Glæpahópar flytji inn konur til að stunda vændi Nadine Guðrún Yaghi og Birgir Olgeirsson skrifa 6. maí 2021 16:06 Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/ARNAR Lögregla telur að skipulagðir glæpahópar á Íslandi sendi konur til landsins í þeim eina tilgangi að stunda vændi. Viðskipti með fólk er eitt það arðbærasta í skipulagðri glæpastarfsemi að sögn lögreglufulltrúa. Í vikunni hefur Kompás fjallað um skipulagða glæpahópa og ógnina af þeim. Lögregla telur að hér starfi um fimmtán hópar, með allt að þrjátíu manns í hverjum hópi. Fjallað var um aukna hörku, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti sem nú einkenna undirheima Íslands. Algengt er að mansal og vændi sé hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. „Þeir gera út vændiskonur. Þessir hópar sem við erum að sjá eru jafnvel að gera út frá öðrum löndum og senda konurnar hingað sem eru hérna í stuttan tíma í senn, auglýsa sitt vændi og fara síðan aftur,“ segir Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi. Málin séu oft flókin og erfitt fyrir lögreglu og taka þau lengra. „Þær konur sem hafa verið að stunda vændi hér á landi, erlendar konur í flestum tilfellum, hafa ekki verið fúsar til að ræða við lögreglu eða telja sig ekki vera fórnarlömb og segja okkur að það sé enginn sem neyðir þær til að koma hingað,“ segir Einar og bætir við að lögregla hafi þó sterkan grun um annað. Í byrjun desember fór lögregla í markvissar aðgerðir gegn vændi. Framboðið kom Einari á óvart. „Hversu mikið það var, og eins eftirspurnin. Við fórum á nokkra staði og ræddum við þessar konur og í kjölfarið fengu þó nokkrir menn réttarstöðu sakbornings,“ segir Einar. Á fimmta tug fengu réttarstöðu sakbornings eftir aðgerðir lögreglu í desember. Málin séu öll á leið á ákærusvið á næstu dögum og telur Einar allar líkur á því að þau endi með sektargreiðslu. „Þetta eru mjög alvarleg mál og viðskipti með fólk er eitt það arðbærasta í skipulagðri glæpastarfsemi og það er náttúrulega mjög alvarlegt,“ segir Einar Guðberg. Kompás Lögreglumál Vændi Tengdar fréttir „Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Í vikunni hefur Kompás fjallað um skipulagða glæpahópa og ógnina af þeim. Lögregla telur að hér starfi um fimmtán hópar, með allt að þrjátíu manns í hverjum hópi. Fjallað var um aukna hörku, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti sem nú einkenna undirheima Íslands. Algengt er að mansal og vændi sé hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. „Þeir gera út vændiskonur. Þessir hópar sem við erum að sjá eru jafnvel að gera út frá öðrum löndum og senda konurnar hingað sem eru hérna í stuttan tíma í senn, auglýsa sitt vændi og fara síðan aftur,“ segir Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi. Málin séu oft flókin og erfitt fyrir lögreglu og taka þau lengra. „Þær konur sem hafa verið að stunda vændi hér á landi, erlendar konur í flestum tilfellum, hafa ekki verið fúsar til að ræða við lögreglu eða telja sig ekki vera fórnarlömb og segja okkur að það sé enginn sem neyðir þær til að koma hingað,“ segir Einar og bætir við að lögregla hafi þó sterkan grun um annað. Í byrjun desember fór lögregla í markvissar aðgerðir gegn vændi. Framboðið kom Einari á óvart. „Hversu mikið það var, og eins eftirspurnin. Við fórum á nokkra staði og ræddum við þessar konur og í kjölfarið fengu þó nokkrir menn réttarstöðu sakbornings,“ segir Einar. Á fimmta tug fengu réttarstöðu sakbornings eftir aðgerðir lögreglu í desember. Málin séu öll á leið á ákærusvið á næstu dögum og telur Einar allar líkur á því að þau endi með sektargreiðslu. „Þetta eru mjög alvarleg mál og viðskipti með fólk er eitt það arðbærasta í skipulagðri glæpastarfsemi og það er náttúrulega mjög alvarlegt,“ segir Einar Guðberg.
Kompás Lögreglumál Vændi Tengdar fréttir „Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
„Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00