Hvað ertu með í eftirdragi? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 11. maí 2021 09:01 Sumarið er komið, daginn tekur að lengja og fólk hugar að sumarfríinu. Með auknum ferðalögum innanlands hefur sala og leiga á hjólhýsum og tjaldvögnum aukist síðustu misseri. Mikilvægt er að vera með á hreinu hvað þarf að hafa í huga áður en lagt er af stað. Reglur um eftirvagna Kanna þarf leyfilega hámarksþyngd á eftirvagni fyrir þinn bíl. Eftirvagn sem dreginn er af bíl breytir aksturseiginleikum bílsins og því er nauðsynlegt að huga að þessu. Almenna reglan er að heildarþyngd tengitækis eða eftirvagns sé ekki meiri en helmingur eigin þyngdar bifreiðarinnar sem dregur, ef vagninn er ekki búinn hemlum. Ef ekið er bíl með ABS hemlum og með eftirvagn sem ekki hefur hemla er hætta á að vagninn fari ekki sömu leið og bíllinn ef ökumaður þarf að nauðhemla. Rétt er þó að taka fram að eftirvagnar með heildarþyngd yfir 750 kg eiga að vera búnir hemlum. Þegar búið er að reikna út heildarþyngd vagns og bíls þarf að ganga úr skugga um að ökumaður sé með ökuréttindi til að aka þeirri þyngd og að krókurinn á bílnum passi við festinguna á vagninum. Einnig þarf að athuga að ef eftirvagn er breiðari en ökutækið sjálft þá þarf að framlengja hliðarspegla bílsins báðum megin þannig að ökumaður sjái til beggja hliða. Hægt er að nálgast upplýsingar um hámarksþyngd eftirvagns í skráningarskírteini bílsins eða á „mínu svæði“ á vef Samgöngustofu. Mismunandi ökuréttindi Á bakhlið ökuskírteinis má sjá ökuréttindaflokka og útgáfudag og lokadag hvers flokks fyrir sig. Almenn ökuréttindi kallast B réttindi en viðbótarnám til BE réttinda veitir leyfi til stjórna samtengdum ökutækjum og aka með eftirvagn. Athuga ber að ökumenn sem tóku almenn ökuréttindi fyrir 15. ágúst 1997 fengu skjálfkrafa bæði B og BE réttindi. En þeir sem tóku prófið eftir 15. ágúst 1997 eru eingöngu með B réttindi og þurfa því að sækja fjóra verklega tíma hjá ökukennara og taka verklegt próf til að fá BE réttindi. Þegar um er að ræða B réttindi er leyfð heildarþyngd bíls og eftirvagns mest 3.500 kg með þeirri undantekningu að ef eftirvagn er 750 kg eða minna af leyfðri heildarþyngd þá má samanlögð heildarþyngd mest fara upp í 4.250 kg. BE réttindi gefa ökumanni leyfi til að aka heildarþyngd bíls og eftirvagns mest 7.000 kg og eftirvagn má þá mest vera 3.500 kg og sama gildir um bílinn. Búnaður og öryggisatriði Á vefsíðu Samgöngustofu segir að tengibúnaður þurfi að vera traustur, af viðurkenndri gerð og skráður í skráningarskírteini. Alltaf skal nota öryggiskeðju og allir eftirvagnar eiga að vera með ljós sem eru hliðstæð aftur- og hliðarljósum bílsins. Mikilvægt er að tékka á öllum ljósum og virkni þeirra áður en lagt er af stað og fara yfir hjólabúnað. Skoða má nánar hvaða reglur gilda um ljósabúnað á vefsíðu Lögreglunnar. Einnig þarf að huga að eldvörnum í eftirvögnum, sérstaklega þar sem gaslagnir eru. Fylgjast þarf reglulega með gaslögnum og tengingum í vagninum og skipta út eftir þörfum og gæta þess að slökkvitæki, eldvarnarteppi, reyk- og gasskynjarar séu á sínum stað. Ávallt þarf að fara varlega með eld, sér í lagi á grónu svæði. Framrúðuplástur, hvað er nú það? Framrúðuplástur er orð sem margir hafa líklega ekki heyrt áður en um er að ræða sniðuga lausn í umferðinni. Ef þú færð stein í rúðuna og hún skemmist aukast líkurnar á að hægt sé að gera við rúðuna ef þú setur framrúðuplásturinn strax á skemmdina. Plásturinn kemur í veg fyrir að skemmdin breiði úr sér þar til þú kemst með bílinn á verkstæði. Ýmsir kostir eru við framrúðuviðgerðir. Ef gert er við rúðuna greiðir til dæmis Sjóvá viðgerðina að fullu og þú sleppur við að greiða eigin áhættu en auk þess er viðgerðartíminn styttri og minna umstang. Síðast en ekki síst er jákvætt fyrir umhverfið að minnka sóun með því að senda færri rúður í endurvinnslu. Plásturinn er ókeypis og hægt er að nálgast hann í útibúum tryggingafélaga. Er eftirvagninn raunverulega tryggður? Eftirvagn er tryggður með ábyrgðartryggingu bílsins sem dregur hann. Þá er hægt að sækja bætur í ábyrgðartryggingu bílsins ef tjón verður vegna eftirvagnsins á bíl, eignum eða mannvirki, svo dæmi sé tekið, en þó ekki ef þessir hlutir eru í eigu þess sem dregur vagninn. En til að tryggja sjálfan eftirvagninn þarf að kaskótryggja hann en kaskótrygging ökutækis nær aldrei yfir eftirvagn. Kaskótrygging eftirvagns tryggir hann meðal annars fyrir skemmdum, þjófnaði, eldsvoða og tjóni vegna óveðurs. Margir standa í þeirri meiningu að þegar þeir skrá eftirvagninn á vef Samgöngustofu og haka við að hann sé tryggður þá fari sjálfkrafa í gang einhvers konar ferli þannig að vagninn verði tryggður. Svo er ekki og þarf alltaf að tryggja eftirvagninn sérstaklega. Því þarf að leita til tryggingarfélaga varðandi sértryggingar eftirvagna. Ný lög Vert er að benda á að ný lög um ökutækjatryggingar tóku gildi 1. janúar 2020 en þar segir að þegar ökutæki dregur eftirvagn, eða annað tæki er fest við það, telst það vera ein heild og eigandi eða umráðamaður ökutækisins er ekki skaðabótaskyldur ef tjón verður á eftirvagninum eða tækinu. Eigandi (umráðamaður) ökutækis sem notað er til dráttar er hins vegar skaðabótaskyldur ef tjón hlýst af þegar það dregur annað ökutæki. Samkvæmt umferðarlögum sem tóku gildi 1. janúar 2020 er ekki lægri hámarkshraði fyrir ökutæki með eftirvagna eins og áður var. Taka skal mið af uppgefnum hámarkshraða en hann er alltaf miðaður við bestu mögulegu aðstæður. Því hraðar sem keyrt er því lengri verður hemlunarvegalengdin og því mikilvægt að taka tillit til aðstæðna og muna að eftirvagn breytir aksturseiginleikum bílsins. Hann verður þyngri og óstöðugri sem getur valdið því að hann rási til á veginum. Að lokum er nauðsynlegt að skoða veðurspána áður en lagt er af stað í ferðalag og taka tillit til þess að eftirvagn tekur á sig mikinn vind. Kapp er best með forsjá og þó við viljum flest ólm komast í fríið er um að gera að hafa vaðið fyrir neðan sig. Góða ferð! Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Sjá meira
Sumarið er komið, daginn tekur að lengja og fólk hugar að sumarfríinu. Með auknum ferðalögum innanlands hefur sala og leiga á hjólhýsum og tjaldvögnum aukist síðustu misseri. Mikilvægt er að vera með á hreinu hvað þarf að hafa í huga áður en lagt er af stað. Reglur um eftirvagna Kanna þarf leyfilega hámarksþyngd á eftirvagni fyrir þinn bíl. Eftirvagn sem dreginn er af bíl breytir aksturseiginleikum bílsins og því er nauðsynlegt að huga að þessu. Almenna reglan er að heildarþyngd tengitækis eða eftirvagns sé ekki meiri en helmingur eigin þyngdar bifreiðarinnar sem dregur, ef vagninn er ekki búinn hemlum. Ef ekið er bíl með ABS hemlum og með eftirvagn sem ekki hefur hemla er hætta á að vagninn fari ekki sömu leið og bíllinn ef ökumaður þarf að nauðhemla. Rétt er þó að taka fram að eftirvagnar með heildarþyngd yfir 750 kg eiga að vera búnir hemlum. Þegar búið er að reikna út heildarþyngd vagns og bíls þarf að ganga úr skugga um að ökumaður sé með ökuréttindi til að aka þeirri þyngd og að krókurinn á bílnum passi við festinguna á vagninum. Einnig þarf að athuga að ef eftirvagn er breiðari en ökutækið sjálft þá þarf að framlengja hliðarspegla bílsins báðum megin þannig að ökumaður sjái til beggja hliða. Hægt er að nálgast upplýsingar um hámarksþyngd eftirvagns í skráningarskírteini bílsins eða á „mínu svæði“ á vef Samgöngustofu. Mismunandi ökuréttindi Á bakhlið ökuskírteinis má sjá ökuréttindaflokka og útgáfudag og lokadag hvers flokks fyrir sig. Almenn ökuréttindi kallast B réttindi en viðbótarnám til BE réttinda veitir leyfi til stjórna samtengdum ökutækjum og aka með eftirvagn. Athuga ber að ökumenn sem tóku almenn ökuréttindi fyrir 15. ágúst 1997 fengu skjálfkrafa bæði B og BE réttindi. En þeir sem tóku prófið eftir 15. ágúst 1997 eru eingöngu með B réttindi og þurfa því að sækja fjóra verklega tíma hjá ökukennara og taka verklegt próf til að fá BE réttindi. Þegar um er að ræða B réttindi er leyfð heildarþyngd bíls og eftirvagns mest 3.500 kg með þeirri undantekningu að ef eftirvagn er 750 kg eða minna af leyfðri heildarþyngd þá má samanlögð heildarþyngd mest fara upp í 4.250 kg. BE réttindi gefa ökumanni leyfi til að aka heildarþyngd bíls og eftirvagns mest 7.000 kg og eftirvagn má þá mest vera 3.500 kg og sama gildir um bílinn. Búnaður og öryggisatriði Á vefsíðu Samgöngustofu segir að tengibúnaður þurfi að vera traustur, af viðurkenndri gerð og skráður í skráningarskírteini. Alltaf skal nota öryggiskeðju og allir eftirvagnar eiga að vera með ljós sem eru hliðstæð aftur- og hliðarljósum bílsins. Mikilvægt er að tékka á öllum ljósum og virkni þeirra áður en lagt er af stað og fara yfir hjólabúnað. Skoða má nánar hvaða reglur gilda um ljósabúnað á vefsíðu Lögreglunnar. Einnig þarf að huga að eldvörnum í eftirvögnum, sérstaklega þar sem gaslagnir eru. Fylgjast þarf reglulega með gaslögnum og tengingum í vagninum og skipta út eftir þörfum og gæta þess að slökkvitæki, eldvarnarteppi, reyk- og gasskynjarar séu á sínum stað. Ávallt þarf að fara varlega með eld, sér í lagi á grónu svæði. Framrúðuplástur, hvað er nú það? Framrúðuplástur er orð sem margir hafa líklega ekki heyrt áður en um er að ræða sniðuga lausn í umferðinni. Ef þú færð stein í rúðuna og hún skemmist aukast líkurnar á að hægt sé að gera við rúðuna ef þú setur framrúðuplásturinn strax á skemmdina. Plásturinn kemur í veg fyrir að skemmdin breiði úr sér þar til þú kemst með bílinn á verkstæði. Ýmsir kostir eru við framrúðuviðgerðir. Ef gert er við rúðuna greiðir til dæmis Sjóvá viðgerðina að fullu og þú sleppur við að greiða eigin áhættu en auk þess er viðgerðartíminn styttri og minna umstang. Síðast en ekki síst er jákvætt fyrir umhverfið að minnka sóun með því að senda færri rúður í endurvinnslu. Plásturinn er ókeypis og hægt er að nálgast hann í útibúum tryggingafélaga. Er eftirvagninn raunverulega tryggður? Eftirvagn er tryggður með ábyrgðartryggingu bílsins sem dregur hann. Þá er hægt að sækja bætur í ábyrgðartryggingu bílsins ef tjón verður vegna eftirvagnsins á bíl, eignum eða mannvirki, svo dæmi sé tekið, en þó ekki ef þessir hlutir eru í eigu þess sem dregur vagninn. En til að tryggja sjálfan eftirvagninn þarf að kaskótryggja hann en kaskótrygging ökutækis nær aldrei yfir eftirvagn. Kaskótrygging eftirvagns tryggir hann meðal annars fyrir skemmdum, þjófnaði, eldsvoða og tjóni vegna óveðurs. Margir standa í þeirri meiningu að þegar þeir skrá eftirvagninn á vef Samgöngustofu og haka við að hann sé tryggður þá fari sjálfkrafa í gang einhvers konar ferli þannig að vagninn verði tryggður. Svo er ekki og þarf alltaf að tryggja eftirvagninn sérstaklega. Því þarf að leita til tryggingarfélaga varðandi sértryggingar eftirvagna. Ný lög Vert er að benda á að ný lög um ökutækjatryggingar tóku gildi 1. janúar 2020 en þar segir að þegar ökutæki dregur eftirvagn, eða annað tæki er fest við það, telst það vera ein heild og eigandi eða umráðamaður ökutækisins er ekki skaðabótaskyldur ef tjón verður á eftirvagninum eða tækinu. Eigandi (umráðamaður) ökutækis sem notað er til dráttar er hins vegar skaðabótaskyldur ef tjón hlýst af þegar það dregur annað ökutæki. Samkvæmt umferðarlögum sem tóku gildi 1. janúar 2020 er ekki lægri hámarkshraði fyrir ökutæki með eftirvagna eins og áður var. Taka skal mið af uppgefnum hámarkshraða en hann er alltaf miðaður við bestu mögulegu aðstæður. Því hraðar sem keyrt er því lengri verður hemlunarvegalengdin og því mikilvægt að taka tillit til aðstæðna og muna að eftirvagn breytir aksturseiginleikum bílsins. Hann verður þyngri og óstöðugri sem getur valdið því að hann rási til á veginum. Að lokum er nauðsynlegt að skoða veðurspána áður en lagt er af stað í ferðalag og taka tillit til þess að eftirvagn tekur á sig mikinn vind. Kapp er best með forsjá og þó við viljum flest ólm komast í fríið er um að gera að hafa vaðið fyrir neðan sig. Góða ferð! Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun