Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 2-0 | Tap í fyrsta leik Þorvalds Atli Arason skrifar 9. maí 2021 18:31 vísir/hulda Leikurinn í kvöld byrjaði frekar jafnt en heimamenn voru þó örlítið betri og fengu þeir hættulegri mark tækifæri. Það var svo á 20. mínútu leiksins þar sem Brynjar Gauti, varnarmaður Stjörnunnar, brýtur á Kian Williams, sóknarmanni Keflavíkur, innan vítateigs og Vilhjálmur Alvar dómari leiksins dæmir vítaspyrnu eftir að hafa hugsað málið í smá stund. Frans Elvarsson, fyrirliði Keflavíkur stígur upp og skorar tvisvar af vítapunktinum, það er að segja eftir að Frans þurfti að endurtaka fyrri vítaspyrnuna. Eftir að hafa lent marki undir vakna gestirnir til lífsins og eiga nokkur hættuleg færi en varnarleikur Keflavíkur var mjög öflugur og gerði allt sem í þeirra valdi stóð til að halda markinu sínu hreinu og fór svo að liðin gengu til búningsherbergja í stöðunni 1-0 fyrir Keflavík. Í síðari hálfleik voru gestirnir með suðurnesja hávindinn í bakið en Stjörnumönnum gekk illa að nýta sér vindáttina því það voru gestirnir sem tvöfölduðu forystuna á 53. mínútu leiksins. Þá fær Ástbjörn boltann hægra megin við vítateig Stjörnunnar, Ástbjörn sker inn á veikari vinstri löpp sína og smellir boltanum fyrir mark gestanna þar sem boltinn berst til Kian Williams á fjærstönginni og eftirleikurinn var auðveldur fyrir Kian þar sem hann þurfti einungis að stýra boltanum í netið fram hjá Halla í markinu. Nýliðarnir voru þar með komnir með tveggja marka forystu á heimavelli og fór þá að heyrast í Silfurskeiðinni í stúkunni syngja nafn Rúnars Páls, fyrrum þjálfara Stjörnunnar og einhverjir þeirra fóru að kalla eftir því að Sölva Snæ Guðbjargarsyni yrði skipt inn á völlinn. Varnarleikur Keflavíkur hélt áfram að vera frábær og greinilegt að heimamenn voru að berjast hart fyrir stigunum þremur í kvöld þar sem að trekk í trekk voru Keflvíkingar að fórna líf og limum með því að kasta sér fyrir þrumuskot Garðbæinga. Fór svo að lokum að varnarmenn Keflavíkur náðu að verja fleiri skot en Sindri, markvörður Keflavíkur, þurfti að verja í kvöld. Stjarnan var meira með boltann síðustu mínútur leiksins án þess að skapa sér einhver alvöru marktækifæri til að greina frá. Tveggja marka sigur Keflvíkinga var því sanngjarn þegar Vilhjálmur Alvar flautaði til leiksloka. Af hverju vann Keflavík? Keflavík spilaði frábæran varnarleik í dag. Heimamenn voru þéttir fyrir og hleyptu Stjörnunni ekki í almennileg færi í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Ástbjörn Þórðarson var frábær í liði Keflavíkur í dag. Ástbjörn var öflugur í vörn heimamanna og svo var hann oft á tíðum hættulegasti sóknarmaður Keflavíkur líka þegar þeir geystust fram í skyndisóknir. Það var erfitt á köflum að greina hvort Ástbjörn væri í raun að spila stöðu hægri bakvarðar, hægri vængmanns eða framherja því hann leysti allar þessar stöður á mismunandi tímapunktum í leiknum. Ástbjörn skilaði inn flottri stoðsendingu í seinna marki Keflavíkur. Kian Williams var einmitt sá sem skoraði seinna mark Keflavíkur en Kian fiskaði einnig vítaspyrnuna sem Keflavík fékk. Kian var heilt yfir illviðráðanlegur í kvöld og fær hann einnig sérstakt hrós fyrir það. Hvað gerist næst? Keflavík heimsækir Breiðablik í Kópavoginum á fimmtudag á meðan að Stjarnan fær Víking í heimsókn á sama degi og sama tíma. Ástbjörn: Þetta var alvöru hark mark en þau telja líka Ástbjörn Þórðarson lék áður með Gróttuvísir/vilhelm Ástbjörn Þórðarson var kátur með fyrsta sigur Keflavíkur í deildinni í sumar. „Í fyrsta lagi er ég ógeðslega ánægður. Þetta var karakters sigur, allir voru að berjast fyrir hvorn annan og við gerðum það. Ég er geggjað ánægður. Það voru allir 100% í sömu átt í dag,“ sagði alsæll Ástbjörn í viðtali eftir leik. Vítaspyrnudómurinn sem Keflavík fékk var umdeildur, Ástbjörn var ekki alveg viss. „Ég sá það ekki nógu vel. Mér sýndist vera sparkað aftan í hann, ég veit ekki hvort þetta var eitthvað soft en mér sýndist þetta bara vera víti en sá það samt ekki nógu vel,“ svaraði Ástbjörn aðspurður út í vítaspyrnudóminn. Vísir útnefndi Ástbjörn sem mann leiksins en Ástbjörn var nánast alls staðar á vellinum í dag. Ástbjörn útskýrir að uppleggið hefði ekki endilega verið svona fyrir leik. „Ég veit það ekki alveg, ég var bara út um allt. Það var kannski ekki uppleggið en það er gott að geta skipt á milli og það er gott flæði í leiknum okkar. Það er gott því það kemur andstæðingnum okkar úr jafnvægi. Mér fannst þetta virka mjög vel í dag og ég er bara ánægður með það. Ástbjörn lagði upp seinna markið í kvöld með flottri stoðsending en Ástbjörn var þrátt fyrir það hógvær þegar hann var spurður út í stoðsendinguna. „Mér minnir að ég hafi bara fengið boltann út á kantinum og ég ætlaði að gefa inn í en ég setti hann frekar yfir á vinstri og vindurinn hjálpaði mér smá en boltinn fór yfir á Kian og hann potaði boltanum inn. Þetta var alvöru hark mark en þau telja líka.“ Næsti leikur Keflavíkur er á móti liðinu sem er af flestum spáð Íslandsmeistara titlinum, Breiðablik. Ástbjörn er samt viss um að nýliðarnir geta líka náð í þrjú stig þar. „Þetta er geggjaður hópur sem við erum með, það eru allir 100% og að berjast fyrir hvorn annan. Við förum bara inn í þann leik eins og þennan og ætlum að reyna að vinna hann,“ sagði Ástbjörn að lokum. Daníel Laxdal: Ömurlegur völlur og vindur Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar. Eftir tvö leiki í deildinni hefur Stjarnan leikið við báða nýliðana og ekki enn þá skorað mark í þessum tveimur leikjum. Daníel Laxdal var eðlilega óánægður með 2-0 tapið í Keflavík í kvöld. „Ég er mjög fúll. Þetta voru erfiðar aðstæður, ömurlegur völlur og vindur. Það á reyndar við fyrir bæði lið. Þeir fá þetta víti sem ég veit ekki alveg með. Svo ætlum við að snúa þessu við í seinni hálfleik en það gekk ekki alveg upp hjá okkur og þeir voru mjög góðir í skyndisóknum. Þegar við missum boltann þá fáum við þá á fullu í andlitið á okkur oft og mörgu sinnum,“ sagði Daníel í viðtali eftir leik. Fyrsta mark Keflavíkur kom úr vítaspyrnu og það voru skiptar skoðanir á því hvort að Vilhjálmur Alvar átti að dæma vítaspyrnu eða ekki. Daníel fannst þetta skrítinn dómur. „Brynjar nær boltanum og svo klessa þeir á hvorn annan. Halli er stærri og sterkari og hann skýst af honum. Dómarinn var mjög lengi að hugsa þetta og ég veit ekki hvaða upplýsingar hann hefur fengið en ég var ósáttur, maður er svo sem alltaf ósáttur að fá á sig víti en ég veit ekki alveg með þetta,“ svaraði Daníel aðspurður út í vítaspyrnuna. Daníel slapp ekki úr viðtali án þess að vera spurður aðeins út í mál málanna í vikunni sem leið, brottrekstur Rúnars Páls. Þegar leið á leikinn í kvöld fór stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, að syngja nafn Rúnars meira og hærra. „Þetta var skrítið. Maður er búinn að vera lengi með honum og mér þykir vænt um kallinn. Við þurfum að gleyma þessu og einbeita okkur að mótinu fram undan.“ „Rúnar var búinn að vera lengi hérna og hann er goðsögn í klúbbnum. Það er allt skrítið við þetta og ég veit bara ekki hvað ég á að segja meira,“ sagði Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, að lokum. Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Stjarnan
Leikurinn í kvöld byrjaði frekar jafnt en heimamenn voru þó örlítið betri og fengu þeir hættulegri mark tækifæri. Það var svo á 20. mínútu leiksins þar sem Brynjar Gauti, varnarmaður Stjörnunnar, brýtur á Kian Williams, sóknarmanni Keflavíkur, innan vítateigs og Vilhjálmur Alvar dómari leiksins dæmir vítaspyrnu eftir að hafa hugsað málið í smá stund. Frans Elvarsson, fyrirliði Keflavíkur stígur upp og skorar tvisvar af vítapunktinum, það er að segja eftir að Frans þurfti að endurtaka fyrri vítaspyrnuna. Eftir að hafa lent marki undir vakna gestirnir til lífsins og eiga nokkur hættuleg færi en varnarleikur Keflavíkur var mjög öflugur og gerði allt sem í þeirra valdi stóð til að halda markinu sínu hreinu og fór svo að liðin gengu til búningsherbergja í stöðunni 1-0 fyrir Keflavík. Í síðari hálfleik voru gestirnir með suðurnesja hávindinn í bakið en Stjörnumönnum gekk illa að nýta sér vindáttina því það voru gestirnir sem tvöfölduðu forystuna á 53. mínútu leiksins. Þá fær Ástbjörn boltann hægra megin við vítateig Stjörnunnar, Ástbjörn sker inn á veikari vinstri löpp sína og smellir boltanum fyrir mark gestanna þar sem boltinn berst til Kian Williams á fjærstönginni og eftirleikurinn var auðveldur fyrir Kian þar sem hann þurfti einungis að stýra boltanum í netið fram hjá Halla í markinu. Nýliðarnir voru þar með komnir með tveggja marka forystu á heimavelli og fór þá að heyrast í Silfurskeiðinni í stúkunni syngja nafn Rúnars Páls, fyrrum þjálfara Stjörnunnar og einhverjir þeirra fóru að kalla eftir því að Sölva Snæ Guðbjargarsyni yrði skipt inn á völlinn. Varnarleikur Keflavíkur hélt áfram að vera frábær og greinilegt að heimamenn voru að berjast hart fyrir stigunum þremur í kvöld þar sem að trekk í trekk voru Keflvíkingar að fórna líf og limum með því að kasta sér fyrir þrumuskot Garðbæinga. Fór svo að lokum að varnarmenn Keflavíkur náðu að verja fleiri skot en Sindri, markvörður Keflavíkur, þurfti að verja í kvöld. Stjarnan var meira með boltann síðustu mínútur leiksins án þess að skapa sér einhver alvöru marktækifæri til að greina frá. Tveggja marka sigur Keflvíkinga var því sanngjarn þegar Vilhjálmur Alvar flautaði til leiksloka. Af hverju vann Keflavík? Keflavík spilaði frábæran varnarleik í dag. Heimamenn voru þéttir fyrir og hleyptu Stjörnunni ekki í almennileg færi í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Ástbjörn Þórðarson var frábær í liði Keflavíkur í dag. Ástbjörn var öflugur í vörn heimamanna og svo var hann oft á tíðum hættulegasti sóknarmaður Keflavíkur líka þegar þeir geystust fram í skyndisóknir. Það var erfitt á köflum að greina hvort Ástbjörn væri í raun að spila stöðu hægri bakvarðar, hægri vængmanns eða framherja því hann leysti allar þessar stöður á mismunandi tímapunktum í leiknum. Ástbjörn skilaði inn flottri stoðsendingu í seinna marki Keflavíkur. Kian Williams var einmitt sá sem skoraði seinna mark Keflavíkur en Kian fiskaði einnig vítaspyrnuna sem Keflavík fékk. Kian var heilt yfir illviðráðanlegur í kvöld og fær hann einnig sérstakt hrós fyrir það. Hvað gerist næst? Keflavík heimsækir Breiðablik í Kópavoginum á fimmtudag á meðan að Stjarnan fær Víking í heimsókn á sama degi og sama tíma. Ástbjörn: Þetta var alvöru hark mark en þau telja líka Ástbjörn Þórðarson lék áður með Gróttuvísir/vilhelm Ástbjörn Þórðarson var kátur með fyrsta sigur Keflavíkur í deildinni í sumar. „Í fyrsta lagi er ég ógeðslega ánægður. Þetta var karakters sigur, allir voru að berjast fyrir hvorn annan og við gerðum það. Ég er geggjað ánægður. Það voru allir 100% í sömu átt í dag,“ sagði alsæll Ástbjörn í viðtali eftir leik. Vítaspyrnudómurinn sem Keflavík fékk var umdeildur, Ástbjörn var ekki alveg viss. „Ég sá það ekki nógu vel. Mér sýndist vera sparkað aftan í hann, ég veit ekki hvort þetta var eitthvað soft en mér sýndist þetta bara vera víti en sá það samt ekki nógu vel,“ svaraði Ástbjörn aðspurður út í vítaspyrnudóminn. Vísir útnefndi Ástbjörn sem mann leiksins en Ástbjörn var nánast alls staðar á vellinum í dag. Ástbjörn útskýrir að uppleggið hefði ekki endilega verið svona fyrir leik. „Ég veit það ekki alveg, ég var bara út um allt. Það var kannski ekki uppleggið en það er gott að geta skipt á milli og það er gott flæði í leiknum okkar. Það er gott því það kemur andstæðingnum okkar úr jafnvægi. Mér fannst þetta virka mjög vel í dag og ég er bara ánægður með það. Ástbjörn lagði upp seinna markið í kvöld með flottri stoðsending en Ástbjörn var þrátt fyrir það hógvær þegar hann var spurður út í stoðsendinguna. „Mér minnir að ég hafi bara fengið boltann út á kantinum og ég ætlaði að gefa inn í en ég setti hann frekar yfir á vinstri og vindurinn hjálpaði mér smá en boltinn fór yfir á Kian og hann potaði boltanum inn. Þetta var alvöru hark mark en þau telja líka.“ Næsti leikur Keflavíkur er á móti liðinu sem er af flestum spáð Íslandsmeistara titlinum, Breiðablik. Ástbjörn er samt viss um að nýliðarnir geta líka náð í þrjú stig þar. „Þetta er geggjaður hópur sem við erum með, það eru allir 100% og að berjast fyrir hvorn annan. Við förum bara inn í þann leik eins og þennan og ætlum að reyna að vinna hann,“ sagði Ástbjörn að lokum. Daníel Laxdal: Ömurlegur völlur og vindur Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar. Eftir tvö leiki í deildinni hefur Stjarnan leikið við báða nýliðana og ekki enn þá skorað mark í þessum tveimur leikjum. Daníel Laxdal var eðlilega óánægður með 2-0 tapið í Keflavík í kvöld. „Ég er mjög fúll. Þetta voru erfiðar aðstæður, ömurlegur völlur og vindur. Það á reyndar við fyrir bæði lið. Þeir fá þetta víti sem ég veit ekki alveg með. Svo ætlum við að snúa þessu við í seinni hálfleik en það gekk ekki alveg upp hjá okkur og þeir voru mjög góðir í skyndisóknum. Þegar við missum boltann þá fáum við þá á fullu í andlitið á okkur oft og mörgu sinnum,“ sagði Daníel í viðtali eftir leik. Fyrsta mark Keflavíkur kom úr vítaspyrnu og það voru skiptar skoðanir á því hvort að Vilhjálmur Alvar átti að dæma vítaspyrnu eða ekki. Daníel fannst þetta skrítinn dómur. „Brynjar nær boltanum og svo klessa þeir á hvorn annan. Halli er stærri og sterkari og hann skýst af honum. Dómarinn var mjög lengi að hugsa þetta og ég veit ekki hvaða upplýsingar hann hefur fengið en ég var ósáttur, maður er svo sem alltaf ósáttur að fá á sig víti en ég veit ekki alveg með þetta,“ svaraði Daníel aðspurður út í vítaspyrnuna. Daníel slapp ekki úr viðtali án þess að vera spurður aðeins út í mál málanna í vikunni sem leið, brottrekstur Rúnars Páls. Þegar leið á leikinn í kvöld fór stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, að syngja nafn Rúnars meira og hærra. „Þetta var skrítið. Maður er búinn að vera lengi með honum og mér þykir vænt um kallinn. Við þurfum að gleyma þessu og einbeita okkur að mótinu fram undan.“ „Rúnar var búinn að vera lengi hérna og hann er goðsögn í klúbbnum. Það er allt skrítið við þetta og ég veit bara ekki hvað ég á að segja meira,“ sagði Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, að lokum.