Brynjar Þór: Maður var farinn að telja niður þessa síðustu leiki Árni Jóhannsson skrifar 10. maí 2021 21:32 Brynjar á vítalínunni. vísir/bára Brynjar Þór Björnsson átti góðan leik, þá sérstaklega þriðja leikhluta, þegar KR lagði ÍR í DHL-höllinni fyrr í kvöld 112-102. Kappinn er spenntur að mæta gömlum félögum í 8-liða úrslitum en hefði viljað heimavallarréttinn. „Ef við erum með heimavallarrétt þá er ég mjög ánægður. Það verður ótrúlega gaman að mæta Valsmönnum og vafalaust hart tekið á því. Þetta verður bara veisla. Gaman að takast á við gamla félaga“, sagði Brynjar Þór Björnsson þegar hann var spurður út í þá staðreynd að þeir væru að fara mæta Valsmönnum í átta liða úrslitum. Blaðamaður ruglaðist eilítið og hélt að KR hefði náð heimavallarréttinum en það skýrir fyrstu setningu Brynjars. Varðandi leikinn í kvöld þá var Brynjar ánægðastur með sóknarleik sinna manna. „Við fórum að hitta. Við höfum ekki neitt á heimavelli í vetur og við höfum bara verið hræðilega slakir. Svo spilar ÍR liðið ekki mikla vörn. Það opnaðist vel fyrir skytturnar okkar og við loksins hittum. Við hefðum unnið þennan leik stærra ef við hefðum spilað vott af vörn sjálfir því mér fannst þeir bara bíða eftir því að tapa. Við náðum hinsvegar ekki að stoppa þá þannig að þeir héldu sér alltaf inn í leiknum.“ Brynjar var þá spurður að því hvort KR hafi þurft að gefa aðeins eftir í varnarleiknum til að ná betri sóknarleik. „Já engin spurning. Það má hins vegar ekki taka það frá ÍR-ingum að þeir hafa góða sóknarmenn sem kunna að skora en þeirra vandamál er varnarleikurinn.“ Brynjar leiddi áhlaupið sem skóp sigurinn í raun og veru í þriðja leikhluta þegar hann dúndraði niður fjórum þriggja stiga skotum og var hann spurður út í hvernig standið á honum væri eftir erfiða deildarkeppni og fyrir erfiða úrslitakeppni. „Hún er að verða mjög góð. Maður er orðinn spenntur fyrir úrslitakeppninni og verð ég að segja alveg eins og er að maður var farinn að telja niður þessa síðustu leiki. Þetta er búið að vera mjög skrýtið tímabil, mjög langt, byrjaði í ágúst september og nú er kominn miður maí og það er óvenjulegt en ég vona til þess að það verði aðeins búið að opna fyrir áhorfendur og að maður finni smá grill lykt í loftinu og fái þessa úrslitakeppnis tilfinningu í kroppinn. Vissulega skiptir það máli að það hafi verið fleiri áhorfendur í kvöld en oft áður. Maður er í þessu til að spila fyrir framan fólkið. Það er gaman þegar verið er að skjóta á mann eða þegar maður fær stuðninginn. Það hefur vissulega áhrif og þar af leiðandi hefur þetta tímabil verið mjög sérstakt en við tökum því að vera að spila.“ KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - ÍR 112-99 | KR-ingar með góðan sigur sem var samt ekki nóg til að halda 4. sætinu Góður seinni hálfleikur KR-inga gerði þeim kleyft að vinna ÍR nokkuð þægilega 112-99. Þeir misstu samt af heimavallarréttinum í 8-liða úrslitum þar sem þeir mæta Valsmönnum. 10. maí 2021 21:12 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
„Ef við erum með heimavallarrétt þá er ég mjög ánægður. Það verður ótrúlega gaman að mæta Valsmönnum og vafalaust hart tekið á því. Þetta verður bara veisla. Gaman að takast á við gamla félaga“, sagði Brynjar Þór Björnsson þegar hann var spurður út í þá staðreynd að þeir væru að fara mæta Valsmönnum í átta liða úrslitum. Blaðamaður ruglaðist eilítið og hélt að KR hefði náð heimavallarréttinum en það skýrir fyrstu setningu Brynjars. Varðandi leikinn í kvöld þá var Brynjar ánægðastur með sóknarleik sinna manna. „Við fórum að hitta. Við höfum ekki neitt á heimavelli í vetur og við höfum bara verið hræðilega slakir. Svo spilar ÍR liðið ekki mikla vörn. Það opnaðist vel fyrir skytturnar okkar og við loksins hittum. Við hefðum unnið þennan leik stærra ef við hefðum spilað vott af vörn sjálfir því mér fannst þeir bara bíða eftir því að tapa. Við náðum hinsvegar ekki að stoppa þá þannig að þeir héldu sér alltaf inn í leiknum.“ Brynjar var þá spurður að því hvort KR hafi þurft að gefa aðeins eftir í varnarleiknum til að ná betri sóknarleik. „Já engin spurning. Það má hins vegar ekki taka það frá ÍR-ingum að þeir hafa góða sóknarmenn sem kunna að skora en þeirra vandamál er varnarleikurinn.“ Brynjar leiddi áhlaupið sem skóp sigurinn í raun og veru í þriðja leikhluta þegar hann dúndraði niður fjórum þriggja stiga skotum og var hann spurður út í hvernig standið á honum væri eftir erfiða deildarkeppni og fyrir erfiða úrslitakeppni. „Hún er að verða mjög góð. Maður er orðinn spenntur fyrir úrslitakeppninni og verð ég að segja alveg eins og er að maður var farinn að telja niður þessa síðustu leiki. Þetta er búið að vera mjög skrýtið tímabil, mjög langt, byrjaði í ágúst september og nú er kominn miður maí og það er óvenjulegt en ég vona til þess að það verði aðeins búið að opna fyrir áhorfendur og að maður finni smá grill lykt í loftinu og fái þessa úrslitakeppnis tilfinningu í kroppinn. Vissulega skiptir það máli að það hafi verið fleiri áhorfendur í kvöld en oft áður. Maður er í þessu til að spila fyrir framan fólkið. Það er gaman þegar verið er að skjóta á mann eða þegar maður fær stuðninginn. Það hefur vissulega áhrif og þar af leiðandi hefur þetta tímabil verið mjög sérstakt en við tökum því að vera að spila.“
KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - ÍR 112-99 | KR-ingar með góðan sigur sem var samt ekki nóg til að halda 4. sætinu Góður seinni hálfleikur KR-inga gerði þeim kleyft að vinna ÍR nokkuð þægilega 112-99. Þeir misstu samt af heimavallarréttinum í 8-liða úrslitum þar sem þeir mæta Valsmönnum. 10. maí 2021 21:12 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Leik lokið: KR - ÍR 112-99 | KR-ingar með góðan sigur sem var samt ekki nóg til að halda 4. sætinu Góður seinni hálfleikur KR-inga gerði þeim kleyft að vinna ÍR nokkuð þægilega 112-99. Þeir misstu samt af heimavallarréttinum í 8-liða úrslitum þar sem þeir mæta Valsmönnum. 10. maí 2021 21:12