Hvetja konur til að eignast fleiri börn, nema í Xinjiang Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2021 11:26 Nemendur í Xinjiang kllæða dúkkur í föt. Héraðið hefur á nokkrum árum farið úr því að vera með einhverja hæstu fæðingartíðni í Kína, í að vera með eina þá verstu. EPA-EFE/WU HONG Verulega hefur dregið úr fólksfjölgun í Kína og hefur 1,4 milljarða manna samfélagið þar verið að eldast töluvert. Víðsvegar um Kína er verið að hvetja konur til að eignast fleiri börn, nema í Xinjiang-héraði. Þar er þrýst á konur til að eignast færri börn og þær jafnvel þvingaðar í ófrjósemisaðgerðir. Fólksfjölgun í Kína hefur ekki verið jafn hæg síðan á sjöunda áratug síðustu aldar og fjórtán prósent þjóðarinnar eru nú eldri en 65 ára, samanborið við tæp níu prósent árið 2010. Sjá einnig: Kínverjum ekki fjölgað jafn hægt í marga áratugi Í Xinjiang-héraði, þar sem yfirvöld í Kína hafa verið sökuð um þjóðarmorð gegn innfæddum Úígúrum og að setja hundruð þúsunda í endurmenntunarbúðir, þar sem fregnir hafa borist af ýmsum ódæðum, er verið að þvinga konur til að eignast færri börn, til að nota getnaðarvarnir og jafnvel í ófrjósemisaðgerðir. AP fréttaveitan sagði frá því í fyrra að á nokkrum árum hefði fæðingartíðni í Xinjiang farið úr því að vera með þeim hæstu í Kína, í þá lægstu. Blaðamenn New York Times segja aðgerðum yfirvalda í Kína ætlað að gerbreyta samfélagslegri uppbyggingu héraðsins. Ráðamenn segja notkun getnaðarvarna, eins og lykkjunnar, vera valkvæðar, en viðtöl við íbúa Xinjiang, opinber tölfræði, yfirlýsingar embættismanna og fréttir í ríkismiðlum Kína, sýna að svo er ekki. NYT ræddi til að mynda við eina konu sem var þvinguð til að notast við lykkjuna. Aðrar sögðu frá því að hafa verið þvingaðar í ófrjósemisaðgerðir og að í kjölfarið hafi embættismenn verið sendir til að búa á heimilum þeirra og fylgjast með þeim um tíma og tilkynna þær og fjölskyldur þeirra ef meint brot á reglunum færi fram. Ef umræddar konur ættu of mörg börn eða neituðu að nota getnaðarvarnir voru þær sektaðar, eða jafnvel fluttar í áðurnefndar endurmenntunarbúðir. Þessir menn eru sagðir hafa brotið á konunum kynferðislega. Ríki víða um heim hafa gagnrýnt ráðmenn í Kína harðlega vegna aðgerða þeirra í Xinjiang en Kommúnistaflokkurinn skilgreinir þá gagnrýni iðulega sem „and-kínverskan áróður“ og segja öðrum ríkjum að skipta sér ekki af innanríkismálum Kína. Hríðfallandi fæðingartíðni í Xinjiang hefur verið lýst sem sigri fyrir konur héraðsins. Í skýrslu sem birt var af ríkisstjórn héraðsins í janúar segir að vegna áætlunar yfirvalda í að draga úr öfgum hafi hugur einhverra kvenna verið freslaður. Þær hafi sloppið úr þeirri gildru öfga og sloppið við að verða „fjölgunartól“. Kína Mannréttindi Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Trump bakkar Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Fólksfjölgun í Kína hefur ekki verið jafn hæg síðan á sjöunda áratug síðustu aldar og fjórtán prósent þjóðarinnar eru nú eldri en 65 ára, samanborið við tæp níu prósent árið 2010. Sjá einnig: Kínverjum ekki fjölgað jafn hægt í marga áratugi Í Xinjiang-héraði, þar sem yfirvöld í Kína hafa verið sökuð um þjóðarmorð gegn innfæddum Úígúrum og að setja hundruð þúsunda í endurmenntunarbúðir, þar sem fregnir hafa borist af ýmsum ódæðum, er verið að þvinga konur til að eignast færri börn, til að nota getnaðarvarnir og jafnvel í ófrjósemisaðgerðir. AP fréttaveitan sagði frá því í fyrra að á nokkrum árum hefði fæðingartíðni í Xinjiang farið úr því að vera með þeim hæstu í Kína, í þá lægstu. Blaðamenn New York Times segja aðgerðum yfirvalda í Kína ætlað að gerbreyta samfélagslegri uppbyggingu héraðsins. Ráðamenn segja notkun getnaðarvarna, eins og lykkjunnar, vera valkvæðar, en viðtöl við íbúa Xinjiang, opinber tölfræði, yfirlýsingar embættismanna og fréttir í ríkismiðlum Kína, sýna að svo er ekki. NYT ræddi til að mynda við eina konu sem var þvinguð til að notast við lykkjuna. Aðrar sögðu frá því að hafa verið þvingaðar í ófrjósemisaðgerðir og að í kjölfarið hafi embættismenn verið sendir til að búa á heimilum þeirra og fylgjast með þeim um tíma og tilkynna þær og fjölskyldur þeirra ef meint brot á reglunum færi fram. Ef umræddar konur ættu of mörg börn eða neituðu að nota getnaðarvarnir voru þær sektaðar, eða jafnvel fluttar í áðurnefndar endurmenntunarbúðir. Þessir menn eru sagðir hafa brotið á konunum kynferðislega. Ríki víða um heim hafa gagnrýnt ráðmenn í Kína harðlega vegna aðgerða þeirra í Xinjiang en Kommúnistaflokkurinn skilgreinir þá gagnrýni iðulega sem „and-kínverskan áróður“ og segja öðrum ríkjum að skipta sér ekki af innanríkismálum Kína. Hríðfallandi fæðingartíðni í Xinjiang hefur verið lýst sem sigri fyrir konur héraðsins. Í skýrslu sem birt var af ríkisstjórn héraðsins í janúar segir að vegna áætlunar yfirvalda í að draga úr öfgum hafi hugur einhverra kvenna verið freslaður. Þær hafi sloppið úr þeirri gildru öfga og sloppið við að verða „fjölgunartól“.
Kína Mannréttindi Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Trump bakkar Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent