Anthony Davis átti frábæran leik í liði meistaranna en hann skoraði 36 stig og tók tólf fráköst. Meistararnir voru án LeBron James þriðja leikinn í röð en þeir hafa tapað átta af síðustu tíu leikjum sínum.
The @trailblazers take sole possession of #6 in the West!
— NBA (@NBA) May 8, 2021
Teams ranked 7-10 will participate in the #StateFarmPlayIn Tournament after the regular season (May 18-21) to secure the final two spots in the Playoffs for each conference. pic.twitter.com/Gk3ougU28s
Damian Lillard var stigahæstur í liði Portland og dró þá að landi. Hann gerði 38 stig en þeir hafa nú jafnað deildarmet sitt yfir sigra í vesturdeildinni. Bæði lið eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni og sleppa við umspil.
Philadelphia er á fleygiferð. Þeir unnu sjöunda leikinn í röð er þeir mörðu New Orleans á heimavelli en það gengur hins vegar allt á afturfótunum hjá Cleveland sem töpuðu sjöunda leiknum í röð.
Luka Doncic gerði 24 stig í sigri Dallas á Cleveland en þeir unnu 110-90 sigur í viðureign liðanna í nótt. Doncic tók átta fráköst en öll úrslit næturinnar má sjá hér að neðan.
🎷 48 PTS, 8 3PM
— NBA (@NBA) May 8, 2021
🎷 16-23 FGM
🎷 4 straight Utah wins
Bojan Bogdanovic's career-high night guides the @utahjazz! #TakeNote pic.twitter.com/obB8iw7eO9
Öll úrslit næturinnar:
New Orleans - Philadelphia 107-109
Boston - Chicago 99-121
Minnesota - Miami 112-121
Houston - Milwaukee 133-141
Orlando - Charlotte 112-122
Cleveland - Dallas 90-110
Denver - Utah 120-127
New York - Phoenix 105-128
LA Lakers - Portland 101-106

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.