Sjálfstæðisstefnan til varnar einkaframtakinu Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 7. maí 2021 09:00 Undanfarin ár hef ég farið í reglulegar heimsóknir til lítilla og meðalstórra fyrirtækja víða um land, flestra þó í Reykjavík. Það hefur verið virkilega skemmtilegt og fræðandi að fá tækifæri til að kynnast alls konar starfsemi, allt frá leiktækjaframleiðslu til ofnasmiðju, frá lífrænni mjólkurvöruframleiðslu til ráðgjafaþjónustu, svo nokkur dæmi séu tekin. Þessi fyrirtæki eru rekin af einstaklingum. Þau skapa verðmæti fyrir samfélagið og hafa fólk í vinnu; þau halda uppi atvinnustiginu. Líklega starfa um 80% launþega í einkageiranum hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Oft hvílir ábyrgð rekstursins á herðum fárra. Mörg fyrirtæki í landinu eru rekin af fjölskyldum. Það hefur jafnframt verið ómetanlegt að fá að hlusta á fólkið sem rekur þessi mögnuðu fyrirtæki. Í heimsóknum okkar fórum við fljótlega að heyra samhljóma stef. Fólkinu sem rekur þessi fyrirtæki líður eins og framlag þeirra til samfélagsins sé ekki metið að verðleikum. Og það sem meira og verra er – því líður eins og komið sé fram við fyrirtækin eins og þiggjendur en ekki veitendur í efnahagslífinu. Því finnst rekstrarumhverfi fyrirtækjanna vera þunglamalegt og regluverkið flókið, eins og kerfið sé hannað til þess að flækja aðstæður þeirra en ekki auðvelda, eins og þau séu þjónar kerfisins en það ekki þeirra. Rekstraraðilar gera sömuleiðis margir hverjir athugasemdir við níðþungar álögur, sérstaklega þeir sem eru staðsettir í Reykjavík. Þar virðist enda stefnan vera sú að fækka fyrirtækjunum sem mörg hver hafa flutt reksturinn yfir í nágrannasveitarfélög. Þessi viðhorf til íslenskra fyrirtækja vekja mikla furðu. Efnahagsleg velferð okkar, atvinnustig og verðmætasköpun, er grundvölluð á framtaki einstaklinga, sérstaklega þeirra sem vinna hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Það ætti því að vera algjört forgangsmál að einfalda regluverk og minnka álögur í rekstrarumhverfi þeirra. Fyrirtæki í afmörkuðum og einföldum rekstri eru að sligast undan formkröfum varðandi persónuvernd og hvers kyns vottunum. Skrifræðið er að kæfa þau. Afleiðingin verður sóun og minni framleiðni sem leiðir til atvinnuleysis og lakari lífskjara. Hver er ástæða þess að margir hafa misst tengslin við þennan veruleika? Getur verið að þeirri augljósu staðreynd sé ekki haldið á lofti á Íslandi að það er fólkið í atvinnulífinu sem skapar verðmætin sem til skiptanna eru? Höfundur er hæstaréttarlögmaður, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hef ég farið í reglulegar heimsóknir til lítilla og meðalstórra fyrirtækja víða um land, flestra þó í Reykjavík. Það hefur verið virkilega skemmtilegt og fræðandi að fá tækifæri til að kynnast alls konar starfsemi, allt frá leiktækjaframleiðslu til ofnasmiðju, frá lífrænni mjólkurvöruframleiðslu til ráðgjafaþjónustu, svo nokkur dæmi séu tekin. Þessi fyrirtæki eru rekin af einstaklingum. Þau skapa verðmæti fyrir samfélagið og hafa fólk í vinnu; þau halda uppi atvinnustiginu. Líklega starfa um 80% launþega í einkageiranum hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Oft hvílir ábyrgð rekstursins á herðum fárra. Mörg fyrirtæki í landinu eru rekin af fjölskyldum. Það hefur jafnframt verið ómetanlegt að fá að hlusta á fólkið sem rekur þessi mögnuðu fyrirtæki. Í heimsóknum okkar fórum við fljótlega að heyra samhljóma stef. Fólkinu sem rekur þessi fyrirtæki líður eins og framlag þeirra til samfélagsins sé ekki metið að verðleikum. Og það sem meira og verra er – því líður eins og komið sé fram við fyrirtækin eins og þiggjendur en ekki veitendur í efnahagslífinu. Því finnst rekstrarumhverfi fyrirtækjanna vera þunglamalegt og regluverkið flókið, eins og kerfið sé hannað til þess að flækja aðstæður þeirra en ekki auðvelda, eins og þau séu þjónar kerfisins en það ekki þeirra. Rekstraraðilar gera sömuleiðis margir hverjir athugasemdir við níðþungar álögur, sérstaklega þeir sem eru staðsettir í Reykjavík. Þar virðist enda stefnan vera sú að fækka fyrirtækjunum sem mörg hver hafa flutt reksturinn yfir í nágrannasveitarfélög. Þessi viðhorf til íslenskra fyrirtækja vekja mikla furðu. Efnahagsleg velferð okkar, atvinnustig og verðmætasköpun, er grundvölluð á framtaki einstaklinga, sérstaklega þeirra sem vinna hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Það ætti því að vera algjört forgangsmál að einfalda regluverk og minnka álögur í rekstrarumhverfi þeirra. Fyrirtæki í afmörkuðum og einföldum rekstri eru að sligast undan formkröfum varðandi persónuvernd og hvers kyns vottunum. Skrifræðið er að kæfa þau. Afleiðingin verður sóun og minni framleiðni sem leiðir til atvinnuleysis og lakari lífskjara. Hver er ástæða þess að margir hafa misst tengslin við þennan veruleika? Getur verið að þeirri augljósu staðreynd sé ekki haldið á lofti á Íslandi að það er fólkið í atvinnulífinu sem skapar verðmætin sem til skiptanna eru? Höfundur er hæstaréttarlögmaður, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun