Áttatíu herþotur yfir Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2021 16:20 Margar loftárásir hafa verið gerðar á Gasa. AP/Hatem Moussa Her Ísraels tilkynnti skömmu fyrir fjögur í dag að áttatíu herþotur yrðu notaðar til að gera árásir á um 150 skotmörk á Gasa-ströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims. Markmiðið væri að gera útaf við getu Hamas-Samtakanna til að skjóta eldflaugum á Ísrael. Hundruðum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael á undanförnum sólarhring. Ísraelar svöruðu því með umfangsmiklum loftárásum. Minnst 28 Palestínumenn hafa fallið í þeim og þar á meðal tíu börn. Palestínumenn segja minnst 152 hafa særst. Tveir Ísraelsmenn hafa fallið vegna eldflaugaárásanna og tugir eru sagðir hafa særst. Hidai Zilberman, talsmaður hers Ísraels tilkynnti aðgerðina í dag og tók hann fram að aðgerðum hersins á Gasa myndi ekki ljúka í dag. Var það í takt við yfirlýsingar Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, og Benny Gantz, varnarmálaráðherra. Samkvæmt Times of Israel hefur herinn kallað út meðlimi varaliðs í suðurhluta landsins og sent liðsauka til nokkurrar herdeilda við Gasa, Gólanhæðir og víðar. Mikil spenna hefur verið í Jerúsalem síðustu daga. Spennuna má rekja til þess að Ísraelar ætla sér að reka Palestínumenn frá hverfi í Austur-Jerúsalem, sem landtökumenn hafa sölsað undir sig. Palestínumenn vilja að borgarhlutinn verði höfuðborg sjálfstæðs ríkis þeirra í framtíðinni en Ísraelar hafa hersetið svæðið frá 1967. Spennuna má einnig rekja til umsáturs ísraelskra lögregluþjóna um al-Aqsa moskuna í Jerúsalem og hefur komið til átaka lögregluþjóna við fólk þar. Hundruð eru slösuð eftir átökin. Sjá einnig: Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð AP fréttaveitan segir embættismenn í Egyptalandi reyna að miðla milli fylkinga, eins og þeir hafa ítrekað gert áður. Það hafi þó lítinn árangur borið hingað til. Ísraelar virðast hafa lagt sérstaka áherslu á að fella leiðtoga Hamas-samtakanna og Islamic Jihad. Herinn birti til að mynda myndband í dag af árás á fjölbýlishús þar sem einn leiðtogi IJ var sagður halda til. Raw Aerial Footage: This is the moment that the IDF & Israel Security Agency carried out a targeted strike against Islamic Jihad commander, Samah Abed al-Mamluk & other senior members of his unit. They were among those responsible for hundreds of rockets fired at Israelis. pic.twitter.com/3DLj2UVdCm— Israel Defense Forces (@IDF) May 11, 2021 Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Minnst tuttugu látin í árásum Ísraelshers á Gasa Ísraelsher hefur gert loftárásir á Gasa-svæðið, þar sem minnst 20 hafa látist. Börn eru á meðal látinna. 10. maí 2021 23:07 Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. 10. maí 2021 16:07 Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð Palestínskir heilbrigðisstarfsmenn segja minnst 278 Palestínumenn hafa særst í átökum við ísraelska lögregluþjóna við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í morgun. Þar af hafi minnst tugir þurft á sjúkrahús til aðhlynningar. 10. maí 2021 10:04 Fjöldi særður eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem Ísraelskir lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og blossasprengjum að Palestínumönnum sem köstuðu steinum og flöskum í hörðum átökum við al-Aqsa-moskuna á Musterishæðinni í Jerúsalem í gærkvöldi. Að minnsta kosti 163 Palestínumenn eru sárir og sex ísraelskir lögreglumenn. 8. maí 2021 08:02 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira
Hundruðum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael á undanförnum sólarhring. Ísraelar svöruðu því með umfangsmiklum loftárásum. Minnst 28 Palestínumenn hafa fallið í þeim og þar á meðal tíu börn. Palestínumenn segja minnst 152 hafa særst. Tveir Ísraelsmenn hafa fallið vegna eldflaugaárásanna og tugir eru sagðir hafa særst. Hidai Zilberman, talsmaður hers Ísraels tilkynnti aðgerðina í dag og tók hann fram að aðgerðum hersins á Gasa myndi ekki ljúka í dag. Var það í takt við yfirlýsingar Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, og Benny Gantz, varnarmálaráðherra. Samkvæmt Times of Israel hefur herinn kallað út meðlimi varaliðs í suðurhluta landsins og sent liðsauka til nokkurrar herdeilda við Gasa, Gólanhæðir og víðar. Mikil spenna hefur verið í Jerúsalem síðustu daga. Spennuna má rekja til þess að Ísraelar ætla sér að reka Palestínumenn frá hverfi í Austur-Jerúsalem, sem landtökumenn hafa sölsað undir sig. Palestínumenn vilja að borgarhlutinn verði höfuðborg sjálfstæðs ríkis þeirra í framtíðinni en Ísraelar hafa hersetið svæðið frá 1967. Spennuna má einnig rekja til umsáturs ísraelskra lögregluþjóna um al-Aqsa moskuna í Jerúsalem og hefur komið til átaka lögregluþjóna við fólk þar. Hundruð eru slösuð eftir átökin. Sjá einnig: Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð AP fréttaveitan segir embættismenn í Egyptalandi reyna að miðla milli fylkinga, eins og þeir hafa ítrekað gert áður. Það hafi þó lítinn árangur borið hingað til. Ísraelar virðast hafa lagt sérstaka áherslu á að fella leiðtoga Hamas-samtakanna og Islamic Jihad. Herinn birti til að mynda myndband í dag af árás á fjölbýlishús þar sem einn leiðtogi IJ var sagður halda til. Raw Aerial Footage: This is the moment that the IDF & Israel Security Agency carried out a targeted strike against Islamic Jihad commander, Samah Abed al-Mamluk & other senior members of his unit. They were among those responsible for hundreds of rockets fired at Israelis. pic.twitter.com/3DLj2UVdCm— Israel Defense Forces (@IDF) May 11, 2021
Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Minnst tuttugu látin í árásum Ísraelshers á Gasa Ísraelsher hefur gert loftárásir á Gasa-svæðið, þar sem minnst 20 hafa látist. Börn eru á meðal látinna. 10. maí 2021 23:07 Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. 10. maí 2021 16:07 Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð Palestínskir heilbrigðisstarfsmenn segja minnst 278 Palestínumenn hafa særst í átökum við ísraelska lögregluþjóna við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í morgun. Þar af hafi minnst tugir þurft á sjúkrahús til aðhlynningar. 10. maí 2021 10:04 Fjöldi særður eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem Ísraelskir lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og blossasprengjum að Palestínumönnum sem köstuðu steinum og flöskum í hörðum átökum við al-Aqsa-moskuna á Musterishæðinni í Jerúsalem í gærkvöldi. Að minnsta kosti 163 Palestínumenn eru sárir og sex ísraelskir lögreglumenn. 8. maí 2021 08:02 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira
Minnst tuttugu látin í árásum Ísraelshers á Gasa Ísraelsher hefur gert loftárásir á Gasa-svæðið, þar sem minnst 20 hafa látist. Börn eru á meðal látinna. 10. maí 2021 23:07
Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. 10. maí 2021 16:07
Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð Palestínskir heilbrigðisstarfsmenn segja minnst 278 Palestínumenn hafa særst í átökum við ísraelska lögregluþjóna við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í morgun. Þar af hafi minnst tugir þurft á sjúkrahús til aðhlynningar. 10. maí 2021 10:04
Fjöldi særður eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem Ísraelskir lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og blossasprengjum að Palestínumönnum sem köstuðu steinum og flöskum í hörðum átökum við al-Aqsa-moskuna á Musterishæðinni í Jerúsalem í gærkvöldi. Að minnsta kosti 163 Palestínumenn eru sárir og sex ísraelskir lögreglumenn. 8. maí 2021 08:02