Þetta staðfestir Guðmundur H. Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við fréttastofu. Ökumaður hins strætisvagnsins, sem er kona á sextugsaldri, slapp að sögn Guðmundar nokkuð vel. Hún fór á spítalann til að fá áverkavottorð en virtist ómeidd.
Ökumennirnir tveir lentu í árekstri í morgun og eru báðir vagnarnir mjög skemmdir. Annar þeirra er svo skemmdur að ekki verður hægt að laga hann. Klippa þurfti bílstjóra vagnsins úr bílnum, en það er sá sem er nú á Landspítala.