Fyrsta tap Íslandsmeistara úti í Eyjum í átta ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2021 10:30 Delaney Baie Pridham, sem er kölluð DB, var valin besti maður vallarins af ÍBV en hún skoraði tvö fyrstu mörk Eyjaliðsins í leiknum. Instagram/@ibvstelpur Eyjakonur komu flestum á óvart með 4-2 sigri á Íslandsmeisturum Breiðabliks á Hásteinsvellinum í gær. Önnur umferð Pepsi Max deildar kvenna byrjaði á mjög óvæntum úrslitum og ÍBV, sem var spáð eitt af neðstu sætunum í deildinni, sýndi þá að liðið er stórhættulegt fyrir hvaða mótherja sem er. Blikakonur fengu draumabyrjun og komust í 1-0 í upphafi leiks en þegar þær gengu til hálfleiks þá voru þær 4-1 undir. ÍBV missti Olgu Sevcovu af velli með rautt spjald í uppbótatíma fyrri hálfleiks en hélt út manni færri í seinni hálfleik og vann leikinn 4-2. Þetta voru fyrstu stig Eyjakvenna í sumar. Nýju erlendu leikmennirnir í liði ÍBV eru mjög öflugir, framherjarnir Delaney Baie Pridham og Viktorija Zaicikova skoruðu báðar tvö mörk og miðverðirnir Antoinette Jewel Williams og Liana Hinds eru báðar kraftmiklir varnarmenn. Tveir allra bestu leikmenn vallarins voru þó markvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og fyrirliðinn Hanna Kallmaier inn á miðjunni. Breiðablikskonur urðu þar með fyrstu ríkjandi Íslandsmeistararnir í átta ár sem tapa leik í deildinni á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum. Íslandsmeistararnir frá og með árinu 2014 höfðu unnið sex leiki og gert eitt jafntefli út í Eyjum. Síðast unnu Eyjakonur ríkjandi Íslandsmeistara sumarið 2013 þegar Þór/KA mætti út í Eyjar og þurfti að sætta sig við 3-2 tap. Breiðablik hafði enn fremur unnið síðustu þrjá deildarleiki liðanna með markatölunni 21-2 þar af 8-0 á Kópavogsvellinum í síðasta leik liðanna í fyrra. Það er ljóst á þessum úrslitum að ÍBV liðið ætlar ekkert að vera í fallbaráttunni í sumar og spámenn landsins þurfa aðeins að endurskoða mat sitt á þessum baráttuglöðum Eyjakonum. Heimsóknir Íslandsmeistara út í Eyjar í Pepsi Max deildinni síðustu ár: 2021 Breiðablik: 4-2 tap 2020 Valur: 3-1 sigur 2019 Breiðablik: 2-0 sigur 2018 Þór/KA: 2-1 sigur 2017 Stjarnan: 1-1 jafntefli 2016 Breiðablik: 4-0 sigur 2015 Stjarnan: 1-0 sigur 2014 Stjarnan: 4-0 sigur 2013 Þór/KA: 3-2 tap Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Önnur umferð Pepsi Max deildar kvenna byrjaði á mjög óvæntum úrslitum og ÍBV, sem var spáð eitt af neðstu sætunum í deildinni, sýndi þá að liðið er stórhættulegt fyrir hvaða mótherja sem er. Blikakonur fengu draumabyrjun og komust í 1-0 í upphafi leiks en þegar þær gengu til hálfleiks þá voru þær 4-1 undir. ÍBV missti Olgu Sevcovu af velli með rautt spjald í uppbótatíma fyrri hálfleiks en hélt út manni færri í seinni hálfleik og vann leikinn 4-2. Þetta voru fyrstu stig Eyjakvenna í sumar. Nýju erlendu leikmennirnir í liði ÍBV eru mjög öflugir, framherjarnir Delaney Baie Pridham og Viktorija Zaicikova skoruðu báðar tvö mörk og miðverðirnir Antoinette Jewel Williams og Liana Hinds eru báðar kraftmiklir varnarmenn. Tveir allra bestu leikmenn vallarins voru þó markvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og fyrirliðinn Hanna Kallmaier inn á miðjunni. Breiðablikskonur urðu þar með fyrstu ríkjandi Íslandsmeistararnir í átta ár sem tapa leik í deildinni á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum. Íslandsmeistararnir frá og með árinu 2014 höfðu unnið sex leiki og gert eitt jafntefli út í Eyjum. Síðast unnu Eyjakonur ríkjandi Íslandsmeistara sumarið 2013 þegar Þór/KA mætti út í Eyjar og þurfti að sætta sig við 3-2 tap. Breiðablik hafði enn fremur unnið síðustu þrjá deildarleiki liðanna með markatölunni 21-2 þar af 8-0 á Kópavogsvellinum í síðasta leik liðanna í fyrra. Það er ljóst á þessum úrslitum að ÍBV liðið ætlar ekkert að vera í fallbaráttunni í sumar og spámenn landsins þurfa aðeins að endurskoða mat sitt á þessum baráttuglöðum Eyjakonum. Heimsóknir Íslandsmeistara út í Eyjar í Pepsi Max deildinni síðustu ár: 2021 Breiðablik: 4-2 tap 2020 Valur: 3-1 sigur 2019 Breiðablik: 2-0 sigur 2018 Þór/KA: 2-1 sigur 2017 Stjarnan: 1-1 jafntefli 2016 Breiðablik: 4-0 sigur 2015 Stjarnan: 1-0 sigur 2014 Stjarnan: 4-0 sigur 2013 Þór/KA: 3-2 tap
Heimsóknir Íslandsmeistara út í Eyjar í Pepsi Max deildinni síðustu ár: 2021 Breiðablik: 4-2 tap 2020 Valur: 3-1 sigur 2019 Breiðablik: 2-0 sigur 2018 Þór/KA: 2-1 sigur 2017 Stjarnan: 1-1 jafntefli 2016 Breiðablik: 4-0 sigur 2015 Stjarnan: 1-0 sigur 2014 Stjarnan: 4-0 sigur 2013 Þór/KA: 3-2 tap
Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki