Segir almenning hliðra sóttvarnareglum til vegna langþreytu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. maí 2021 10:20 Reykvíkingar hafa notið góðs veðurs undanfarna daga og virðist orðið langþreytt á sóttvarnareglum að mati veitingamanna. Vísir/Vilhelm Fyrirtækjaeigendur og veitingamenn segja erfitt að viðhalda tveggja metra reglunni, nú þegar fjöldatakmarkanir hafa hækkað upp í fimmtíu manns. Fólk sé orðið langþreytt á ástandinu og vilji aukna nærveru nú þegar vorið er að ganga í garð. Bragi Skaftason, veitingamaður, segist feginn nýjum sóttvarnareglum sem tóku gildi í gær. Nú mega fimmtíu koma saman og veitingastaðir mega taka við gestum til klukkan tíu á kvöldin en gestir mega sitja klukkutíma lengur inni á stöðunum. „Ég er bara ánægður með það að hafa opið aðeins lengur. Klukkutími gerir heilan helling fyrir okkur og þetta er búinn að vera mjög erfiður vetur. Við erum svo sem búin að vera í ágætis standi en þetta er búið að vera mjög þungt,“ segir Bragi. Bragi Skaftason, veitingamaður, segir fólk bersýnilega orðið langþreytt á ástandinu.Stöð 2 Hann segir marga veitingamenn hafa kvartað sáran undan ástandinu og góð ástæða sé fyrir því. Nú sé hins vegar farið að rofa til og segist Bragi þakklátur fyrir hverja stund sem hann fái að hafa opið aukalega. „Ég sé það alveg að það er mjög mikið af mjög vönduðu fólki í veitingageiranum og við erum að reyna að gera þetta allt afskaplega vel. Við erum búin að taka þátt alveg frá upphafi en mér sýnist á öllu að almenningur allur sé orðinn býsna langþreyttur á þessu og byrjaður að gera dálitlar tilhliðranir sín á milli á reglunum. Fólk er orðið þreytt á þessu, vill komast nær og knúsast og svona,“ segir Bragi. Hann segist bjartsýnn fyrir sumrinu. „Já, ég er með stór plön og við erum að gera fullt í sumar og það byrjar vel. Haustið var erfitt, veturinn ennþá erfiðari en vorið er að byrja með krafti. Ég get ekki verið annað en bjartsýnn.“ Rætt var við Braga í fréttum Stöðvar 2 í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Almennar fjöldatakmarkanir eru nú miðaðar við 50 manns í stað 20 frá og með miðnætti. Þá mega líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstaðir taka á móti 75 prósent af leyfilegum hámarksfjölda. 10. maí 2021 00:02 Fimmtíu mega koma saman á mánudaginn Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að fimmtíu manns megi koma saman hér á landi frá og með mánudeginum. Fleiri mega mæta í sund og líkamsrækt auk þess sem 150 mega sitja í sætum á viðburðum og 200 mæta í verslanir. 7. maí 2021 11:55 Gætu þurft að halda í þekktar reglur þrátt fyrir afléttingu takmarkana Ekki er útilokað að fjarlægðartakmörk og grímunotkun verði enn í gildi sumsstaðar í Bretlandi þrátt fyrir að nær öllum takmörkunum verði aflétt innanlands. Utanríkisráðherra Bretlands segir engar ákvarðanir liggja fyrir í þessum efnum, en samkvæmt áætlun stjórnvalda er stefnt að allsherjar afléttingu þann 21. júní. 2. maí 2021 14:40 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Bragi Skaftason, veitingamaður, segist feginn nýjum sóttvarnareglum sem tóku gildi í gær. Nú mega fimmtíu koma saman og veitingastaðir mega taka við gestum til klukkan tíu á kvöldin en gestir mega sitja klukkutíma lengur inni á stöðunum. „Ég er bara ánægður með það að hafa opið aðeins lengur. Klukkutími gerir heilan helling fyrir okkur og þetta er búinn að vera mjög erfiður vetur. Við erum svo sem búin að vera í ágætis standi en þetta er búið að vera mjög þungt,“ segir Bragi. Bragi Skaftason, veitingamaður, segir fólk bersýnilega orðið langþreytt á ástandinu.Stöð 2 Hann segir marga veitingamenn hafa kvartað sáran undan ástandinu og góð ástæða sé fyrir því. Nú sé hins vegar farið að rofa til og segist Bragi þakklátur fyrir hverja stund sem hann fái að hafa opið aukalega. „Ég sé það alveg að það er mjög mikið af mjög vönduðu fólki í veitingageiranum og við erum að reyna að gera þetta allt afskaplega vel. Við erum búin að taka þátt alveg frá upphafi en mér sýnist á öllu að almenningur allur sé orðinn býsna langþreyttur á þessu og byrjaður að gera dálitlar tilhliðranir sín á milli á reglunum. Fólk er orðið þreytt á þessu, vill komast nær og knúsast og svona,“ segir Bragi. Hann segist bjartsýnn fyrir sumrinu. „Já, ég er með stór plön og við erum að gera fullt í sumar og það byrjar vel. Haustið var erfitt, veturinn ennþá erfiðari en vorið er að byrja með krafti. Ég get ekki verið annað en bjartsýnn.“ Rætt var við Braga í fréttum Stöðvar 2 í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Almennar fjöldatakmarkanir eru nú miðaðar við 50 manns í stað 20 frá og með miðnætti. Þá mega líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstaðir taka á móti 75 prósent af leyfilegum hámarksfjölda. 10. maí 2021 00:02 Fimmtíu mega koma saman á mánudaginn Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að fimmtíu manns megi koma saman hér á landi frá og með mánudeginum. Fleiri mega mæta í sund og líkamsrækt auk þess sem 150 mega sitja í sætum á viðburðum og 200 mæta í verslanir. 7. maí 2021 11:55 Gætu þurft að halda í þekktar reglur þrátt fyrir afléttingu takmarkana Ekki er útilokað að fjarlægðartakmörk og grímunotkun verði enn í gildi sumsstaðar í Bretlandi þrátt fyrir að nær öllum takmörkunum verði aflétt innanlands. Utanríkisráðherra Bretlands segir engar ákvarðanir liggja fyrir í þessum efnum, en samkvæmt áætlun stjórnvalda er stefnt að allsherjar afléttingu þann 21. júní. 2. maí 2021 14:40 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Almennar fjöldatakmarkanir eru nú miðaðar við 50 manns í stað 20 frá og með miðnætti. Þá mega líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstaðir taka á móti 75 prósent af leyfilegum hámarksfjölda. 10. maí 2021 00:02
Fimmtíu mega koma saman á mánudaginn Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að fimmtíu manns megi koma saman hér á landi frá og með mánudeginum. Fleiri mega mæta í sund og líkamsrækt auk þess sem 150 mega sitja í sætum á viðburðum og 200 mæta í verslanir. 7. maí 2021 11:55
Gætu þurft að halda í þekktar reglur þrátt fyrir afléttingu takmarkana Ekki er útilokað að fjarlægðartakmörk og grímunotkun verði enn í gildi sumsstaðar í Bretlandi þrátt fyrir að nær öllum takmörkunum verði aflétt innanlands. Utanríkisráðherra Bretlands segir engar ákvarðanir liggja fyrir í þessum efnum, en samkvæmt áætlun stjórnvalda er stefnt að allsherjar afléttingu þann 21. júní. 2. maí 2021 14:40