkaðar sem alvarlegar. Fimm alvarlegar tilkynningar hafa borist vegna bóluefnisins frá Moderna, þar af fjórar vegna sjúkrahúsvista en enginn var í lífshættulegu ástandi. Ein tilkynning taldist klínískt mikilvæg og var flokkuð sem alvarleg. Þá hafa tuttugu alvarlegar tilkynningar borist vegna bóluefnisins frá AstraZeneca. Ein varðar andlát eldri einstaklings og fimmtán sjúkrahúsvist en þar af var einn í lífshættulegu ástandi. Fjórar tilkynningar töldust klínískt mikilvægar og voru flokkaðar sem alvarlegar. Ekki víst að um orsakasamband sé að ræða Í svari sínu til Vísis ítekar Lyfjastofnun að þegar tilkynningar berast er ekki vitað hvort um orsakasamhengi milli bólusetningar og tilkynntra tilvika sé að ræða. Skoðun á öllum tilkynningum sé hluti af hefðbundnu lyfjagátarkerfi Lyfjastofnunar, þar sem leitast sé við að fá frekari upplýsingar um tilkynnt tilvik, þegar upplýsingar geta varpað betra ljósi á tilvikin. „Tilkynningarnar eru síðan metnar ásamt öllum öðrum tilkynntum tilvikum í samevrópskum lyfjagátargagnagrunni (Eudravigilance), í samstarfi við aðrar stofnanir á EES-svæðinu. Þannig er hægt að meta upplýsingar í hverju tilfelli fyrir sig en einnig skoða samnefnara á milli tilfellanna, en reynist mynstur svipað í tilkynntum tilfellum styður það við mat á orsakasambandi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum Lyfjastofnunar við fyrirspurn Vísis. Átta andlát voru tilkynnt í kjölfar bólusetninga í janúar, tvö í febrúar, fimm í mars og eitt í apríl. Líkt og áður hefur verið greint frá var sérstök rannsókn framkvæmd af embætti landlæknis í kjölfar fimm fyrstu alvarlegu tilkynningana vegna gruns um aukaverkun og voru niðurstöður birtar 20. janúar. Niðurstaðan var sú að í fjórum tilvikanna væri ekki eða ólíklega um orsakatengsl að ræða en í einu tilviki var ekki hægt að útiloka tengsl með vissu, þó líklega hefði andlátið verið af völdum undirliggjandi ástands. „Tíðni andláta er ekki hærri en búast mætti við í þeim hópi sem bólusettur hefur verið. Að svo komnu er ekkert bendir til orsakasamhengis milli tilkynntra andláta og bólusetninga gegn COVID-19,“ segir í svörum Lyfjastofnunar við fyrirspurn Vísis. Þrír í lífshættulegu ástandi eftir bólusetningu Þrjátíu alvarlegar tilkynningar hafa borist í kjölfar bólusetningar með bóluefninu frá Pfizer. Fimmtán varða andlát og fjórtán af þeim andlát einstaklinga 75 ára og eldri. Tólf af þessum fjórtán voru með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma. Eitt andlátið varðaði eldri einstakling, það er að segja á aldrinum 65 til 74 ára, sem var með marga undirliggjandi sjúkdóma. Af hinum fimmtán voru tíu lagðir inn á sjúkrahús og þar af voru tveir í lífshættulegu ástandi. Fimm tilkynningar töldust klínískt mikilvægar og voru þar af leiðandi flokkaðar sem alvarlegar. Fimm alvarlegar tilkynningar hafa borist vegna bóluefnisins frá Moderna, þar af fjórar vegna sjúkrahúsvista en enginn var í lífshættulegu ástandi. Ein tilkynning taldist klínískt mikilvæg og var flokkuð sem alvarleg. Þá hafa tuttugu alvarlegar tilkynningar borist vegna bóluefnisins frá AstraZeneca. Ein varðar andlát eldri einstaklings og fimmtán sjúkrahúsvist en þar af var einn í lífshættulegu ástandi. Fjórar tilkynningar töldust klínískt mikilvægar og voru flokkaðar sem alvarlegar. Ekki víst að um orsakasamband sé að ræða Í svari sínu til Vísis ítekar Lyfjastofnun að þegar tilkynningar berast er ekki vitað hvort um orsakasamhengi milli bólusetningar og tilkynntra tilvika sé að ræða. Skoðun á öllum tilkynningum sé hluti af hefðbundnu lyfjagátarkerfi Lyfjastofnunar, þar sem leitast sé við að fá frekari upplýsingar um tilkynnt tilvik, þegar upplýsingar geta varpað betra ljósi á tilvikin. „Tilkynningarnar eru síðan metnar ásamt öllum öðrum tilkynntum tilvikum í samevrópskum lyfjagátargagnagrunni (Eudravigilance), í samstarfi við aðrar stofnanir á EES-svæðinu. Þannig er hægt að meta upplýsingar í hverju tilfelli fyrir sig en einnig skoða samnefnara á milli tilfellanna, en reynist mynstur svipað í tilkynntum tilfellum styður það við mat á orsakasambandi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira