Erlendir fjölmiðlar segja að fyrrverandi nemandi við skólann hafi staðið að baki árásinni, en sprenging á einnig að hafa heyrst á skólalóðinni. Er um að ræða „Skóla númer 175“ í borginni.
Upphaflega var greint frá því að það hafi verið tveir árásarmenn að verki, en nú segir að hann sé einn, nítján ára að aldri. Hann hefur verið handtekinn.
Rússneskir fjölmiðlar segja árásarmanninn ekki hafa mætt í próf fyrr í vetur og í kjölfarið verið rekinn úr skólanum.
Children seen jumping from building amid school shooting in Kazan, Russia; at least 9 killed pic.twitter.com/c8vlJcq4zV
— BNO News (@BNONews) May 11, 2021
Sjónvarvottar segja einhverja nemendur hafa stokkuð úr um glugga á þriðju hæð skólabyggingarinnar til að forðast árásarmanninn.
UPDATE: School shooting in Kazan, Russia, also involved some type of explosion, officials say pic.twitter.com/NKCJfILTnE
— BNO News (@BNONews) May 11, 2021
Kasan er fimmta stærsta borg Rússlands og er að finna um átta hundruð kílómetra austur af höfuðborginni Moskvu og við ána Volgu. Íbúarnir telja um 1,3 milljónir.
Fréttin hefur verið uppfærð.