Juventus gæti verið rekið úr ítölsku deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2021 09:30 Cristiano Ronaldo er með samning við Juventus út næsta tímabil eða til 30. júní 2022. AP/Luca Bruno Það er mikil pressa á Juventus að félagið dragi sig út úr Ofurdeildinni sem ítalska félagið hefur ekki ennþá gert. Nýjasta útspil ítalska knattspyrnusambandsins er að hóta Juventus því að félagið gæti verið rekið út úr ítölsku deildinni ef þeir verða áfram hluti af Ofurdeildarsamkomlaginu. Juventus er eitt af þremur félögum sem hefur ekki gefið Ofurdeildina upp á bátinn en hin eru spænsku félögin Barcelona og Real Madrid. Hin níu félögin sem stofnuðu Ofurdeildina fyrir tæpum mánuði, þar á meðal öll sex ensku félögin, hafa hætt við þátttöku í Ofurdeildinni. Gabriele Gravina, forseti ítalska sambandsins talaði ekki undir rós: „Ef Juventus virðir ekki reglurnar þá verður félaginu sparkað úr deildinni,“ sagði Gravina. Hann hélt áfram. Juventus face being kicked out of Serie A if the club do not withdraw from the European Super League, Italian football federation president Gabriele Gravina has said.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 10, 2021 „Ef Juventus verður ekki búið að draga sig út úr Ofurdeildinni þegar félagið skráir sig inn fyrir næsta tímabil í Seríu A þá mun félagið ekki fá keppnisleyfi hjá okkur,“ sagði Gravina. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur einnig hótað þessum þremur félögum sem lifa enn í þeim draumaheimi að Ofurdeildin geti orðið að veruleika. „Við erum orðin þreytt á þessu stríði milli UEFA og þessara þriggja félaga. Ég vona að þessi deila verði leyst eins fljót og mögulegt er. Ég vonast líka til að geta miðlað málum á milli Juventus og UEFA,“ sagði Gravina. „Það er alveg á hreinu að félög mega ekki taka þátt í okkar deild ef þau fylgja ekki þeim lögmálum sem UEFA ákveður. Það er ekki gott fyrir alþjóðlegan fótbolta, ekki gott fyrir ítalskan fótbolta og ekki gott fyrir Juventus. Við höfum þegar sagt að okkar knattspyrnusamband mun fylgja reglunum,“ sagði Gabriele Gravina. Ítalski boltinn UEFA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Nýjasta útspil ítalska knattspyrnusambandsins er að hóta Juventus því að félagið gæti verið rekið út úr ítölsku deildinni ef þeir verða áfram hluti af Ofurdeildarsamkomlaginu. Juventus er eitt af þremur félögum sem hefur ekki gefið Ofurdeildina upp á bátinn en hin eru spænsku félögin Barcelona og Real Madrid. Hin níu félögin sem stofnuðu Ofurdeildina fyrir tæpum mánuði, þar á meðal öll sex ensku félögin, hafa hætt við þátttöku í Ofurdeildinni. Gabriele Gravina, forseti ítalska sambandsins talaði ekki undir rós: „Ef Juventus virðir ekki reglurnar þá verður félaginu sparkað úr deildinni,“ sagði Gravina. Hann hélt áfram. Juventus face being kicked out of Serie A if the club do not withdraw from the European Super League, Italian football federation president Gabriele Gravina has said.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 10, 2021 „Ef Juventus verður ekki búið að draga sig út úr Ofurdeildinni þegar félagið skráir sig inn fyrir næsta tímabil í Seríu A þá mun félagið ekki fá keppnisleyfi hjá okkur,“ sagði Gravina. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur einnig hótað þessum þremur félögum sem lifa enn í þeim draumaheimi að Ofurdeildin geti orðið að veruleika. „Við erum orðin þreytt á þessu stríði milli UEFA og þessara þriggja félaga. Ég vona að þessi deila verði leyst eins fljót og mögulegt er. Ég vonast líka til að geta miðlað málum á milli Juventus og UEFA,“ sagði Gravina. „Það er alveg á hreinu að félög mega ekki taka þátt í okkar deild ef þau fylgja ekki þeim lögmálum sem UEFA ákveður. Það er ekki gott fyrir alþjóðlegan fótbolta, ekki gott fyrir ítalskan fótbolta og ekki gott fyrir Juventus. Við höfum þegar sagt að okkar knattspyrnusamband mun fylgja reglunum,“ sagði Gabriele Gravina.
Ítalski boltinn UEFA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira