Hljóð og mynd Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 7. maí 2021 08:01 Unga fólkið okkar er að taka lokapróf um þessar mundir. Gluggaveðrið freistar þeirra til útiveru, en eins og við öll þrá þau samveru og meira frelsi en síðast liðið ár hefur boðið upp á og þau horfa eðlilega björtum augum til sólardaga án næturmyrkva sem og framtíðarinnar. Það kastar skugga á annars gleðilega sólardaga að renna huga til þess að því lengra sem líður á menntabrautinni fer að myndast gjá í hóp ungs fólks. Drengir falla frá námi á slíkum hraða að þegar í háskóla er komið eru þeir umtalsvert færri en hófu framhaldsskólanám og nú þegar útskrifast fleiri konur en karlar úr háskólum landsins. Ójafnvægið blasir því strax við þegar út á vinnumarkað skal haldið en tekur breytingum eftir því sem lengra er komið í atvinnulífinu. Þá snýst skekkjan aftur við og konur sem leiddu veginn á leið út úr háskólanum þreyja að því er virðist endalausa baráttu við glerþak sem neitar að gefa sig. Þó langt sé síðan að við sem samfélag tókum ákvörðun um að vera fremst jafningja fyrir jafnrétti þá höfum við ekki náð að setja það í verk, hugmyndin um jafnrétti er frekar á orði en á borði. Þannig minnir atvinnulífið á þöglu myndirnar – hljóð og mynd fara ekki saman. Við eigum hugmynd um jafnrétti en framkvæmdin lætur á sér standa. Jafnrétti í stjórnunarstöðum bæði stjórna og framkvæmdastjórna heyrir til einstakra undantekninga og þá einna helst hjá fyrirtækjum sem hafa tekið markvissa ákvörðun um að forgangsraða jafnrétti og fjölbreytni OG lánast að framkvæma. Það stefnir sjálfkrafa því í annan hring af kynja- og jafnréttisskekkju sem mun taka dágóða stund fyrir samfélagið okkar að finna leið út úr. Málið er að við erum harðdugleg, kröftug og kjörkuð þjóð. Fyrst við getum klappað stemmingar-HÚH! í takt, þá getum við líka stappað jafnrétti í takt í samfélagi okkar. Að tengja saman hljóð og mynd atvinnulífsins með nýjum aðferðum og tækjum er ekki einungis samfélaginu til heilla og góða, heldur varðar hreinlega samkeppnishæfni samfélagsins í heild sem nú glímir við áður óheyrðar atvinnuleysistölur um áratuga skeið. Stillum hugarfarið af, horfum keik mót sólu, sköpum menningu fjölbreytni, grósku og vaxtar og okkur mun farnast vel. Það er bara ein góð leið fær, en útfærslurnar óteljandi. Njóta sólardaganna sem mest við megum, vera samhuga og samstíga í að framkvæma og iðka jafnrétti meira í dag en í gær og þannig jafnast sársaukafullar skekkjur og sambandsrof á mun einfaldari og skjótari máta en ella. Við þurfum á öllum okkar styrkleikum og orku að halda til þess að eiga heilbrigt og kraftmikið atvinnulíf. Fjölbreytni er grundvallarbreyta og hraðall til farsældar á þessari vegferð. Keyrum hljóð og mynd í takt með ákvörðun um jafnrétti til framkvæmda nú þegar, ellegar mætir önnur jafnréttisskekkja unga fólkinu þegar skólanum lýkur og sumri fer að halla. Við getum auðveldlega gert betur og eigum betra skilið frá okkur sjálfum. Jafnrétti er ákvörðun. Ákvörðun sem engin framkvæmd fylgir heitir skoðun. Sýnum jafnrétti jafnt í orði sem á borði og tengjum saman hljóð og mynd. Höfundur er eigandi Vinnupalla, fjárfestir og FKA kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Unga fólkið okkar er að taka lokapróf um þessar mundir. Gluggaveðrið freistar þeirra til útiveru, en eins og við öll þrá þau samveru og meira frelsi en síðast liðið ár hefur boðið upp á og þau horfa eðlilega björtum augum til sólardaga án næturmyrkva sem og framtíðarinnar. Það kastar skugga á annars gleðilega sólardaga að renna huga til þess að því lengra sem líður á menntabrautinni fer að myndast gjá í hóp ungs fólks. Drengir falla frá námi á slíkum hraða að þegar í háskóla er komið eru þeir umtalsvert færri en hófu framhaldsskólanám og nú þegar útskrifast fleiri konur en karlar úr háskólum landsins. Ójafnvægið blasir því strax við þegar út á vinnumarkað skal haldið en tekur breytingum eftir því sem lengra er komið í atvinnulífinu. Þá snýst skekkjan aftur við og konur sem leiddu veginn á leið út úr háskólanum þreyja að því er virðist endalausa baráttu við glerþak sem neitar að gefa sig. Þó langt sé síðan að við sem samfélag tókum ákvörðun um að vera fremst jafningja fyrir jafnrétti þá höfum við ekki náð að setja það í verk, hugmyndin um jafnrétti er frekar á orði en á borði. Þannig minnir atvinnulífið á þöglu myndirnar – hljóð og mynd fara ekki saman. Við eigum hugmynd um jafnrétti en framkvæmdin lætur á sér standa. Jafnrétti í stjórnunarstöðum bæði stjórna og framkvæmdastjórna heyrir til einstakra undantekninga og þá einna helst hjá fyrirtækjum sem hafa tekið markvissa ákvörðun um að forgangsraða jafnrétti og fjölbreytni OG lánast að framkvæma. Það stefnir sjálfkrafa því í annan hring af kynja- og jafnréttisskekkju sem mun taka dágóða stund fyrir samfélagið okkar að finna leið út úr. Málið er að við erum harðdugleg, kröftug og kjörkuð þjóð. Fyrst við getum klappað stemmingar-HÚH! í takt, þá getum við líka stappað jafnrétti í takt í samfélagi okkar. Að tengja saman hljóð og mynd atvinnulífsins með nýjum aðferðum og tækjum er ekki einungis samfélaginu til heilla og góða, heldur varðar hreinlega samkeppnishæfni samfélagsins í heild sem nú glímir við áður óheyrðar atvinnuleysistölur um áratuga skeið. Stillum hugarfarið af, horfum keik mót sólu, sköpum menningu fjölbreytni, grósku og vaxtar og okkur mun farnast vel. Það er bara ein góð leið fær, en útfærslurnar óteljandi. Njóta sólardaganna sem mest við megum, vera samhuga og samstíga í að framkvæma og iðka jafnrétti meira í dag en í gær og þannig jafnast sársaukafullar skekkjur og sambandsrof á mun einfaldari og skjótari máta en ella. Við þurfum á öllum okkar styrkleikum og orku að halda til þess að eiga heilbrigt og kraftmikið atvinnulíf. Fjölbreytni er grundvallarbreyta og hraðall til farsældar á þessari vegferð. Keyrum hljóð og mynd í takt með ákvörðun um jafnrétti til framkvæmda nú þegar, ellegar mætir önnur jafnréttisskekkja unga fólkinu þegar skólanum lýkur og sumri fer að halla. Við getum auðveldlega gert betur og eigum betra skilið frá okkur sjálfum. Jafnrétti er ákvörðun. Ákvörðun sem engin framkvæmd fylgir heitir skoðun. Sýnum jafnrétti jafnt í orði sem á borði og tengjum saman hljóð og mynd. Höfundur er eigandi Vinnupalla, fjárfestir og FKA kona.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun