Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2021 10:04 Tugir manna eru sagðir hafa verið fluttir á sjúkrahús vegna átakanna. AP/Mahmoud Illean Palestínskir heilbrigðisstarfsmenn segja minnst 278 Palestínumenn hafa særst í átökum við ísraelska lögregluþjóna við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í morgun. Þar af hafi minnst tugir þurft á sjúkrahús til aðhlynningar. Lögreglan segir minnst tólf lögregluþjóna vera særða, auk almennra borgara. Í einu tilfelli hafi sjö mánaða barn slasast þegar grjóti var kastað í bíl sem barnið var í. Rauði hálfmáninn í Palestínu segir einnig að lögregla hafi komið veg fyrir að læknateymi þeirra næðu á átakastaði í borginni, samkvæmt umfjöllun Times of Israel. Í frétt Times of Israel er haft eftir lögreglunni að þúsundir Palestínumanna hafi komið sér fyrir við moskuna yfir nóttina og safnað saman grjóti, bensínsprengjum og öðrum munum sem hægt var að beita sem vopnum. Lögreglan segir mótmælendur hafa ætlað að beita sér gegn skrúðgöngu vegna svokallaðs Jerúsalemsdags, sem fara átti um svæðið í dag. Því réðst lögreglan til atlögu, samkvæmt frétt BBC, og skutu þeir táragasi og hvellsprengjum að mótmælendum, sem voru á endanum reknir frá svæðinu. | : . , @SuleimanMas1 @nurityohanan pic.twitter.com/pwwbafji39— (@kann_news) May 10, 2021 Al-Aqsa moskan og svæðið sem hún er á, svokölluð Musterishæð, er heilagt fyrir bæði gyðinga og múslima. Áðurnefnd skrúðganga átti að fara um svæðið en hún hefur nú verið færð. Mikil spenna hefur verið í Jerúsalem síðustu daga og hefur ítrekað komið til átaka milli lögreglu og mótmælenda. Lögreglan segir öfgamenn á bakvið ofbeldið og hefur gyðingum verið meinað að sækja moskuna. Spennuna má rekja til þess að Ísraelar ætla sér að reka Palestínumenn frá hverfi í Austur-Jerúsalem, sem landtökumenn hafa sölsað undir sig. Palestínumenn vilja að borgarhlutinn verði höfuðborg sjálfstæðs ríkis þeirra í framtíðinni en Ísraelar hafa hersetið svæðið frá 1967. Sjá einnig: Fjöldi særður eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem Hæstiréttur Ísraels átti að taka fyrir í dag mál nokkurra palestínskra fjölskylda sem hafa verið reknar frá heimilum sínum í hverfinu Sheikh Jarrah. Því var þó frestað vegna átaka og mótmæla og á málflutningurinn að fara fram innan mánaðar, samkvæmt frétt Reuters. Hér má sjá tvö myndbönd AFP fréttaveitunnar sem tekin voru í morgun. VIDEO: Palestinian protesters and Israeli security forces clash, water cannon deployed.Palestinian protesters and Israeli security forces clash in East Jerusalem, as tensions boil over the postponement of a key court hearing on a flashpoint property dispute pic.twitter.com/tiLicx0Vq5— AFP News Agency (@AFP) May 10, 2021 Ísrael Palestína Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Lögreglan segir minnst tólf lögregluþjóna vera særða, auk almennra borgara. Í einu tilfelli hafi sjö mánaða barn slasast þegar grjóti var kastað í bíl sem barnið var í. Rauði hálfmáninn í Palestínu segir einnig að lögregla hafi komið veg fyrir að læknateymi þeirra næðu á átakastaði í borginni, samkvæmt umfjöllun Times of Israel. Í frétt Times of Israel er haft eftir lögreglunni að þúsundir Palestínumanna hafi komið sér fyrir við moskuna yfir nóttina og safnað saman grjóti, bensínsprengjum og öðrum munum sem hægt var að beita sem vopnum. Lögreglan segir mótmælendur hafa ætlað að beita sér gegn skrúðgöngu vegna svokallaðs Jerúsalemsdags, sem fara átti um svæðið í dag. Því réðst lögreglan til atlögu, samkvæmt frétt BBC, og skutu þeir táragasi og hvellsprengjum að mótmælendum, sem voru á endanum reknir frá svæðinu. | : . , @SuleimanMas1 @nurityohanan pic.twitter.com/pwwbafji39— (@kann_news) May 10, 2021 Al-Aqsa moskan og svæðið sem hún er á, svokölluð Musterishæð, er heilagt fyrir bæði gyðinga og múslima. Áðurnefnd skrúðganga átti að fara um svæðið en hún hefur nú verið færð. Mikil spenna hefur verið í Jerúsalem síðustu daga og hefur ítrekað komið til átaka milli lögreglu og mótmælenda. Lögreglan segir öfgamenn á bakvið ofbeldið og hefur gyðingum verið meinað að sækja moskuna. Spennuna má rekja til þess að Ísraelar ætla sér að reka Palestínumenn frá hverfi í Austur-Jerúsalem, sem landtökumenn hafa sölsað undir sig. Palestínumenn vilja að borgarhlutinn verði höfuðborg sjálfstæðs ríkis þeirra í framtíðinni en Ísraelar hafa hersetið svæðið frá 1967. Sjá einnig: Fjöldi særður eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem Hæstiréttur Ísraels átti að taka fyrir í dag mál nokkurra palestínskra fjölskylda sem hafa verið reknar frá heimilum sínum í hverfinu Sheikh Jarrah. Því var þó frestað vegna átaka og mótmæla og á málflutningurinn að fara fram innan mánaðar, samkvæmt frétt Reuters. Hér má sjá tvö myndbönd AFP fréttaveitunnar sem tekin voru í morgun. VIDEO: Palestinian protesters and Israeli security forces clash, water cannon deployed.Palestinian protesters and Israeli security forces clash in East Jerusalem, as tensions boil over the postponement of a key court hearing on a flashpoint property dispute pic.twitter.com/tiLicx0Vq5— AFP News Agency (@AFP) May 10, 2021
Ísrael Palestína Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent